Sigríður Kristín Óladóttir

7.5.03

Við erum á kennarafundi núna. Fundarefnið er að læra að setja inná heimasíðu skólans. Nepal vefumsjónarkerfið sér um heimasíðuna fyrir okkur og er þetta nýtt umhverfi. Sumir voru búnir að læra svolítið, nokkrir mikið og margir lítið í Frontpage en það er ekki notað lengur. Hér er hægt að kíkja á vef Brekkubæjarskóla

Við verkgreinakennarar getum ekki skrifað fréttir en það stendur til bóta og verður lagað.

Í dag var góður dagur í heimilisfræðinni.

Fyrsti hópurinn var 3. ÁB, þau gerðu skemmtilegt verkefni sem var pylsur í felum.

Næsti hópur var 4. MB og þau bökuðu sólgrjónabrauð. Þau voru afar heppin vegna þess að kennarinn gleymdi að skipta deiginu og fengu þau því helmingi stærri brauð en þau áttu að fá. Fyrir vikið festust brauðin saman í ofninum og börnin töluðu þá um síamstvíbura, en voru svo sannarlega mjög glöð með risastóru brauðin sín.

Síðasti hópurinn var 6 RH þau bökuðu Súkkulaðiköku ljóta freka úlfsins.

Allir nemendurnir í dag voru afskaplega góðir og duglegir eins og þeir eru oftast nær.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home