Sigríður Kristín Óladóttir

25.5.03

Í gær var ég við hátíðlega athöfn þegar Þóra dóttir mín, útskrifaðist með pompi og pragt sem stúdent frá Borgarholtsskóla. Mér fannst sérstaklega eftirminnilegt að sjá þegar sérnámsnemendur fengu sín prófskírteini, þau voru svo glöð og ánægð. Ég hitti Lilju aðeins, dóttir hennar var líka að útskrifast. Svo vorum við með smáveislu heima á Skaga eftir athöfnina og horfðum svo á Evróvisjón.

Ég hef bara ekki mátt vera að því að skrifa í bloggið eða réttar sagt ég hef ekki gefið mér tíma til þess. Ég er að vinna að lokaverkefninu sem ég breytti þ.e.a.s. ég hætti við að gera næringarfræðiverkefnið en er í staðinn að setja saman beinagrind að náms- og kennslugagnahandbók. Þetta er ætlað fyrir starfsmenn skólans og mun innihalda hagnýtar upplýsingar um tölvumál og kennslugögn.
Núna er ég að fara niður í skóla til þess að fara yfir próf og byrja að setja inn einkunnir.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home