Sigríður Kristín Óladóttir

30.12.04

Jólaball

Við Hlynur fórum á jólaball með Þórði hjá HB Granda í gær og skemmtum okkur vel. Gísli Einars stjórnaði og Hannes Baldursson spilaði á skemmtara. Þeir stóðu sig frábærlega vel í þessum hlutverkum. Hlynur er svo ófeiminn að hann svaraði Gísla Einars þegar spurt var hvort krakkarnir væru búin að sjá jólasveina þetta árið. Hlynur var líka spurður hvort hann kynni Nú er Gunna á nýju skónum... Þegar hann svarið því játandi var hann settur uppá stól þar sem hann söng í magnarann og tókst söngurinn mjög vel hjá honum, hann á ekki langt að sækja það að syngja vel, drengurinn er nefnilega sonarsonur minn, ha ha ha.
Hlyni fannst skemmtilegast þegar jólasveinarnir komu og honum fannst Stekkjarstaur skemmtilegri.

Þegar ballið var eiginlega búið bað Hlynur Gísla um að fá að segja nokkur orð. Gísli beindi orðum sínum að Ingibjörgu Pálma þegar hann kynnti Hlyn og sagði að ef til vill væri kominn upprennandi stjórnmálamaður, hver veit. Hlynur fór aftur uppá stól og fékk magnarann í hendur og sagði: Krakkar fannst ykkur jólasveinarnir ekki skemmtilegir?, hélt svo áfram og sagði: Búið.

Svo mörg voru þau orð og sem betur fer var ræðan hans ekki lengri en þetta í þetta sinn.

Í framhaldi af þessu og reyndar oft áður, þá hef ég verið að hugsa um Óla Örn sem framtíðarpólitíkus fjölskyldunnar. Ég er viss um að hann á fullt erindi á þeim vettvangi, hvað segið þið um það?



0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home