Sigríður Kristín Óladóttir

8.12.04

Kjaraskerðing eða kjarasamningur?

Það má svo sannarlega segja að það hafi verið svartur dagur á mánudaginn þegar í ljós kom að samningarnir voru samþykktir. Nú er staðan því sú að kennarar hafa alveg gefist upp og látið kúga sig til samþykkis. Þetta eru nú meiri gungurnar, ég segi ekki annað. Hlynur spurði um daginn, er ég nokkuð gunga? Hann útskýrði vel hver merking orðsins er, það þýðir að vera hræddur við eitthvað ómerkilegt. Samkvæmt orðabók þýðir orðið: kveif, skræfa, heigull, hugleysingi, raggeit.

51,2% greiddu atkvæði með samningnum og 36,4% greiddu atkvæði gegn honum. Auðir seðlar voru 12,1% og ógildir 0,3%.Á kjörskrá voru 4.912 og atkvæði greiddu 4.515 eða 91,9%
Í dag er ég með 5 skólastjóraflokka og grunnlaun mín sem eru líka heildarlaun eru krónur 237.773,00. Ég mun hækka skv. nýja samningnum upp í kr. 250.851,00 og fer í 1. janúar 2005 í 258.377,00.
En svo kemur rúsínan i pylsuendanum 1. ágúst á næsta ári, lækka ég niður í 243.539,00 og held þeim launum út árið.
1. jan. 2006 hækka ég aftur, heppin er ég, uppí 249.628,00 þetta verða launin það árið. 1. jan 2007 hækka launin aftur og þann 31.des það ár verð ég með 255.244.

Þessi góði samningur hækkar því laun mín frá 1.september 2004 til desemberloka 2007 um 17.471,00. Þetta er glæsilegt finnst ykkur ekki? Launin hækka þó aðeins núna til að byrja með en í loka árisins 2007 verð ég með lægri laun en í janúar 2005.

Ég vil taka það fram að ég er með réttindi á báðum stigum (framhaldskóla líka)og er í dag með þeim hæstlaunuðu í Brekkubæjarskóla.

Fyrst kennarar samþykktu þetta, þá á þessi stétt alltaf ég endurtek, alltaf, eftir að vera láglaunastétt. Nú er ekkert hægt að gera nema hold mund (eller kjæft)næstu 4 árin eða líklega bara forever.

Forystan hefur algjörlega brugðist með því að samþykkja þessa samninga og með því að hvetja kennara til að samþykkja þá og segja að af tvennu illu er þetta betri kostur en gerðardómur. Ég lýsi frati á forystuna og mér finnst tími til kominn að skipta um í brúnni.

Ég læt ykkur vita um gang mála vegna Reynigrundar, en nú ætti að vera búið að birta stefnuna vegna riftunar kaupsamningsins. Nýjustu fréttir eru þær að maðurinn sé úti í Líbíu að útvega peninga og ætli að borga á morgun. Það er örugglega ekkert að marka það frekar en annað sem þau hafa sagt varðandi greiðslu skuldarinnar.



0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home