Hvítlauksmareneruð læri er uppskrift vikunnar og kemur frá Þóru.
Þóra hringdi í mig í fyrradag og bað um ráðleggingar varðandi eldamennsku á úrbeinuðu lambalæri, sem ég veitti fúslega. En hér kemur lýsing Þóru á uppskrift vikunnar:
Ég gerði ráð fyrir að þetta væri úrbeinað læri, af því að þetta var bara ein útflött klessa! Nú ég skellti innihaldinu á ofnplötu og inn í ofn, sá reyndar að það slitnaði upp úr lærinu, svo ég hugsaði með mér ómg hvað þetta er illa úrbeinað, bara allt í stykkjum. Meðan það á auðvitað að vera ein klessa!
Anyways, þá klessti ég bara þessu slitna upp við hitt og hafði þetta inni í ofninum ríflega þann tíma sem sagður var utan á pakningunni, svo gerði ég kartöflur, grænar baunir og broccolí og svo brúna sósu úr soðinu! Svaka fínn matur, nema.. svo kemur bróðir minn og við byrjum að borða, tökum svo eftir því hvað kjötið er eitthvað bleikt, en svosem spáum ekkert frekar í því. Bæði vön að borða hérumbil hrátt nautakjöt og lambakjöt alveg frá því að við munum eftir okkur..
Svo segi ég við Óla þegar ég tek kjötið út: „guð, nú veit ég af hverju þetta var svona ódýrt... þetta er ekkert nema bein!“ Við höldum áfram að borða og svo er Óli búinn með tvo bita og ég einn þegar Óli segir.. „ertu viss um að þetta sé lambalæri?“ En þá föttuðum við að þetta er auðvitað kjúklingalæri... ha ha ha ha ha! Nú erum við semsagt bæði að bíða eftir salmonellunni... Óli heldur því fram að nú komi nýtt afbrigði af henni: þórólella!
Ég gleymdi að segja ykkur í gær að það var mynd af Mömmu Rokk (ásamt fleira fólki) að tvista í Skessuhorni, þar er í greinilega í svaka stuði. Undir myndinni stendur í villtu tjútti!!! ooobbb bobbb obbbb.
Myndin var tekin á Haustmóti línudansara sem heppnaðist alveg frábærlega í alla staði. Enda höfðum við Og útlagarnir séð um skipulagninu og alla framkvæmd mótsins.
Á morgun fer ég í bæinn, við skólasystur ætlum að föndra og fá okkur gleðidrykki hjá Hönnu. Við byrjum kl. 14.00 og ég þarf að fara að undirbúa föndurdósina.
Síðar um kvöldið fer ég á harmonikuball sem Félag harmonikuunnenda á Vestulandi og í Húnavatnssýslum sjá um í Ásgarði. Ég fer með Þórði sem er formaður Fél. harmonikuunnenda á Vestulandi.
Það verður örugglega stuð stuð stuð og feikigaman.
Ég gerði ráð fyrir að þetta væri úrbeinað læri, af því að þetta var bara ein útflött klessa! Nú ég skellti innihaldinu á ofnplötu og inn í ofn, sá reyndar að það slitnaði upp úr lærinu, svo ég hugsaði með mér ómg hvað þetta er illa úrbeinað, bara allt í stykkjum. Meðan það á auðvitað að vera ein klessa!
Anyways, þá klessti ég bara þessu slitna upp við hitt og hafði þetta inni í ofninum ríflega þann tíma sem sagður var utan á pakningunni, svo gerði ég kartöflur, grænar baunir og broccolí og svo brúna sósu úr soðinu! Svaka fínn matur, nema.. svo kemur bróðir minn og við byrjum að borða, tökum svo eftir því hvað kjötið er eitthvað bleikt, en svosem spáum ekkert frekar í því. Bæði vön að borða hérumbil hrátt nautakjöt og lambakjöt alveg frá því að við munum eftir okkur..
Svo segi ég við Óla þegar ég tek kjötið út: „guð, nú veit ég af hverju þetta var svona ódýrt... þetta er ekkert nema bein!“ Við höldum áfram að borða og svo er Óli búinn með tvo bita og ég einn þegar Óli segir.. „ertu viss um að þetta sé lambalæri?“ En þá föttuðum við að þetta er auðvitað kjúklingalæri... ha ha ha ha ha! Nú erum við semsagt bæði að bíða eftir salmonellunni... Óli heldur því fram að nú komi nýtt afbrigði af henni: þórólella!
Ég gleymdi að segja ykkur í gær að það var mynd af Mömmu Rokk (ásamt fleira fólki) að tvista í Skessuhorni, þar er í greinilega í svaka stuði. Undir myndinni stendur í villtu tjútti!!! ooobbb bobbb obbbb.
Myndin var tekin á Haustmóti línudansara sem heppnaðist alveg frábærlega í alla staði. Enda höfðum við Og útlagarnir séð um skipulagninu og alla framkvæmd mótsins.
Á morgun fer ég í bæinn, við skólasystur ætlum að föndra og fá okkur gleðidrykki hjá Hönnu. Við byrjum kl. 14.00 og ég þarf að fara að undirbúa föndurdósina.
Síðar um kvöldið fer ég á harmonikuball sem Félag harmonikuunnenda á Vestulandi og í Húnavatnssýslum sjá um í Ásgarði. Ég fer með Þórði sem er formaður Fél. harmonikuunnenda á Vestulandi.
Það verður örugglega stuð stuð stuð og feikigaman.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home