28.8.06
24.8.06
Balthasar og Coesfeld.
Jæja þá erum við komin til Þýskalands, til Helgu og fjölskyldu, það er alveg meiriháttar.
Ferðin gekk mjög vel, við notuðum GPS tækið (eða Garminn eins og við segjum) og lentum reyndar tvisvar til þrisvar í að daman í tækinu sagði: "recalculating". Þetta gerðist t.d. fyrst þegar Þórður trúði ekki að við ættum að fara í átt að Malmö þegar við fórum út úr Kaupmannahöfn og svo þegar við vorum við Hamborg. En það er eins gott að treysta Garminum og fara nákvæmlega eftir leiðbeiningum hans.
En það er búið að vera nóg að gera og Balthasar er algjör dúlla eins og Þóra mundi segja. Við erum búin að labba heilmikið hér og passa Balthasar á meðan Helga fór í klippingu og litun í gær og til læknis í dag. Læknirinn sem Helga fór til er í Velen sem er sami bær og Alex vinnur í. Við hringdum í Alex þegar ég hélt að við værum fyrir utan vinnustaðinn hans og Alex kom út og fór með okkur í göngu í nýjum garði.
Veðrið er búið að vera alveg frábært hér í Þýskalandi, í dag voru reyndar smáskúrir eftir hádegi en í morgun var glampandi sól og blíða. Þegar við fórum út var heitara úti en hér inni, hitastigið inni er oftast 21,5°C en úti var yfir 22°.
Í dag fórum við líka í Ríl (Real) og við fjárfestum í 2 pottum, 3 glösum, mús (fyrir tölvuna), dóti til að setja á baðið og fleira. Við gerðum ótrúlega góð kaup. Á morgun förum við í grillveislu í skólanum hennar Nínu og á laugardaginn leggjum við af stað til Heusenstamm þar sem Balthasar verður skírður. Það á að skíra prinsinn á sunnudaginn í kirkjunni sem var í kirkjusókn Alexar.
Á meðan ég er að skrifa þessar línur, hefur Helga verið að taka nokkrar myndir og er þegar búin að setja þær inn á Familien Eck kíkið endilega hingað http://www.familieeck.blogspot.com/
Meira seinna elsklurnar, bestu kveðjur frá Þýskalandi.
Músin er mjúk og gúð, þetta er þýskur framburður Helgu dóttur minnar ha ha ha....
18.8.06
Kaupmannahafnarpistill
Þetta gengur bara vel hjá okkur hér í Kaupmannahöfn. Tókum myndir áðan af íbúðinni eftir breytingu á húsgagnaskipan og uppstillingu á vösum og kertastjökum sem við keyptum í Ikea fyrir tæpar 50 krónur (danskar)
Það voru reyndar smá byrjunarörðuleikar í sambandi við kortanotkun hjá okkur, ég held að ég fari ekki neitt nákvæmlega út í það, en í grófum dráttum var þessu þannig varið að þegar ég notaði kreditkortið í fyrsta skipti í Iso var ég ekki alveg með á nótunum varðandi notkun kortsins. Heima þurfum við ekkert að gera nema kvitta þ.e.a.s. ef við þurfum þess, en hér þurfti ég að stimpla inn upphæðina (ég hélt það a.m.k.) og setja svo inn pin-númerið. Ég gerði þetta samviskusamlega allt í einni lotu og viti menn, útkoman var "AFVIST". Ég stressaðist upp og sagði við Þórð: Gvöð þetta er vitlaust pin-númer, réttu mér símann Þórður!!! Ég fékk símann og hugsaði hver var aftur skráður á þetta kort (ég bý venjulega til platnöfn), úff hugsaði ég og leit á röðina sem var orðin alllöng og afgreiðslustúlkan sagði við næsta mann:
Hun kan ikke huske sit pinnumer!!
Eftir smáleit og stress byrjaði ég aftur og sá þá að ég hafði óvart bætt 4 stafa pin-númerinu við upphæðina, það var eins gott að þessu var afvist.
Það jákvæða við þetta var þó, að ég var með rétta pin-númerið.
Þórður lenti líka í því að safna röð fyrir aftan sig þegar hann tók út úr hraðbanka í dag. Það mætti halda að við værum úr afdölum eins og Þórður á Uppsölum eða Þórður í Haga , en allavega þá spýtti fjandans vélin alltaf kortinu út úr sér af því að hann ýtti alltaf á vitlausa takka þegar hann átti að ýta á "godkjent" ÉG er allavega fegin að kortið var ekki klippt!!!!
Við fórum í morgun með lest á aðalbrautarstöðina, löbbuðum stikið út að Hafmeyjunni og svo heim, veðrið var alveg frábært, en ef til vill aðeins of heitt það lak af okkur eins og venjulega.
Í gær þvoðum við þvott hér í fyrsta skipti og auðvitað var kortavél okkur til ánægju, en það gekk að ég held stórslysalaust, kanski borguðum við fyrir 2 þvotta í staðinn fyrir einn ég veit það ekki, þetta er eitthvað svo heilhveiti illa merkt!!!
Við þurfum að fara út í garðinn og á númer 33 eða 45 til að þvo, en við búum á 37. Svo löbbuðum við að Jónshúsi sem er bara um 15 mín ganga héðan fórum svo til baka, kíktum í Rúmfatalagerinn og Nettó. Þessar búðir eru ekki sambærilegar við það sem við þekkjum, bara smákompur liggur mér við að segja. Maður er alltaf að sjá það betur og betur hvað við Íslendingar erum flottir á því.
Eru 365 fjölmiðlar að sölsa undir sig dagblaðamarkaðinn hér, þetta er búið að vera stórfréttir hér og viðtöl við Gunnar Smára Egilss?
Við fjárfestum í símum í dag (Nokia 6111), keyptum sitthvorn símann á 1 krónu (rétt verð 2299),ég fékk bleikan og Þórður svartan.Við skuldbundum okkur til að vera í áskrft í 6 mánuði, þeir eiga örugglega eftir að ná þessum stórgróða okkar til baka á stuttum tíma. Símarnir eru í hleðslu, ég hringi kanski í kvöld ef við náum að læra smá á þá!!!!! Sendi ykkur kæra fjölskylda símanúmerin í tölvupósti.
Ekki meira núna, bestu kveðjur héðan.
Það voru reyndar smá byrjunarörðuleikar í sambandi við kortanotkun hjá okkur, ég held að ég fari ekki neitt nákvæmlega út í það, en í grófum dráttum var þessu þannig varið að þegar ég notaði kreditkortið í fyrsta skipti í Iso var ég ekki alveg með á nótunum varðandi notkun kortsins. Heima þurfum við ekkert að gera nema kvitta þ.e.a.s. ef við þurfum þess, en hér þurfti ég að stimpla inn upphæðina (ég hélt það a.m.k.) og setja svo inn pin-númerið. Ég gerði þetta samviskusamlega allt í einni lotu og viti menn, útkoman var "AFVIST". Ég stressaðist upp og sagði við Þórð: Gvöð þetta er vitlaust pin-númer, réttu mér símann Þórður!!! Ég fékk símann og hugsaði hver var aftur skráður á þetta kort (ég bý venjulega til platnöfn), úff hugsaði ég og leit á röðina sem var orðin alllöng og afgreiðslustúlkan sagði við næsta mann:
Hun kan ikke huske sit pinnumer!!
Eftir smáleit og stress byrjaði ég aftur og sá þá að ég hafði óvart bætt 4 stafa pin-númerinu við upphæðina, það var eins gott að þessu var afvist.
Það jákvæða við þetta var þó, að ég var með rétta pin-númerið.
Þórður lenti líka í því að safna röð fyrir aftan sig þegar hann tók út úr hraðbanka í dag. Það mætti halda að við værum úr afdölum eins og Þórður á Uppsölum eða Þórður í Haga , en allavega þá spýtti fjandans vélin alltaf kortinu út úr sér af því að hann ýtti alltaf á vitlausa takka þegar hann átti að ýta á "godkjent" ÉG er allavega fegin að kortið var ekki klippt!!!!
Við fórum í morgun með lest á aðalbrautarstöðina, löbbuðum stikið út að Hafmeyjunni og svo heim, veðrið var alveg frábært, en ef til vill aðeins of heitt það lak af okkur eins og venjulega.
Í gær þvoðum við þvott hér í fyrsta skipti og auðvitað var kortavél okkur til ánægju, en það gekk að ég held stórslysalaust, kanski borguðum við fyrir 2 þvotta í staðinn fyrir einn ég veit það ekki, þetta er eitthvað svo heilhveiti illa merkt!!!
Við þurfum að fara út í garðinn og á númer 33 eða 45 til að þvo, en við búum á 37. Svo löbbuðum við að Jónshúsi sem er bara um 15 mín ganga héðan fórum svo til baka, kíktum í Rúmfatalagerinn og Nettó. Þessar búðir eru ekki sambærilegar við það sem við þekkjum, bara smákompur liggur mér við að segja. Maður er alltaf að sjá það betur og betur hvað við Íslendingar erum flottir á því.
Eru 365 fjölmiðlar að sölsa undir sig dagblaðamarkaðinn hér, þetta er búið að vera stórfréttir hér og viðtöl við Gunnar Smára Egilss?
Við fjárfestum í símum í dag (Nokia 6111), keyptum sitthvorn símann á 1 krónu (rétt verð 2299),ég fékk bleikan og Þórður svartan.Við skuldbundum okkur til að vera í áskrft í 6 mánuði, þeir eiga örugglega eftir að ná þessum stórgróða okkar til baka á stuttum tíma. Símarnir eru í hleðslu, ég hringi kanski í kvöld ef við náum að læra smá á þá!!!!! Sendi ykkur kæra fjölskylda símanúmerin í tölvupósti.
Ekki meira núna, bestu kveðjur héðan.
16.8.06
Komin í netsamband
Jæja þá erum við komin í netsamband, það er mikill munur. Við vorum bara nokkuð ánægð með okkur þegar okkur tókst að koma okkur í samband með öllu sem fylgdi startpakkanum, Atli er nefnilega sá sem sér venjulega um tæknilega hluti.
Annars er allt gott að frétta af okkur. Þegar við fórum fyrst í lest hér datt mér í hug það sem Óli sagði einu sinni um okkur,þ.e.a.s. að við værum ekki eins og haltur leiðir blindan, heldur eins og blindur leiðir staurblindan. Við settum nefnilega bæði tvö vitlausan enda á klippikortinu inn í vélina þegar klippa átti af kortinu,reyndum meira að segja í nokkrum kössum !! Svo spurðum við gamla konu og hún sýndi okkur þetta og sagði svo: ég er stundum utan við mig líka, úps!!
Við fórum í gærmorgun í DPU til að athuga hvort ég gæti nokkuð breytt yfir í annað nám til að þurfa ekki að borga, en það er enginn möguleiki svo ég flýtti mér að borga enda á síðasta degi til að borga. Það var fínt að kíkja á skólann og átta sig á aðstæðum, lestin stoppar alveg við skólann.
Eftir hádegi löbbuðum við héðan að litlu hafmeyjunni, við fórum yfir nýju Löngulínugöngubrúna og vorum um 15 mínútur að ganga þangað.
Við ætlum að hitta húsvörðinn í hádeginu til að fá upplýsingar í sambandi við þvottahúsið o.fl. Úti er 22 stiga hiti og sól núna, en í gær skiptist á skin og skúrir.
Við ætlum að athuga á eftir hvort kennitalan er klár til að geta keypt bílastæðakort í bílinn, svo ætlum við í Ikea til að kaupa smávörur sem okkur vantar sem er aðallega í eldhúsið. Bestu kveðjur héðan :)
Annars er allt gott að frétta af okkur. Þegar við fórum fyrst í lest hér datt mér í hug það sem Óli sagði einu sinni um okkur,þ.e.a.s. að við værum ekki eins og haltur leiðir blindan, heldur eins og blindur leiðir staurblindan. Við settum nefnilega bæði tvö vitlausan enda á klippikortinu inn í vélina þegar klippa átti af kortinu,reyndum meira að segja í nokkrum kössum !! Svo spurðum við gamla konu og hún sýndi okkur þetta og sagði svo: ég er stundum utan við mig líka, úps!!
Við fórum í gærmorgun í DPU til að athuga hvort ég gæti nokkuð breytt yfir í annað nám til að þurfa ekki að borga, en það er enginn möguleiki svo ég flýtti mér að borga enda á síðasta degi til að borga. Það var fínt að kíkja á skólann og átta sig á aðstæðum, lestin stoppar alveg við skólann.
Eftir hádegi löbbuðum við héðan að litlu hafmeyjunni, við fórum yfir nýju Löngulínugöngubrúna og vorum um 15 mínútur að ganga þangað.
Við ætlum að hitta húsvörðinn í hádeginu til að fá upplýsingar í sambandi við þvottahúsið o.fl. Úti er 22 stiga hiti og sól núna, en í gær skiptist á skin og skúrir.
Við ætlum að athuga á eftir hvort kennitalan er klár til að geta keypt bílastæðakort í bílinn, svo ætlum við í Ikea til að kaupa smávörur sem okkur vantar sem er aðallega í eldhúsið. Bestu kveðjur héðan :)
14.8.06
Komin til Kaupmannahafnar
Jæja tha erum vid komin a afangastad. Ibudin er allt i lagi, en Thordi bra mikid thegar vid komum inn i gærkvøldi, en hann er buinn ad jafna sig.Konan sem a ibudina hafdi keypt blom og sett sem gjøf til okkar asamt korti, ferlega sætt hja henni:)
Vid erum buin ad vera a fullu i dag, skra okkur inn i landid, sækja pakka a posthusid sem inniheldur upplysingar um internets askriftina og athuga med parkeringskort sem vid getum ekki fengid fyrr en vid hofum fengid danska kennitolu. Erum ad læra a S - lestarnar. Erum a lestarstødinni nuna og bidum spennt eftir ad sja thegar vid komum i ibudina hvort vid hofum fengid sekt vegna bilsins i dag. Keyptum 2ja daga kort sem kostar helmingi minna en manadarkort.
Meira seinna um sjoferdina og fleira, en GPS tækid er alveg meirihattar, bestu kvedjur hedan ur solinni.
Vid erum buin ad vera a fullu i dag, skra okkur inn i landid, sækja pakka a posthusid sem inniheldur upplysingar um internets askriftina og athuga med parkeringskort sem vid getum ekki fengid fyrr en vid hofum fengid danska kennitolu. Erum ad læra a S - lestarnar. Erum a lestarstødinni nuna og bidum spennt eftir ad sja thegar vid komum i ibudina hvort vid hofum fengid sekt vegna bilsins i dag. Keyptum 2ja daga kort sem kostar helmingi minna en manadarkort.
Meira seinna um sjoferdina og fleira, en GPS tækid er alveg meirihattar, bestu kvedjur hedan ur solinni.