Sigríður Kristín Óladóttir

14.4.05

Uppboð eða greiðsla?!!

Nú er eitthvað að gerast, eða það vona ég í það minnsta.
Ég mætti til sýslumanns í gær þar sem byrjun uppboðs fór fram. Þar lagði ég fram dóminn, og bað um að það yrði fært til bókar. Jón Haukur mætti fyrir Frjálsa fjárfestingarbankann og ákveðið var að uppboð skuli fara fram á Reynigrundinni þann 10. mai n.k.
Þann 12.apríl hringdi Soffía í mig og sagði mér að Jóhanna hefði hringt í hana og sagt að maðurinn, væri kominn og væri með peninga. Hún sagði jafnframt að hann ætlaði að hafa samband við þig og Frjálsa fjárfestingarbankann. Ég veit ekki hvort nokkuð er að marka þetta, en alla vega fóru þeir í Frjálsa bankanum fram á að uppboð skuli fara fram þann 10. mai.

Nú eru tveir kostir í stöðunni, þ.e. ef rétt er að Jóhanna hafi peninga núna:

1. Halda mig við riftunina og krefjast uppgjörs í samræmi við uppgjörið sem Jón Sveins hefur gert og semja við síðan við bankann.

2.Ganga til samninga við Jóhönnu um uppgreiðsu á vanskilum skv. kaupsamningi, vöxtum og kostnaði og gefa henni síðan afsal. Jón gerir þá sérstakan samning við lögfræðing hennar (Marteinn er kominn að málinu aftur til að semja um lok þess).

Hér heima sá ég að ég hafði fengið mail frá Jóni þar sem hann segir: Ég fekk bréf frá lögfræðingi f.h. Jóhönnu sem segist nú tilbúin að gera upp öll vanskilin skv. kaupsamninngnum með vöxtum og kostnaði gegn því að við föllum frá riftun og hún haldi húsinu. Á ég ekki að taka jákvætt í það?

Ef þetta er staðreyndin þá er ég alveg til í að ljúka þessu ömurlega máli hið fyrsta.
Hvað finnst ykkur?

Helga mín, ég talaði við Eygló og ef upptökur eru til af leikritunum þá getið þið séð það með því að fara inná FVA.is. á bókasafinið og svo myndir eða myndbönd. Það á allt að vera skráð og aðgengilegt þar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home