Sigríður Kristín Óladóttir

10.7.03

Ég sendi skólasystrunum matseðilinn og dagskrána áðan og læt þetta gossa hér inn. Helga ég sendi þér seinna nákvæman matseðil. Það er búið að laga bílinn og það kostaði 27.000, það er nú meira verðið á þessu. Ég kann varla að segja hvað var að honum, eitthvert hjól, strekkjari og tímareim.

Þeir eru aldeilis strangir í Þýskalandi, þeir láta foreldrana kaupa nýtt tré af því að Nína dótturdóttir mín og þrjár skólasystur hennar skemmdu börk á tré sem stendur á skólalóðinni. Þær hafa líklega haft hendurnar einar að vopni og ætli þetta hafi ekki bara verið hálfónýtt tré. Ég ætla að spyrja betur um þetta. En hér kemur bréfið.

Bonjour dömur mínar

Jæja nú styttist í grillpartýið sem er á morgun. Það sem þið þurfið að gera er að tala saman um ferðamáta frá R.vík og hingað á Skagann. Ef þið kjósið að taka rútuna sem fer kl. 17:00 frá BSÍ þá reddum við heimleiðinni. Atli skutlar ykkur. Ef þið komið á einum bíl, þá getur Atli fengið vin sinn til að keyra annan bílinn og fer svo á mínum.

Þið eigið bara að koma með ykkur sjálfar, góða skapið og myndirnar frá París. Athugið, að engin nauðsyn er á að nota vegabréf í göngin en það sakar ekki að hafa þau meðferðis. Öll vegabréf gilda, þannig að velkomið er að nota löngu útrunnin vegabréf, einnig frá einhvejum öðrum t.d. dætrum, sonum, eiginmönnum eða vinkonum eða jafnvel fölsuð vegabréf.

Mæting á Akranes milli kl. 17:00 og 18:00. Aðrir dagskrárliðir eru ótímasettir og leiknir af fingrum fram.

Fögnum komu góðra gesta,
gangið ...

La carte og dagskrá:

Léttur fordrykkur
Myndasýning frá Paris
Meira af létta fordrykknum
Casse-croûte: tveir grillaðir góðir smáréttir eða fingrafæði.
Spjall og bætt í glösin.
Hors d’oeuvre: froid smálúða la Vill’é avec ristuðu brauði og sósu.
Skálað. Kveikt á grillinu í annað sinn og það látið hitna.
Skemmtiatriði aðallega frá ykkur.
Lamb-Islandia er aðalrétturinn og verður vonandi undragóður.
Söngur og léttir leikir.
Café au Cocnac eða líkjör.
Skemmtiatriði og kveikt á grillinu í þriðja sinn.
Les desserts: grillaður góður.
Staðið upp og rétt úr sér.
La chef áskilur sér rétt til breytinga á dagskráliðum.
La carte des vins:sjón er sögu ríkari eða ættum við ekki að hafa einn dagskráliðinn vínsmökkun.
Pardon frönskuna hjá mér, merci beaucoup

Au revoir

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home