Sigríður Kristín Óladóttir

31.3.05

Riftun staðfest

Það hefur lítið verið bloggað hér að undanförnu, ég skil ekkert í því hversu fljótt tíminn líður, páskafríið var rétt byrjað þegar það var búið. En hér koma smáfréttir af Reynigrundarriftunarmálinu.
Það er loksins búið að kveða upp dóminn og nú er riftunin staðfest á grundvelli stórfelldra vanskila kaupanda.

Nú er staðan sú að skorað á kaupandann að rýma húseignina eigi síðar en þriðjudaginn 12. apríl 2005 og afhenda þá um leið seljanda alla lykla eignarinnar. Hafi eignin ekki verið rýmd fyrir þann tíma verður án frekari fyrirvara krafist útburðar yðar úr húsnæðinu með aðstoð yfirvalda.
Ég verð að segja það að ég vona að ég verði ekki sett í þá stöðu að þurfa að bera þau út úr húsinu, það er meira en nóg komið. Svo er til í dæminu að hún áfrýji til Hæstaréttar og þá frestast málið um fleiri mánuði eða þar til niðurstaða dómsins liggur fyrir í Hæstarétti. Kerfið er því afar þungt og seinvirkt og vinnur með skuldurum að mínu mati. En við sjáum hvað setur, ég læt ykkur vita.

Helga mín ég hringi í dag, við fórum í göngutúr eftir dansæfinguna í gær og eftir mat var orðið of seint að hringja.
Það styttist í íslandsmótið í línudönsum sem er n.k. laugardag. Það forfallast a.m.k. 2 úr hópnum vegna sorglegs fráfalls náins ættingja og Eygló var svo óheppin að handleggsbrjóta sig á páskadag, þannig að ekki er enn vitað hvort hún getur keppt.

Ég hætti núna, því ég á eftir að fá mér að borða áður en vinna hefst.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home