Ég var að reyna að svara kjarakönnununni og var orðin létt pirruð eftir 3 tilraunir við að svara textaspurningunum. Ég get ekki sent spurningu nr. 2 í þessum hluta og sé í pósti frá trúnaðarmanni okkar í skólanum að fleiri lenda í þessu.
Eitt þeirra ráða sem gefin hafa verið til að koma í veg fyrir þetta er að aftengja proxy stillingar á meðan svarað er ( fara í Tools, Intenet Options, Connections og aftengja proxy ).
Núna er ég búin að ljúka við kjarakönnunina, en það var einkennilegt að stranda alltaf á sömu spurningunni.
Vetrarfrí.
Við fengum bréf frá skólastjóra Brekkubæjarskóla 30. apríl þar sem hann segir meðal annars: Niðurstöður könnunar á vilja til að hafa vetrarfrí eru þannig að 58% vilja ekki vetrarfrí en 42% vilja frí. Hann segir líka að skólastjórum og fulltrúum foreldra var falið að gera þessa könnun. Af hverjum spyr ég? Skólafulltrúanum, skólanefn eða bæjarstjórn?
Þessar niðurstöður leiða til þess að skóladagatal verður gert án þess að gert sé ráð fyrir vetrarfríi.
Könnunin var líka lögð fyrir okkur, ég er reyndar ekki viss um hvort hún var lögð fyrir allt starfsfólkið eða kennara eingöngu, en það er nú hægt að kanna það. Útkoman hjá okkur var á þá leið að aðeins rúmlega 9% vildu ekki vetrarfrí en tæplega 91% vildu vetrarfrí. Hvað með þessar niðurstöður?
Það er dálítið merkilegt að vita til þess að móðir sem er alfarið á móti vetrarfríi finnst sjálfsagt að fá frí fyrir börnin sín í 2 vikur næsta haust og hún var ekki að þegja yfir þessu. Hvers konar hugsunarháttur er þetta eiginlega?
Jæja nóg um þetta í bili, en stóra fréttin í bréfi skólastjórans var að hann sagði okkur að hann hefði sagt starfi sínu lausu frá þeim degi með 3ja mánaða uppsagnarfresti.
Helga mín ég fylgist með blogginu ykkar og ég er sammála því að þið þurfið að fá ykkur spjallglugga.