Sigríður Kristín Óladóttir

30.6.04

Komnar til Coesfeld

Við mamma erum komnar til Helgu og fjölskyldu í Coesfeld. Ferðalagið gekk mjög vel í gær, við fengum frábæra þjónustu á Schiphol flugvellinum í Amsterdam. Mamma var sótt í hjólastól út í vél og svo var okkur ekið í litlum bíl með hjólastólinn í eftirdragi langleiðina að farangrinum. Við þurftum að bíða í u.þ.b. 30-40 mínútur eftir farangrinum en allt gekk þetta vel. Helga var komin áður en við fengum farangurinn og við fengum okkur að borða á einum af fjölmörgum veitingastöðum á flugvellinum áður en við héldum af stað til Þýskalands. Bæðövei þetta er líklega stærsta flughöfn sem ég hef komið í, nýbúið að stækkana!

Við vorum 4 og hálfa klukkustund á leiðinni til Coesfeld, við tókum smá "dítúr" til að byrja með. Þetta eru fastir liðir hjá okkur þegar við erum 3 saman að villast smáveigis og við höfum bara gaman af því. Allavegana þá keyptum við okkur kort þegar við tókum bensín og eftir það gekk vel að rata en allnokkrar tafir voru á hraðbrautunum og hægt var ekið á köflum.

Húsið þeirra er yndislegt gamalt hús á tveimur hæðum og amma segir að hægt sé að halda ættarmót hér hjá Helgu, kanski að við gerum það einhverntímann, okkar leggur af Hraungerðisslegtinni.

Maturinn í gærkvöldi var hreint út sagt frábær a la carte hljóðaði uppá: Aspaagus (ferskur) mit Saus Hollandis, kartöflur og 3 gerðir af skinku. Með þessu drukkum við eðalhvítvín, amma og Nína drukku vatn. Núna erum við búnar að borða morgunverð og hádegisverð, þær í tvennu lagi en ég sem svaf lengst skellti þessu í eina máltíð eftir sturtuna sem er miklu stærri en í Deltmold.

Nína er að klára að læra og svo ætlum við að labba niður í bæ í rúmlega 20 stiga hita og hálfskýuðu logni.

Óli minn gekk ekki vel að keyra kaggann heim?

25.6.04

Búin að fá nýja fína bílinn minn, keypti Hondu og er montin eins og smákrakki. Óli tók myndir af kagganum og hér getið þið séð hann.


16.6.04

Ég gleymdi að segja að leðursætin í bílnum hans Atla eru auðvitað með rass- og bakhitun, rosalega þægilegt fyrir bakveika.

Ég hef ekkert skrifað í rúma viku, líklega af því að nú hef ég nægan tíma, komin í sumarfrí jibbbý!!!

Það hefur samt alvega verið nóg að gera síðan ég komst í fríið. Fimmtudagskvöldið bauð ég 4 samstarfskennurum mínum í mat. Þetta var mjög skemmtilegt kvöld og mér fyndist fínt að kalla þær skessur ef til væri jákvæð merking orðsins sem ég finn þó ekki í orðabók. En þetta eru konur sem segja alltaf sína meiningu í skólanum.

Á föstudaginn sem var fyrsti frídagurinn fórum við Óli til Reykjavíkur til að skoða borðstofusett og Mözdu 6. Verst er að ég er alls ekki nógu góð í bakinu, eiginlega frekar slæm svo ekki sé meira sagt. Ég þori ekki að fara í garðinn sem ég þarf þó að gera, slæmt mál það.

Í gær fórum við aftur til Reykjavíkur og þá á Benzanum hans Atla. Ég fór til tannlæknis sem fræddi mig á því að inplant í stóra bilið, sem sagt tvær tennur, kosta fleiri hundruð þúsund krónur. Ein títanskrúfa kostar 95 þúsund ótrúlegt verð á þessu. Við héldum svo áfram að skoða í búðum og nú er ég búin að finna útiborðið og stólana sem mig langar í. Ég er líka búin að finna gafl á rúmið mitt og borðstofusettið sem ég sá í Kósý er enn flottast. Þá er bara bíllinn og potturinn? eftir. Ég er búin að reynsluaka Hondu Accord sport og Mözdunni, báðir flottir.

8.6.04

Helga og fjölskylda, takk fyrir blómin og kortið ég kyssi ykkur þegar ég hitti ykkur. Þetta var meiriháttar vöndur og kortið ekki síðra. Vox er æðislegur staður.

7.6.04

Þetta er aldeilis gleðidagur í dag ómæg. Ríkið játar á sig sök og ég þarf ekki að standa í málaferlum í lengri tíma. Nú fer maður að skoða bíla á Netinu, ég er reyndar strax byrjuð á því. Mig langar alltaf í Mözdu aftur, en Atli vill að ég kaupi Benz!!
Ætti ég ekki að fá mér heitan pott líka?

Ég er búin að skrá Nínu á námskeið nr. 9, en núna ætlum við, ég og krakkarnir sem eru hér á landi að skella okkur út að borða á Vox til að fagna þessum sigri. Ég bíð Helgu og fjölsk. seinna.

6.6.04

Til hamingju með daginn sjómenn.

Ég fór á Háahnúk í dag í góðu veðri ásamt Óla Erni, Atla þór og Hlyni. Hlynur sem er aðeins 5 ára gamall hálfhljóp upp og strákarnir voru ótrúlega sprækir og þurftu oft að bíða eftir þeirri gömlu. Við vorum samt bara 1 klukkutíma og 10 mínútur upp og 50 mínútur niður. Þetta er góður tími miðað við það að við erum ekki í nokkurri þjálfun. Maður er ferlega ánægður með sig eftir svona góða göngu. Háihnúkur er í 555m hæð yfir sjávarmáli. Á Akranesvefnum er hægt að fræðast meira um Akrafjall og gönguleiðir þar.

Í gærkvöldi fór ég með Önnu Bjarna á kúttermagakvöld í tjaldi við kútter Sigurfara og var það hin besta skemmtun og sjávarréttirnir voru mjög góðir. Það kostaði aðeins 1500 krónur og hægt var að borða eins og maður "mígandi" gat eins og Gísli Einars komst svo skemmtilega að orði. Ég var reyndar dálítið hissa á því að ekki var fullt vegna þess að í fyrra komust færri að en vildu.
Skólahljómsveit Akraness spilaði nokkur lög undir stjórn Heiðrúnar Hámundar og þau voru hreint út sagt frábær, takk fyrir Heiðrún.
Eina sem var að þessu var að ekki var hægt að fá sér kaffisopa í Maríukaffi í lokin til þess að hlýja sér og fara á snyrtingu þar, það voru aðeins útikamrar sem ég gat ekki hugsað mér að nota. Ég er hissa á að samstarfið skuli ekki vera meira þarna á milli af því að ég get trúað að þau í Maríukaffi hafi verið með sölu á drykkjarföngum í tjaldinu eða hvað?

Liðsmenn víkingafélagsins Hringhorna voru enn að þegar við fórum heim um kl.22 og þeir hlutu verðskuldaða athygli og veit ég að Hlynur Björn var heillaður af þeim, enda er Jonni vinur Óla einn af víkingunum.

Lokahófið hjá staffinu í Brekkubæjarskóla heppnaðist frábærlega eins og vant er, það var sem sagt mikið fjör og mikið gaman.

4.6.04

Helga María hringdi í gærkvöldi og Nína kemst í sveitina 8. - 13. ágúst. Bærinn heitir Foss og er næsti bær við Ölkeldu. Hvort ætti ég þá að panta leikjanámskeið nr.7 sem 3.-6. ág eða nr. 9 sem er 16.-20. ágúst?
Svo mundi ég eftir Pink-tónleikunum, en þeir eru 10. ágúst, en við verðum þá að sækja hana og fara með hana daginn eftir, er það ekki?

Annars gengur lífið sinn gang og alltaf nóg að gera. Unglingadeildin ásamt nokkrum kennurum grilluðum í skógræktinni í gær, þar var líka hið árlega skógræktarboðhlaup og knattspyrnuleikur þar sem kennarar kepptu við nemendur. Við styrktum liðið okkar með nem. 10. bekkja og möluðum auðvitað nemendur. Við Siggurnar stóðum okkur vel í markinu og sýndum snilldartilþrif að okkar mati. Við hvöttum meira að segja nemendur óspart.

Í dag er útskriftin í skólanum og í kvöld verður lokahóf starfsfólksins uppi á Þórisstöðum. Þar verður væntanlega mikið fjör og mikið gaman.

1.6.04
Húsið mitt:


Einkennilegt að slóðin kemur ekki, en farið bara inná heimasíðuna mína og klikkið á MM vor 2004 þar getið þið skoðað nokkur verkefni sem ég gat sett þar inn. Kíkið endilega líka Parísarmyndaalbúmið.

Í dag og á morgun er vinaútivistarvorþema í skólanum. Allir nemendur eiga sinn vin, til dæmis eru nemendur í 8. bekk vinir nema í 3ja bekk, nemendur í 9. bekk eiga vini í 4. bekk, 10 bekkingar eiga vini í 5. bekk o.s.frv. Í morgun fór ég í 3 tíma göngu ásamt nemendum í 3. og 8.bekk og fleiri kennurum. Við gengum í skeljafjöruna í úða og blankalogni og gekk vonum framar. Vonandi verður þessi ganga til þess að koma mér af stað í útivistinni, ekki veitir mér af.
Ég kláraði að setja inn einkunnir rétt fyrir kvöldmat í kvöld, gott að það er frá.

Heiðurshjónin á Minna-Mosfelli skruppu til mín áðan í kvöldkaffi. Það var gaman að fá þau í heimsókn og smáspjall, takk fyrir komuna Gunna og Valur! Ég bauð þeim i bíó, á stuttmyndina mína sem ég gerði í náminu í apríl.
Ég kláraði að setja út skilasíðuna í Margmiðlun til náms og kennslu í gær, slóðin er

Það er líka hægt að fara inná heimasíðuna mína og skoða myndaalbúmið frá ferð okkar skólasystra til Parísar í fyrra (loksins).
Valli bróðir og Dóra eru búin að fá sér pott, það verður gaman að sjá hann. Þetta fór alveg framhjá mér, maður fylgist ekki eins vel með eftir flutning.

Helga það er kominn bæklingur með námskeiðum í skátahúsinu, ég hitti þig ef til vill á MSN seinnipartinn á morgun?