Sigríður Kristín Óladóttir

23.11.04

Rigning og eldur

Jæja nú er farið að rigna úti, vonandi fer allur snjórinn áður en frýs aftur.
Helgin var fín, frábærar móttökur hjá Hönnu og fjörugt ball. Sumir hefðu þó mátt sleppa einu eða tveimur tequila skotum á ballinu, ég nefni engin nöfn.

Það stefnir í að samningnum vegna sölu á Reynigrundinni verði rift, þetta er nú meira vesenið.
Sambýlismaður Hönnu talaði við Eirík hjá Jóni Sveins í gær og hann kvaðst eiga von á peningnum og ætlaði að borga þetta allt upp í topp. Hann vissi hins vegar ekki hvenær. Því miður getum við ekki treyst því, sérstaklega þar sem samkvæmt reynslu minni er ekkert að marka það sem hann hefur sagt við mig.

Það á að vera kynningarfundur á samningnum á morgun í Grundaskóla, það verður gaman að heyra hljóðið í kennurunum. Ég frétti af fundi í Hafnarfirði í gær og þar var fólk ekki parhrifið, það kemur ekki á óvart!!

Vonandi hjálpar rigningin til við að klára að slökkva eldana í Hringrás sem er endurvinnslufyrirtæki í Reykjavík.
Eldvarnareftirlitið hafði bent á eldhættu af dekkjahaug Hringrásar, það hefði verið betra ef eitthvað meira hefði verið gert en að benda á hættuna.


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home