Ég er fegin að sjá að fjör er að færast í bloggið hjá krökkunum mínum. Stelpurnar hafa það fínt í Þýskalandi og skella sér í sund til Hollands.
Kennslan er komin í fullan gang og það er gaman að vera byrjaður að kenna aftur eftir þetta góðviðris-sumar.
Grillveislan var fín hjá Óla og gaman að vera gestur heima hjá sér, þ.e.a.s. láta stjana við sig og fara svo á sveitaball áður en allir voru búnir að borða.
Það mættu allir í veisluna nema Svabbi og kærasta, en Svabbi var lasinn. Fyrir utan þá sem ég taldi upp áður bauð Óli Helga Hafsteins og Þórði og svo komu Dabbi og Dísa með Aðalheiði litlu sem er aljör dúlla og Sigurþór og Þorgils komu með sín hressu börn, þau Hrafnhildi Steinunni og Þorgils.
Það var heljar fjör á sveitaballinu sem var eiginlega innansveitarball í Þverárhlíð með hljómsveit Geirmundar, haldið í pínulitlu samkomuhúsi.
Nú er orðið frekar haustlegt úti, hífandi rok og rigning. Hvenær ferðu Þóra mín frá Helgu til Englands er það á morgun eða?
Kennslan er komin í fullan gang og það er gaman að vera byrjaður að kenna aftur eftir þetta góðviðris-sumar.
Grillveislan var fín hjá Óla og gaman að vera gestur heima hjá sér, þ.e.a.s. láta stjana við sig og fara svo á sveitaball áður en allir voru búnir að borða.
Það mættu allir í veisluna nema Svabbi og kærasta, en Svabbi var lasinn. Fyrir utan þá sem ég taldi upp áður bauð Óli Helga Hafsteins og Þórði og svo komu Dabbi og Dísa með Aðalheiði litlu sem er aljör dúlla og Sigurþór og Þorgils komu með sín hressu börn, þau Hrafnhildi Steinunni og Þorgils.
Það var heljar fjör á sveitaballinu sem var eiginlega innansveitarball í Þverárhlíð með hljómsveit Geirmundar, haldið í pínulitlu samkomuhúsi.
Nú er orðið frekar haustlegt úti, hífandi rok og rigning. Hvenær ferðu Þóra mín frá Helgu til Englands er það á morgun eða?