Sigríður Kristín Óladóttir

23.2.04

Úff þetta er nú meira puðið að ná þessum fj????? út.

Anna Bjarna sendi þennan í gær. Gott að vita þetta í dag á bolludegi, nammi nammi nammm og ég tala ekki um á morgun á sprengidag búmmmmm!!

Lífsregla dagsins:

Japanir borða mjög lítið af fitu og fá færri hjartaáföll en Bretar og Bandaríkjamenn. Frakkar borða mikið af fitu og fá líka færri hjartaáföll en Bretar og Bandaríkjamenn. Japanir drekka mjög lítið af rauðvíni og fá færri hjartaáföll en Bretar og Bandaríkjamenn. Ítalir drekka óhóflega af rauðvíni og fá líka færri hjartaáföll en Bretar og Bandaríkjamenn.

Niðurstaða: Borðaðu og drekktu það sem þú vilt. Enska er það sem virðist drepa fólk.

22.2.04

Takk fyrir mig Valli minn, alltaf jafn sætur við stóru systur og til hamingju með daginn konur.

Ég skil nú ekkert í af hverju börnin mín eru að gagnrýna mig fyrir að skrifa lítið í bloggið mitt, en ég skrifa bara þegar ég hef eitthvað til að segja frá. Hvernig er með þig Þóra mín, hvenær ætlar þú að byrja að blogga? Óli er alveg óstöðvandi, er með heilu ritsmíðarnar og hann og Helga (og Þóra) eru svo fljót að skrifa að það er ekki eðlilegt, hvað eruð þið með mörg orð á mín 300 eða hvað?

Við Jóhanna vorum glæsilegar þegar við fórum til Hafnarfjarðar að taka upp fyrir hljóðskúptúrinn hjá Stefáni Jökuls. Báðar að taka upp videomynd í fyrsta skipti. Fengum þá snilldarhugmynd að taka upp hljóð þegar trillurnar koma að landi, en það sást engin hreyfing á sjónum, engin trilla eða bátur. Við ákváðum þá að taka upp hávaðann í mávunum, en þá fannst okkur þeir þagna alveg en sendu okkur samt smá blauta sendingu!!

Ég hef t.d. ekki enn getað skrifað um aksturinn í Englandi þ.e.a.s. leiðina til baka til Stansted frá Oxford. Hvernig getur maður sagt frá því þegar einhver ökumaður var nærri búinn að keyra á konu sem var á gangi uppá gangstétt í miðri borg? Bara af því að hann fann ekki bakkgírinn á bílnum. Eða að villast á Stansted eftir keyrslu á sveitavegum í gegnum óteljandi þorp og bæi og enn fleiri hringtorg.

12.2.04

Helga mín, ég gleymdi alveg að spyrja þig um eina bók sem vantar af bókunum sem við komum með til þín um jólin. Bókin heitir Goggur, Kisa og gamli maðurinn. Viltu athuga þetta hjá þér við tækifæri.

Á morgun ætlum við Jóhanna að vinna í hljóðskúlptúrnum okkar, vonandi gengur það vel hjá okkur þrátt fyrir það að þetta er frumraun okkar á sviði upptöku, bæði hvað varðar hljóð og mynd. En við gerum okkar besta :) Ef vel gengur hjá okkur skelli ég mér í danstíma í salsadönsum kl. 19.00 í HK íþróttahúsinu í Kópavogi.

Ég má til með að setja inn eina mynd af Bikarmeisturunum í línudansi 2004 og Óla Geir, frábæra danskennaranum okkar.




10.2.04

Skagamenn stóðu sig svakalega vel á bikarmótinu í línudansi í gær. Við hópurinn "Og útlagarnir" urðum bikarmeistarar í flokki fullorðinna, unglingahópurinn bikarmeistarar í sínum flokki og Silfurskotturnar fengu bronsið.

Þetta var afskaplega skemmtileg upplifun og ég verð að viðurkenna það að ég varð svolitið hissa á að við skyldum vinna. Ekki af því að við værum léleg, heldur af því að mér fannst hinir hóparnir svo góðir. Ég missti út úr mér þegar búið var að segja hverjir urðu í öðru sæti og aðeins var eftir að tilkynna sigurvegarana: Gleymdu þeir okkur? En nei, þeir (dómararnir) gleymdu okkur sko ekki þeim fannst við einfaldlega vera best, sem við vorum vissulega.

Hlynur Björn Óason, 4 ára sonarsonur minn, sló svo í gegn í hléinu í hádeginu og dansaði á gúmmistígvélum aleinn á gólfinu í Laugardalshöllinni. Upprennandi danssjarmör þar á ferð. Hann talaði meira segja við dómarana og hafði eftir þeim að hann væri svo góður að dansa að hann þurfti ekkert númer. það var nefnilega verið að setja númer á dansarana í samkvæmisdönsum sem byrjuðu klukkan 13,00. Ekki veit ég á hvaða tungumáli hann talaði við dómarana, en það skiptir ekki nokkru máli.

Í samkvæmisdönsunum áttum við líka gullverðlaunahafa, ég veit að Maren Jónasard. í 4. bekk vann a.m.k. eitt gull og líka silfur eða brons.

Ég átti alltaf eftir að segja ykkur að ég fæ að vera í húsinu þar til ég fæ afhent í Jörundarholtinu, þar var ég heppin.

Ég verð að setja myndina af okkur seinna, Óli hvernig er með myndirnar?

9.2.04

Jæja það var aldeilis merkisdagur í lífi okkar gullhópsins Og útlagarnir í gær. Við urðum bikarmeistarar í línudansi í Laugardalshöllinni!!!

Frábær árangur hjá okkur, húrra, húrra,húrra.

Ég er í matarhléi í skólanum núna en ætla að skrifa meira um þennan stórkostlega viðburð seinna í dag í tölvunni minni og vonandi get ég sett mynd af okkur hér á bloggið. Það væri líka ferlega gaman að setja dansinn hér inn, Eygló var með hann í myndavélinni sinni.

5.2.04

Það var skrifað undir kaupsamninginn í dag og ég fæ húsið um mánaðarmótin mars apríl.

Á morgun ætla ég að tala við Hönnu sem keypti af mér til þess að athuga hvort ég get verið lengur á Reynigrundinni, ég ætlaði að hringja í kvöld en kom svo seint heim af dansæfingunni.

Það er nú meira hvað eldri krakkarnir mínir, þau Helga og Óli Örn eru dugleg að blogga. Kíkið endilega á bloggið þeirra það er linkur hér fyrir neðan teljarann.

Helga og Alex eru að fara á þorrablót Ísendingafélagsins í Hamborg á laugardaginn og ég segi bara góða skemmtun elskurnar.

1.2.04

Takk fyrir blómin krakkar mínir. Æðislegur vöndur sem ungarnir mínir sendu mér í tilefni af húsakaupunum.

Ég er sem sagt búin að kaupa hús í Jörundarholtinu, flott hús á frábærum stað, í enda botlangagötu og væntanlega rólegir nágrannar fyrir innan, þ.e.a.s. í kirkjugarðinum.

Agnar var að fara með hluta af búslóðinni og það er hálftómlegt hér og þar í húsinu, aðallega í borðstofunni og stofunni. En nóg er eftir samt og fínt að vera byrjuð að pakka. Ég veit ekki enn hvort ég fæ húsið leigt í u.þ.b. mánuð eða hvort ég þarf að fara í bráðabirgða húsnæði.

Á eftir fer ég að æfa dansinn í íþróttahúsinu, Þorgils hennar Eyglóar ætlar að taka upp og svo er að skoða til þess að sjá hvað þarf að laga hjá okkur. Það styttist í bikarkeppnina sem er næsta sunnudag í Laugardalshöllinni.