Bikarmeistarar í línudönsum
Við, þ.e. hópurinn Og Útalagar vörðum titilinn í línudönsum og urðum bikarmeistarar annað árið í röð. Ég er ekkert að segja ykkur hvað það voru mörg lið sem kepptu, þau voru vissulega fá, en við vorum ekki eina liðið. Ekki orð um það meir, nema ef til vill sú skemmtilega staðreynd að samkvæmt útskrift frá dómurunum settu þeir allir okkur í 1. sæti, bæði í skyldudansinum og valdansinum, flott það!!!
Annars er lítið að frétta, nú er úði úti og snjórinn óðum að hverfa. Mér finnst alltaf svo bjart og skemmtilegt þegar snjór er yfir öllu. Það rigndi svo mikið í gærkvöldi að basl var á rafmagninu hjá mér, það sló öllu út, aftur og aftur. Það virðist vera örbylgjuloftnetið eða útitenglar þar nálægt sem valda þessum fjanda. Ég verð að tala við rafvirkja í dag. Við hvern ætti ég að tala?
Óli heldur að hann hafi verið bitinn af einhverju skrímsli, líklega samt örsmáu, þegar hann gisti hér um helgina. Ég held að ég hafi líka verið bitin og það meira að segja nokkrum sinnum. Ekki get ég ímyndað mér hvaða óværa er hér á ferð á þessum árstíma. Er nokkur sem getur hjálpað mér að upplýsa þetta dularfulla mál? Ætli sé ekki best að panta tíma hjá lækni til að ganga úr skugga um þetta? Ég ætla að senda Magga fyrirspurn.
Ég var spurð um húsið á Reynigrundinni í gær, þ.e.a.s. hvort það sé komið á sölu. Ég sendi lögfræðingi mínum fyrirspurn um stöðu mála. Auðvitað kýs ég að reyna að losna við það sem fyrst, en ætli það þurfi ekki að ganga frá uppgjöri áður en hægt er að selja húsið. Ég vona bara að þetta taki ekki óratíma og aðra málsókn.
Ég átti að fara í starfsmannaviðtal áðan en Auður stjóri er veik eins og svo margir aðrir og viðtalið frestast því um sinn. Ekki meira núna, bið að heilsa ykkur.
Annars er lítið að frétta, nú er úði úti og snjórinn óðum að hverfa. Mér finnst alltaf svo bjart og skemmtilegt þegar snjór er yfir öllu. Það rigndi svo mikið í gærkvöldi að basl var á rafmagninu hjá mér, það sló öllu út, aftur og aftur. Það virðist vera örbylgjuloftnetið eða útitenglar þar nálægt sem valda þessum fjanda. Ég verð að tala við rafvirkja í dag. Við hvern ætti ég að tala?
Óli heldur að hann hafi verið bitinn af einhverju skrímsli, líklega samt örsmáu, þegar hann gisti hér um helgina. Ég held að ég hafi líka verið bitin og það meira að segja nokkrum sinnum. Ekki get ég ímyndað mér hvaða óværa er hér á ferð á þessum árstíma. Er nokkur sem getur hjálpað mér að upplýsa þetta dularfulla mál? Ætli sé ekki best að panta tíma hjá lækni til að ganga úr skugga um þetta? Ég ætla að senda Magga fyrirspurn.
Ég var spurð um húsið á Reynigrundinni í gær, þ.e.a.s. hvort það sé komið á sölu. Ég sendi lögfræðingi mínum fyrirspurn um stöðu mála. Auðvitað kýs ég að reyna að losna við það sem fyrst, en ætli það þurfi ekki að ganga frá uppgjöri áður en hægt er að selja húsið. Ég vona bara að þetta taki ekki óratíma og aðra málsókn.
Ég átti að fara í starfsmannaviðtal áðan en Auður stjóri er veik eins og svo margir aðrir og viðtalið frestast því um sinn. Ekki meira núna, bið að heilsa ykkur.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home