Sigríður Kristín Óladóttir

25.5.03

Í gær var ég við hátíðlega athöfn þegar Þóra dóttir mín, útskrifaðist með pompi og pragt sem stúdent frá Borgarholtsskóla. Mér fannst sérstaklega eftirminnilegt að sjá þegar sérnámsnemendur fengu sín prófskírteini, þau voru svo glöð og ánægð. Ég hitti Lilju aðeins, dóttir hennar var líka að útskrifast. Svo vorum við með smáveislu heima á Skaga eftir athöfnina og horfðum svo á Evróvisjón.

Ég hef bara ekki mátt vera að því að skrifa í bloggið eða réttar sagt ég hef ekki gefið mér tíma til þess. Ég er að vinna að lokaverkefninu sem ég breytti þ.e.a.s. ég hætti við að gera næringarfræðiverkefnið en er í staðinn að setja saman beinagrind að náms- og kennslugagnahandbók. Þetta er ætlað fyrir starfsmenn skólans og mun innihalda hagnýtar upplýsingar um tölvumál og kennslugögn.
Núna er ég að fara niður í skóla til þess að fara yfir próf og byrja að setja inn einkunnir.

17.5.03

Þá er alveg að koma að árgangsmótinu. Mæting eftir 2 klukkutíma. Við verðum í Gaggó eða Gagnfræðaskóla Akraness sem er í dag Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi. Sjáið Fjölbrautaskólann hér. Við skreyttum með álfiðrildum sem við föndruðum og salurinn er glæsilegur hjá okkur.

14.5.03

Mikið er ég fegin að við fengum frest eða ætli ég þurfi að sækja um hann sérstaklega? Ég geri ráð fyrir að skilafrestur sé 1. júní sagði Salvör þann 24.4. þannig að ég stóla á það.

Núna fara kvöldin í lokaundirbúning fyrir árgangsmót hjá 51 módelinu, hátíðin verður á laugardaginn og við í nefndinni höfum haft nóg að gera við að halda fundi og æfa skemmtiatriði.
Einar Jóns sagði okkur að hann og Þórður Hilmars væru búnir að æfa lögin sem þeir ætla að syngja mjög vel, en þegar við spurðum hvaða lög kom í ljós að hann mundi ekki alveg hvað þau hétu. Hvernig verður þetta hjá okkur eftir 10 ár?

Við erum með heimasíðu, þar settum við inn fréttir og framgang undirbúningsins. Einnig höfum við safnað heimilisföngum og myndum jafnt gömlum sem nýjum, þar er til dæmis mynd af bekknum okkar frá því að við fluttum Einu sinni svanur fagur, söng af kæti um loftin blá.... Við vorum í 7 ára bekk og fluttum þetta á árshátíð skólans. Við erum búin að ákveða að halda áfram með heimasíðun, kíkið endilega á heimasíðuna okkar Model51.

Svo kemur Þóra heim 22. mai það verður gaman. Hún er að útskriftast sem stúdent frá Borgarholtsskóla þann 24.

11.5.03

Ég verð að segja að úrslit kosninganna voru vonbrigði, þrátt fyrir sigur. Það er mjög slæmt að missa Gísla Einars af þingi, ég hefði viljað sjá hann ásamt Ingibjörgu Sólrúnu og Láru sem alþingismenn í dag. Það munaði vissulega ekki miklu. Herbragð og væl Halldórs heppnaðist því miður og stjórnin hélt velli.

10.5.03

Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag. Hún á afmæli hún Helga ....
Til hamingju með daginn Helga mín.

Ég óska öllum til hamingju með daginn. Það er svei mér gott veður og vonandi verður góð kjörsókn.

Við erum að fara að hjálpa mömmu að flytja og það er best að fara af stað.

7.5.03

Við erum á kennarafundi núna. Fundarefnið er að læra að setja inná heimasíðu skólans. Nepal vefumsjónarkerfið sér um heimasíðuna fyrir okkur og er þetta nýtt umhverfi. Sumir voru búnir að læra svolítið, nokkrir mikið og margir lítið í Frontpage en það er ekki notað lengur. Hér er hægt að kíkja á vef Brekkubæjarskóla

Við verkgreinakennarar getum ekki skrifað fréttir en það stendur til bóta og verður lagað.

Í dag var góður dagur í heimilisfræðinni.

Fyrsti hópurinn var 3. ÁB, þau gerðu skemmtilegt verkefni sem var pylsur í felum.

Næsti hópur var 4. MB og þau bökuðu sólgrjónabrauð. Þau voru afar heppin vegna þess að kennarinn gleymdi að skipta deiginu og fengu þau því helmingi stærri brauð en þau áttu að fá. Fyrir vikið festust brauðin saman í ofninum og börnin töluðu þá um síamstvíbura, en voru svo sannarlega mjög glöð með risastóru brauðin sín.

Síðasti hópurinn var 6 RH þau bökuðu Súkkulaðiköku ljóta freka úlfsins.

Allir nemendurnir í dag voru afskaplega góðir og duglegir eins og þeir eru oftast nær.

5.5.03

Ég var að reyna að svara kjarakönnununni og var orðin létt pirruð eftir 3 tilraunir við að svara textaspurningunum. Ég get ekki sent spurningu nr. 2 í þessum hluta og sé í pósti frá trúnaðarmanni okkar í skólanum að fleiri lenda í þessu.
Eitt þeirra ráða sem gefin hafa verið til að koma í veg fyrir þetta er að aftengja proxy stillingar á meðan svarað er ( fara í Tools, Intenet Options, Connections og aftengja proxy ).
Núna er ég búin að ljúka við kjarakönnunina, en það var einkennilegt að stranda alltaf á sömu spurningunni.

Vetrarfrí.
Við fengum bréf frá skólastjóra Brekkubæjarskóla 30. apríl þar sem hann segir meðal annars: Niðurstöður könnunar á vilja til að hafa vetrarfrí eru þannig að 58% vilja ekki vetrarfrí en 42% vilja frí. Hann segir líka að skólastjórum og fulltrúum foreldra var falið að gera þessa könnun. Af hverjum spyr ég? Skólafulltrúanum, skólanefn eða bæjarstjórn?

Þessar niðurstöður leiða til þess að skóladagatal verður gert án þess að gert sé ráð fyrir vetrarfríi.

Könnunin var líka lögð fyrir okkur, ég er reyndar ekki viss um hvort hún var lögð fyrir allt starfsfólkið eða kennara eingöngu, en það er nú hægt að kanna það. Útkoman hjá okkur var á þá leið að aðeins rúmlega 9% vildu ekki vetrarfrí en tæplega 91% vildu vetrarfrí. Hvað með þessar niðurstöður?
Það er dálítið merkilegt að vita til þess að móðir sem er alfarið á móti vetrarfríi finnst sjálfsagt að fá frí fyrir börnin sín í 2 vikur næsta haust og hún var ekki að þegja yfir þessu. Hvers konar hugsunarháttur er þetta eiginlega?

Jæja nóg um þetta í bili, en stóra fréttin í bréfi skólastjórans var að hann sagði okkur að hann hefði sagt starfi sínu lausu frá þeim degi með 3ja mánaða uppsagnarfresti.

Helga mín ég fylgist með blogginu ykkar og ég er sammála því að þið þurfið að fá ykkur spjallglugga.

Ég fresta enn um sinn að skrifa um vetrarfríið og geymi líka stórfréttina úr skólanum.

Við fórum svo á árshátíð línudansara sem haldin var í Kópavogi. Þar var hin besta skemmtun með góðum mat og skemmtiatriðum og línudans.

Í dag þreif ég svo aðeins í húsinu hennar mömmu sem hún ætlar að flytja í á kosningardaginn og bakaði svo lúxusvínarbrauðin mín (svakalega góð) sem ég ætla að hafa með kaffinu í skólanum á þriðjudaginn. Það er hefð hjá okkur í skólanum að halda afmæliskaffi u.þ.b. einu sinni í mánuði og þá komum við starfsfólkið með meðlæti með kaffinu.Laugardagurinn fór í línudans og var alveg frábær. Þrír hópar héðan tóku þátt í Íslandsmótinu og stóðu sig framúrskarandi vel. Unglingarnir uppskáru gull og í fullorðinsflokki vann annar hópurinn brons og hinn varð í 4. sæti. Hjartanlega til hamingju!

1.5.03

Til hamingju með daginn Kristín St. og allir aðrir!

Helga dóttir mín og vinkonur hennar komnar með hjúkkublogg og voru sumar að vandræðast með táknmálsletrið sem stundum sést í neðri glugganum. Það er hægt að taka það af með því að vera með bendilinn í neðri glugganum, hægri smella og haka við Encording og Western European.
Ég sá að slóðin að myndunum virkar ekki hjá þér Helga mín, en á Námskeiðssíðunni okkar eru leiðbeiningar sem gott er að fara eftir til að setja inn slóðir og myndir.

Ég fresta umfjöllun um vetrarfrí um sinn, við sjáum til á morgun.