Sigríður Kristín Óladóttir

5.11.04

Ég gleymdi að segja ykkur krakkar mínir að Gunna Hjartar var jörðuð í dag. Eins og þið vitið var hún með Alzheimer á háu stigi og hefur verið á sjúkrahúsinu síðast liðin 2 ár í það minnsta.
Það voru mjög margir við jarðarförina og við Halla sátum saman og spjölluðum. Það gengur afburða vel í náminu hjá stelpunum hennar, eins og hjá ykkur.

Halla og Palli flytja um miðjan mánuðinn og þau ætla að gifta sig 27. nóvember. Það verður engin viðstaddur brúðkaupið nema þau og börnin þeirra. Svo ætla þau með börnunum út að borða um kvöldið. Halla er mjög hamingjusöm og ég samgleðst þeim innilega, hún Halla er líka alveg sammála mér um að "Lífið er dásamlegt"

Núna ætla ég að skreppa niður í Einarsbúð til þess að kaupa inn fyrir heimilisfræðitímana á mánudaginn og kaupa í snúða og horn sem við Doddi ætlum að baka fyrir haustmót línudansara sem verður 13.nóvember.

Þóra sagði mér að fyrirlesturinn hafi gengið mjög vel hjá Óla, til hamingju með það Óli og Helga farin að troða upp með gítarleik við frábærar undirtektir áhorfenda. Atli er að tengja nýja afruglarann hjá mömmu sem kemur heim eftir 6 vikna dvöl á Reykjalundi.

Það er ansi haustlegt úti, hávaðarok og mígandi rigning. En núna ætla ég að drífa mig í búðina.

Gangið hægt um gleðinnar dyr elskurnar og góða helgi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home