Sigríður Kristín Óladóttir

18.4.05

Kaffi og spennan eykst

Helga mín,ég var að spá í hvort þú hefur tök á að kaupa kaffibaunir fyrir mig? Þetta var svo gott kaffi sem þú keyptir í Tchipó (pottþétt vitlaust skrifað) þegar ég var hjá ykkur í febrúar. Bara ef þú ferð fram hjá búðinni!!Annað heitir Wilder e-ð ég man ekki hvað hitt heitir.

Já og það er óhætt að segja að spennan eykst í sambandi við Reynigrundina. Nú ætti eitthvað að fara að gerast, annað hvort fæ ég borgað eða ekki, úps góður punktur þetta!! En það er ekki rétt að þetta hafi engin áhrif á mig, ég ber mig bara svo vel. Mér hefur stundum dottið í hug að líklega hefur þetta meiri áhrif á mig heldur en á skuldarana, ég fæ meira að segja martraðir í sambandi við þetta allt saman. Það að húsið sé auglýst á nauðungaruppboði og þessar ógeðslega leiðinlegu tilkynningar frá sýslumanni, þar sem mér er m.a. gert að mæta til að opna húsið fyrir þeim á uppboðsdegi, ella verði opnað með valdi. Ég sem á ekki einu sinni lykil af húsinu!!!

En á morgun er góður dagur, þá kemur Helga í stutta heimsókn og ég hlakka svo til. Ég er í frímínútum og er að fara að kenna núna.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home