Sigríður Kristín Óladóttir

18.11.04

Ástarleikmaður v/Ástarleikkona.

Snúum okkur aðeins að léttara hjali.
Helga var ekki heima þegar ég hringdi í kvöld. Hún var nefnilega á fyrirlestri hjá sálfræðingi og náttúrulækni. Fyrirlesturinn kallast kynlíf og heilsa/heilbrigði og fjallar um jákvæð áhrif kynlífs á heilbrigði einstaklinga. Hún hefur mikinn áhuga á að vera með kynlífsuppistand og halda þennan fyrirlestur í Hátíðarsal Háskóla Íslands og spyr á blogginu sín: Haldið þið að þið munduð ekki mæta og taka bestu vinkonu, vin eða ástarleikmann með ykkur?
Margir gáfu loforð um að mæta og sumir þurftu að segja það oftar en einu sinni!!!
Takið eftir þessu skemmtilega orði ástarleikmaður, en hvað erum við konurnar, ekki erum við ástarleikkonur?

Nú ætla ég að fara í pottinn, það vill svo skemmtilega til að ég get horft á sjónvarpið sem er í svefnherberginu úr pottinum. Ég get meira að segja lesið textann!!


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home