Sigríður Kristín Óladóttir

25.7.03

Ég ætla að skrifa nokkrar línur í dag aðallega til að óska Nínu til hamingju með frábæran árangur í skólanum.
Nína mín til hamingju!!Hún hringdi í mig í morgun þegar hún kom heim úr skólanum með einkunnirnar sínar og sagði:
Amma, ég kemst í þriðja bekk!
En ekki eitt einasta orð um það að hún var með mjög háar einkunnir og góða umsögn.
Það voru nefnilega ekki allir í bekknum hennar sem komust áfram, þrjú bekkjarsystkini hennar þurfa að fara aftur í annan bekk og grétu í skólanum þegar þau skoðuðu vitnisburðinn sinn. Hugsið ykkur, 8 ára gömul börn, þvílík sorg hjá þeim og ef til vill ekki skrítið þótt Þóra mín hafi tárast þegar Nína sagði frá þessu. Maður veltir fyrir sér hversu mikill munur er á kröfum sem gerðar eru í skólum hinna ýmsu landa, en svona er þetta í Þýskalandi.

Svo verður gaman að fylgjast með hver útkoman verður í sambandi við tréð sem Nína og þrjár vinkonur hennar skemmdu. Það á að halda fund í dag með foreldrum stúlknanna, skólastjóranum, umsjónakennaranum og húsverði til að ákveða, hvað á ég að segja, refsinguna?

Skemmdirnar voru þær, að stelpurnar brutu eina smágrein af tré á skólalóðinni, þetta sást varla nema eftir því væri leitað. Helga sagði að það skilur enginn í því hversu mikið mál er gert úr þessu og er meðhöndlað eins og stórkostlegt sakamál!!
Stelpurnar eru búnar að biðjast afsökunar og hafa örugglega dregið þann lærdóm af þessu að bera virðingu fyrir trjám og öðrum gróðri.

Þóra þurfti að láta skera af sér blöðrur í gær , sem líklega eru eftir skordýrabit og vonandi lagast það fljótlega. Ég er farin að hlakka mikið til að fá stelpurnar mínar heim. Þóra er hætt að vinna í Englandi og er sem sagt í fríi hjá Helgu og fjölskyldu núna, hún kemur heim næsta miðvikudag, svo koma mæðgurnar í heimsókn 8. ágúst og verða hér í tvær vikur.

18.7.03

Ég er búin að reyna að breyta fyrirsögninni, en það mistókst hjá mér. Staðan er því sú að eftir hvert skipti sem ég skrifa í bloggið þá verð ég að laga fyrirsögnina til þess að taka ?? út.

Mér tókst samt að taka út Nám og kennsla á Netinu og get ekki sett það inn aftur.

Það var gaman að fá einkunnirnar frá Salvöru í dag, glæsilegar einkunnir og veðrið er aldeilis frábært. Valli og Dóra eru búin að stækka sólpallinn hjá sér og setja nýjan flottan skjólvegg. Ef til vill eigum við eftir að dansa línudans á pallinum.

14.7.03

Þetta var frábær helgi og skemmtilegum írskum dögum lokið. Grillveislan mín (og líklega allar hinar) var mjög vel heppnuð og við skólasystur skemmtum okkur konunglega eins og venjulega. Óli var frábær þjónn og maturinn var mjög góður. Stelpurnar færðu mér afar stóran og fallegan rósavönd þannig að húsið angar af rósailmi. Það er því óhætt að segja enn einu sinni "Lífið er dásamlegt"

10.7.03

Ég sendi skólasystrunum matseðilinn og dagskrána áðan og læt þetta gossa hér inn. Helga ég sendi þér seinna nákvæman matseðil. Það er búið að laga bílinn og það kostaði 27.000, það er nú meira verðið á þessu. Ég kann varla að segja hvað var að honum, eitthvert hjól, strekkjari og tímareim.

Þeir eru aldeilis strangir í Þýskalandi, þeir láta foreldrana kaupa nýtt tré af því að Nína dótturdóttir mín og þrjár skólasystur hennar skemmdu börk á tré sem stendur á skólalóðinni. Þær hafa líklega haft hendurnar einar að vopni og ætli þetta hafi ekki bara verið hálfónýtt tré. Ég ætla að spyrja betur um þetta. En hér kemur bréfið.

Bonjour dömur mínar

Jæja nú styttist í grillpartýið sem er á morgun. Það sem þið þurfið að gera er að tala saman um ferðamáta frá R.vík og hingað á Skagann. Ef þið kjósið að taka rútuna sem fer kl. 17:00 frá BSÍ þá reddum við heimleiðinni. Atli skutlar ykkur. Ef þið komið á einum bíl, þá getur Atli fengið vin sinn til að keyra annan bílinn og fer svo á mínum.

Þið eigið bara að koma með ykkur sjálfar, góða skapið og myndirnar frá París. Athugið, að engin nauðsyn er á að nota vegabréf í göngin en það sakar ekki að hafa þau meðferðis. Öll vegabréf gilda, þannig að velkomið er að nota löngu útrunnin vegabréf, einnig frá einhvejum öðrum t.d. dætrum, sonum, eiginmönnum eða vinkonum eða jafnvel fölsuð vegabréf.

Mæting á Akranes milli kl. 17:00 og 18:00. Aðrir dagskrárliðir eru ótímasettir og leiknir af fingrum fram.

Fögnum komu góðra gesta,
gangið ...

La carte og dagskrá:

Léttur fordrykkur
Myndasýning frá Paris
Meira af létta fordrykknum
Casse-croûte: tveir grillaðir góðir smáréttir eða fingrafæði.
Spjall og bætt í glösin.
Hors d’oeuvre: froid smálúða la Vill’é avec ristuðu brauði og sósu.
Skálað. Kveikt á grillinu í annað sinn og það látið hitna.
Skemmtiatriði aðallega frá ykkur.
Lamb-Islandia er aðalrétturinn og verður vonandi undragóður.
Söngur og léttir leikir.
Café au Cocnac eða líkjör.
Skemmtiatriði og kveikt á grillinu í þriðja sinn.
Les desserts: grillaður góður.
Staðið upp og rétt úr sér.
La chef áskilur sér rétt til breytinga á dagskráliðum.
La carte des vins:sjón er sögu ríkari eða ættum við ekki að hafa einn dagskráliðinn vínsmökkun.
Pardon frönskuna hjá mér, merci beaucoup

Au revoir

8.7.03

Aðgerðin tókst ekki hjá mér. Mér sýnist að ég hafi tekið út hluta af því sem ég ætlaði að breyta, en það verður að hafa það.

Núna ætla ég að athuga hvort ég get breytt og tekið út spurningarmerkin fyrir fullt og allt. Ég nota aðferðina hennar Hildar.

Til hamingju með daginn Helga og Alex.

Ég heyrði í morgunútvarpinu í morgun að frítt verður í göngin í einn sólarhring, frá kl. 7:00 á föstudagsmorgni þann 11. júlí. Ég hlakka til að hitta skólasysturnar á föstudaginn og stelpur munið eftir myndunum frá París.

Ég er dálítið hissa á einu sem sett er á dagskrá Írsku daganna. Þetta er liðurinn Grillstemming um allan bæ sem settur er á föstudaginn kl. 19:00. Íbúar við götur bæjarins slá saman í grill og skemmta sér og sínum. Ég spyr: Hver skipuleggur þennan lið?
Það er ekki það, auðvitað fer ég eftir þessu að hluta til þar sem ég verð með grillveislu fyrir skólasysturnar þennan dag. Áðan kom póstkort frá Goða þar sem fólk er hvatt til að slá upp grillveislu með nágrönnunum á föstudagskvöldið. Bestu grillveislurnar fá verðlaun strax um kvöldið í boði Víking. Við ninnum auðvitað. Vonandi verður gott veður.

Það er gaman að sjá að það eru þónokkrir samnemendur mínir sem blogga ennþá. Ætlið þið ekki að skella ykkur á Írsku dagana? Þið getið kíkt í kaffi til mín í leiðinni. Sjá dagskrána hér fyrir neðan.

7.7.03

Hvað ætli sé að þessu. Íslensku stafirnir í Nám og kennsla á Netinu og í nafninu mínu hverfa alltaf, þrátt fyrir breytingar sem ég vista reglulega. Þessu hef ég breytt í settings - basics. Svo er ég að velta fyrir mér hvað verður um það sem maður er búinn að skrifa og vista en á eftir að Posta og Publisha. Ég hef aldrei fundið þessi skrif aftur.

Annars er allt gott að frétta nema það að bílinn minn er bilaður.

2.7.03


Ég skelli hér inn dagskrá Írskra daga, vonadi verður gott veður.

Írskir dagar verða haldnir í fjórða sinn á Akranesi 10. - 12. júlí n.k. Stefnt er að því að þessa daga fari fram fjölbreytt hátíð með skemmtunum og fróðleik fyrir alla fjölskylduna.

FRÍTT Í GÖNGIN 11. JÚLÍ Á 5 ÁRA AFMÆLI SPALAR


HVAÐ VERÐUR Í BOÐI Á ÍRSKUM DÖGUM...........
Dagskrá ÍRSKRA dag, 10-12 júlí 2003.

FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ:
kl. 10-18 Tilboðsdagar í verslunum og götuleikhús
Skagaleikflokksins á götum bæjarins.

kl. 19:15 ÍA-ÍBV í Landsbankadeildinni. Götuleikhús
Skagaleikflokksins mætir á svæðið.

kl. 20:30 Limrunámskeið í Maríukaffi. Skráning í síma 433-1000.

kl. 22:00 Kvintettinn Önnur Útgáfa spilar á Breiðinni Jass og
írsk lög.

kl. 22-01 Írsk stemmning á veitinga- og skemmtistöðum með
óvæntum uppákomum.


FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ:

kl. 10-18 Tilboðsdagar í verslunum.

kl. 12-18 Götuleikhús Skagaleikflokksins á götum bæjarins.
Tekið verður á móti öllum gestum sem koma í bæinn
og dagskrá afhent.

kl. 12-14 Evrópumót í sandkastalabyggingum á Langasandi

kl. 13-19 Kajakaleiga, Jet-Ski, banani og sjófallhlíf við
Langasand og Paintball á miðbæjartúni.

kl. 15:30 Dorgveiðikeppni á aðalhafnargarði.

kl. 18:00 Móttaka á víkingaskipinu Íslendingi með fallbyssuskotum, tónlist og götuleikhússtemmningu.

kl. 19:00 Grillstemmning um allan bæ. Íbúar við götur bæjarins slá saman í grill og skemmta sér og sínum.

kl. 22-03 Írsk stemning á veitinga- og skemmtistöðum með óvæntum uppákomum.

kl. 23-03 Írafár með Birgittu Haukdal innanborðs á stórdansleik á Breiðinni.


LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ:

kl. 10-16 Tilboðsdagar í verslunum og götuleikhús Skagaleikflokksins á götum bæjarins.

kl. 08:00 Golfmót Sumarmóts Bylgjunnar á Garðavelli.

kl. 09-19 Bátadagar á Akranesi. Snarfari, félag sportbátaeigenda, kemur til Akraness og býður
upp á spyrnukeppni og stöðugt líf og fjör við Akraneshöfn.

kl. 10-19 Víkingaskipið Íslendingur býður upp á siglingar. Forsala við höfnina frá kl. 9-14

kl. 11-18 Markaðsstemning við höfnina, ýmis varningur til sölu í skemmu Sementsverksmiðjunnar

við höfnina, s.s. handverk og margt fleira.

kl. 12-18 Kajakasiglingar, Jet-Ski, banana- og bátafallhlífaleiga ásamt þyrluflugi.

kl. 12-19 Go-kart og Paintball við Stillholt, miðbæjartúni.

kl. 13-16 Flugmódelfélag Akraness sýnir flugkost sinn og listir við rætur Akrafjalls.

kl. 13-14 Spyrnukeppni og sýningar á sportbátum, sæsleðum og snekkjum á Krossvíkinni.

kl. 13-17 Sumarmót Bylgjunnar á Hafnarsvæðinu. Sumarmót Bylgjunnar er fjölskylduskemmtun og með í
för eru helstu skemmtikraftar landsins. Afi á Stöð 2 skemmtir krökkunum, Laddi töframaður og
Kristján Ársælsson fitnessmeistari mun setja í gang krakkafitnessbraut sem klikkar ekki.
Sprell-leiktæki verða um allt svæði og Fanta-Finnur lofar að vera í góðu stuði með SS
pylsuparinu. Hin landsþekkta hljómsveit Land & synir verður með í för og ætlar að halda uppi
góðu fjöri allan daginn og endar sumarmótið með dansleik í Hvíta húsinu. Útvarpsmennirnir
Rúnar Róberts og Ívar Guðmunds verða í beinni á Bylgjunni frá hádegi til kl. 16:00

kl. 13-17 Leiktæki fyrir yngstu börnin s.s. hoppikastalar og barna Go-Kart bílar.

kl. 15:00 Þórdís Björnsdóttir opnar sýningu í Kirkjuhvoli. Sýnd verða bútasaumsverk.

kl. 17:00 Keltaleikar. Kraftakeppni í keltneskum greinum á hafnarsvæðinu.

kl. 20:30 Kvöldskemmtun allrar fjölskyldunnar í Íþróttahúsinu við Vestugötu. Fram koma: fjöllistamaðurinn
Mighty Garreth, Sveppi og Auddi úr Popptíví skemmta og stjórna m.a. keppni um rauðhærðasta
Íslendinginn, danshópurinn Auður og Úlfarnir dansa írska dansa og slegið verður Íslandsmet í
Congadansi, Paparnir spilaa þekkt írsk lög og að lokum spilar Abbababb írsk lög og aðra tónlist til
klukkan 24:00.

kl. 22-03 Írsk stemning á veitinga- og skemmtistöðum með skemmtilegum uppákomum.

kl. 23-03 Paparnir skemmta á risadansleik á Breiðinni.


SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ:

Á sunnudag verða ýmsir aðilar með áframhaldandi dagskrá frá hádegi og fram eftir degi, s.s. Go-Kart, Paintball, sjósportsaðilar og fleira.

ÞESS MÁ GETA AÐ ÞESSA SÖMU HELGI VERÐUR LOTTÓ-MÓTIÐ Í KNATTSPYRNU OG STÓRMÓT Í GOLFI Á GARÐAVELLI.
1.7.03

Þetta tókst hjá mér að sjálfsögðu.
Þóra mín ég gleymdi að segja þér þegar þú hringdir áðan að það er komin rukkun fyrir skráningargjaldi í Háskólann.

Er að reyna að breyta undirskriftinni hjá mér, en er ekki viss um að aðgeðin hafi tekist.

Ég sé að mér varð á í messunni varðandi dagsetningu á heimboðinu kæru skólasystur, ykkur er boðið á Skagann föstudaginn 11. júlí en ekki 10. Við verðum í sambandi.