Sigríður Kristín Óladóttir

30.8.04

Ég er fegin að sjá að fjör er að færast í bloggið hjá krökkunum mínum. Stelpurnar hafa það fínt í Þýskalandi og skella sér í sund til Hollands.

Kennslan er komin í fullan gang og það er gaman að vera byrjaður að kenna aftur eftir þetta góðviðris-sumar.

Grillveislan var fín hjá Óla og gaman að vera gestur heima hjá sér, þ.e.a.s. láta stjana við sig og fara svo á sveitaball áður en allir voru búnir að borða.
Það mættu allir í veisluna nema Svabbi og kærasta, en Svabbi var lasinn. Fyrir utan þá sem ég taldi upp áður bauð Óli Helga Hafsteins og Þórði og svo komu Dabbi og Dísa með Aðalheiði litlu sem er aljör dúlla og Sigurþór og Þorgils komu með sín hressu börn, þau Hrafnhildi Steinunni og Þorgils.

Það var heljar fjör á sveitaballinu sem var eiginlega innansveitarball í Þverárhlíð með hljómsveit Geirmundar, haldið í pínulitlu samkomuhúsi.

Nú er orðið frekar haustlegt úti, hífandi rok og rigning. Hvenær ferðu Þóra mín frá Helgu til Englands er það á morgun eða?


27.8.04

Hvað er að gerast eru allir hættir að rokka? Stelpurnar skrifa sama og ekkert ég enn minna og Óli lítið sem ekkert. Ég bíð spennt eftir að fá fréttir frá Þýskalandi en frétti ekki neitt.

Annars er allt gott að frétta héðan, við sexbomburnar í línudansinum hittumst í gærkvöldi og ákváðum að hittast 2 svar í viku í vetur. Óli Geir kennir okkur líklega á þriðjudagskvöldum og svo ætlum við að hittast á fimmtudögum líka.

Við lærðum einn nýjan dans hjá Siggu og Hugrúnu í gær og mikið var gott að reyna á sig og svitna svolítið. Þegar ég kom heim fór ég í sturtu og svo í pottinn í a.m.k. klukkutíma. Ég var með kósýlegt eins og Hlynur orðaði svo skemmtilega og var með fullt af kertum úti í blankalogni undir stjörnubjörtum himni.
Ég var einmitt að hugsa (eina ferðina enn) um það hvað ég er heppin í lífinu. Ég veit það fyrir víst að það eru ekki allir svona heppnir, en auðvitað hef ég, eins og allir aðrir þurft að reyna ýmislegt á kaflaskiftri lífsleið minni. En ég segi eins og Gunnþórunn sagði „ Lífið er dásamlegt“

Óli verður með grillveislu í kvöld og það verður væntanlega mikið fjör og mikið gaman. Dabbi og Dísa, Svabbi og Þórey, Sigurþór og Júlla, Jonni og Ramóna og Hlynur og við eigum eftir að vera í stuði og skemmta okkur vel saman og borða mikið.

Óli fór að sækja Hlyn og ætlaði að versla smá í Bónus i Borgarnesi, ég skrifaði tossamiða og m.a. skrifaði ég 2 pk. af Toro rauðvínsson (ég er ekki byrjuð að dr....)

Núna ætla ég að fara út að mála glugga, ég er bara búin með fyrri umferð og 3 tvær umferðir. Það spáir víst rigningu á morgun.

5.8.04


Hvað er að gerast, teljarinn telur bara 2 núna, en var nokkur þúsund í gær?

Alex tengdasonur minn skipti í fyrradag um halogenperu á baðinu og í dag málaði hann litlu geymsluna, takk Alex. Við Helga skelltum okkur í bæinn til þess að kaupa pottahreinsiefni í heita pottinn.

Vestfjarðarferðasagakvennaskólastúlku 2. hluti

Annars er ég búin að ákveða að ferðasagan verður bara í smá bútum, það nennir hvort sem er enginn að lesa langt lesmál.
Við sem sagt komum heim til Ingibjargar 1/2 - 1 tíma eftir miðnætti. Þá voru Erla, Arndís, Þóra og Addý nýfarnar í íbúðina sem þær gistu í.
Ingibjörg bauð uppá frábæra fiskisúpu sem rann ljúflega ofaní okkur. Það kom skemmtilega á óvart að hún og Sigga dansa línudans og þær sýndu okkur nokkra skemmtilega dansa. Við sátum drúga stund og röbbuðum saman og svo fórum við í raðhúsið sem Ívar sonur Elsu og kona hans leigja. Við fórum svo að sofa og við Elsa vöknuðum um klukkan 9 og fórum þá út á tún í sólbað. Við töluðum aðeins við prestinn sem á heima í næsta húsi, það fór því miður fram hjá mér hvað hún heitir, en hún séra ? var bráðalmennileg kona. Morgunverður á að vera milli kl. 11 og 12 hjá Siggu þennan morguninn og fara á í óvissuferð klukkan 13.00.

Þetta er nóg í bili, Atli var að bjóða uppá ís, nammi namm.

4.8.04

Það er eins og vant er, ég lofa sífellt upp í ermina á mér og stend mig ekki í blogginu. Ég ætlaði að segja aðeins frá skólasystramótinu sem var haldið á Þingeyri 16.- 18. júlí.

Elsa og Helga komu að sækja mig rétt um klukkan 19 eða aðeins fyrr, fengu 10 dropa af kaffi á meðan ég henti í tösku. Reynir hennar Elsu kom með Toyotuna (Landcruser) og hafði bílaskipti og skildi eftir kerruna. Svo lögðum við af stað til Þingeyrar, mig minnir að klukkan hafi verið 19,20.
Ferðin gekk mjög vel, við stoppuðum í Búðardal og fengum okkur smá snæðing, stoppuðum svo nokkrum sinnum til að rétta úr okkur og auðvitað sungum við alla leiðina. Veðrið var alveg meiriháttar gott og fallegt.