Sigríður Kristín Óladóttir

18.3.05

Komin í páskafrí

Mikið er nú gott að vera komin í páskafrí, ég ætla samt að reyna að vera voða dugleg í lokaverkefninu !!!
Krakkarnir skelltu sér til Helgu og fjölsk. í gær og eru því komin í vorið úti í Þýskalandi, sól og 20° hita. Þetta á samt ekki við Atla (greyið) sem er að jafna sig eftir hálskirtlatöku. Skemmtið ykkur vel úti krakkar mínir.

Hlynur og Óli gistu hér aðfararnótt miðvikudags, Óli fór á hljómsveitaræfingu og við Hlynur fórum á dansæfingu. Hlynur varð reyndar svolítið svekktur, hann bjóst nefnilega við að æfingin væri í Laugardalshöllinni, þar sem hann hefur nokkrum sinnum horft á okkur keppa og dansað einn á gófinu á gúmmístígvélum fyrir framan fleiri hundruð áhorfendur og nokkra erlenda dómara. Hann tók samt gleði sína og sýndi frábær tilþrif í danssnúningum á rassinum og svo fór hann á handahlaupum um allan salinn. Þegar Óli Geir spurði hann hvort hann ætli að kenna ömmu þetta heima, sagði Hlynur einfaldlega: Það er ekki hægt, svo mörg voru þau orð.

Þórður setti íbúðina sína á sölu um helgina, Daníel tók myndir á þriðjudaginn og setti þær á Netið á miðvikudegi. Hvað haldið þið? Hann seldi íbúðina í gær, þetta ferli tók sko ekki langan tíma, geri aðrir betur.
Hætti núna, meira seinna.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home