Sigríður Kristín Óladóttir

28.1.05

Bit og ekki bit?

Staðan er sú að ég á tíma hjá lækni á eftir, þ.e.a.s. kl. 10:30 föstudag. Það sem er verra, eða betra fyrir mig er, að ég hef ekki verið bitin í langan tíma og hef því ekkert bit til að sýna honum og ætti því að afpanta tímann eða hvað? Ég hefði þurft að senda þig Óli minn!!!
Ég er því farin að hallast að því að það sé eitthvað hérna úti, en ekki inni. Það stendur yfir þessi líka heljarinnar uppgröftur í kirkjugarðinum, úps!!

Annars er allt gott að frétta, ég skrapp í borg óttans í gær og bauð mömmu með. Henni finnst alltaf gaman að fara í bíltúr og auk þess vantaði hana lyf sem hún keypti í Rimaapoteki sem er langódýrasta apótek landsins þori ég að fullyrða. Ég fór til Reykjavíkur til þess að kaupa hráefni í Sushi sem ég ætla að kenna valhópnum mínum í næstu viku. Bið að heilsa að sinni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home