Sigríður Kristín Óladóttir

7.3.05

Gellugleði og fleira!!!

Á föstudaginn buðu Radda og Baldur okkur nokkrum gellum í gellur. Þetta var afar skemmtilegt boð og gellurétturinn sem Baldur eldaði var gómsætur. Hið sama má segja um eftirréttinn sem Radda sá um. En allavega þetta var skemmtilegt framtak hjá þeim hjónum og bjóða okkur frænkunum og mömmu í þetta boð. Takk fyrir mig.

Hörður frændi var líka í boðinu af því að mamma hans var orðin svo mikið veik að búist var við að hún færi að fara, þangað sem við förum öll að lokum. Hörður sem býr á Akureyri gisti hjá Baldri og Röddu.
Hörður þakkaði okkur fyrir að fá að vera með í boðinu með því að færa okkur frænkunum og mömmu innpakkaða rós þegar við fórum heim rétt fyrir miðnætti. Nanna var sem sagt hressari á föstudaginn, því þá þekkti hún fólkið sem kom í heimsókn til hennar og borðaði eitthvað smávegis.
En Nanna dó svo í gær, blessuð sé minning hennar. Það var gott að hún fékk að fara, þetta var svo sem ekkert líf orðið hjá henni, blessaðri.

Helgin leið svo í rólegheitum, lítið eldað og borðað nema súpa og aftur súpa, nammi, nammi namm. Á morgun verður svo helgarsteikin, elduð og snædd væntanlega með bestu list.

Árshátíð Brekkubæjarskóla verður á morgun og hinn, tvær sýningar hvorn dag, vonandi gengur allt vel. Í morgun voru nemendasýningar og þá sást hvað þarf að laga og því verðu kippt í lag fyrir sýningarnar á morgun, mörg atriðin eru mjög vönduð og skemmtileg.

Bíllinn hans Þórðar er á verkstæði, það er líklega verið að taka úr honum sjálfstæðið svo að hann bruni ekki af stað mannlaus, eins og gerðist um daginn.

Um næstu helgi ætlum við skólasystur að hittast, í þetta sinn hjá Sigrúnu sem er í námi og leigir íbúð í Kópavogi. Okkur er boðið á föstudagskvöldið og við systur (skóla) eigum eftir að skemmta okkur frábærlega eins og venjulega.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home