Sigríður Kristín Óladóttir

11.11.04

Lög á morgun

Lög á morgun?

Það fer í taugarnar á mér að geta ekki sett fyrirsagnir í bloggið hjá mér eins og krakkarnir geta, en ég sætti mig samt við þetta.

Sigga Guðna frá Þorlákshöfn kom til mín í dag og það er alltaf gaman að sjá hana. Við vorum saman í framhaldsdeild KHÍ og unnum 2 stór verkefni saman ásamt Jóhönnu og Þórunni. Siggi hennar Siggu fór til læknis hér á Skaganum og við spjölluðum á meðan. Við Sigga töluðum m.a. um að við verðum eiginlega að sækja um styrk út á verkefnin sem við unnum vegna þess að þetta voru þrusugóð verkefni.

Á fundi ráðherra með fulltrúum kennara í morgun voru Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, Davíð Oddsson utanríkisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, Árni Magnússon, félagsmálaráðherra. Að loknum fundi sagði Eiríkur að kennarar hafi á fundinum fengið að heyra mat ríkisstjórnarinnar á stöðunni í kennaradeilunni eins og hún er núna. Eiríkur sagði að kennarar hafi lýst upplifun sinni á stöðunni í gær en þeir hafi farið betur yfir það með ráðherra nú í morgun.

Óli var að velta fyrir sér hvað Dabbi kóngur hafi verið að gera á fundinum, ég held ég viti það eftir að hafa horft á Ísland í dag áðan. Hann hefur verið að hjálpa eða svara fyrir Þyrnirós, sem bæðövei hefði betur setið heima en koma í viðtal í sjónvarpinu í kvöld. Hún fór marga hringi og sagði m.a. að þó svo að sveitarfélögin réðu yfir öllum fjármálum ríkisins gætu þau ekki komið á móts við ýtrustu kröfur kennara. Þetta er sem sagt menntamálaráðherra okkar sem talar svona og eitt er víst að hún er ekki hliðholl kennurum og ég verð að segja það að ég er ekki hissa þótt sjálfstæðisflokkurinn (og framsókn reyndar líka) tapi fylgi í síðustu skoðanakönnun Fréttablaðsins þegar ráðherrar flokksins (eða flokkanna) tala svona.

Sáuð þið í fréttum kvöldsins þegar sýnt var frá Alþingi að þingsalur var svo til tómur þegar utanríkisráðherra flutti skýrslu sína um utanríkismál?
Hvar eru þingmenn, alltaf í kaffi eða hvað?

Það verður gaman að sjá hvað gerist á morgun, lög eða gerðadómur? Maður veit ekki einu sinni hvað gerist ef lög verða sett á okkur. Hvað með launin, hækka þau ekkert? Vitið þið þetta?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home