Sigríður Kristín Óladóttir

22.3.06

Takk fyrir mig!

Ég vil þakka ykkur öllum góðar kveðjur á afmælisdaginn. Þetta á við kveðjur hér á blogginu, SMS og vefkort. Takk fyrir blómin krakkar mínir og hvað haldið þið að ég hafi fengið frá Þórði. Ég fékk hvorki meira né minna en 100 þúsund uppí fartölvukaup, ma ma ma ma..verður bara alveg orðlaus. Ég þarf að fá ráðleggingar hjá ykkur tölvufæru menn ég er á því að vanda valið, finnst ykkur það ekki rétt? Nemendurnir eru enn að borða, en ég ætla að fara að reka á eftir þeim svo að ég verði búin fyrir klukkan 19:00.

17.3.06

Bannaður aðgangur!

Hvað er að gerast með bloggið þitt Helga mín? Maður kemst ekki á síðuna. Það kemur bara forbidden, You don't have permission to access / on this server.

11.3.06

Thelma Björg 1 árs

Litla frænka Þórðar er 1 árs í dag, til hamingju með daginn!!
Mér finnst ég slá 3 flugur og jafnvel fleiri í einu höggi í dag. Ég er að bruna í bæinn. Fyrst er það apótekið ódýra, þar sem nokkur hundruð pillur verða keyptar. Svo hittumst við skólasystur hjá Gunnþórunni til að ákveða með Mílanóferðina sem við förum í í júní. Næst fer ég á fund með konu, ég segi ekki meira um það. Að lokum fer ég í afmæliskaffi í Kópavoginn hjá systurdóttur Þórðar og treð í mig kræsingum. Þegar ég minnist á kræsingar, þá verður mér hugsað til gærdagsins, þegar ég áttaði mig á því að klukkan 13:00 var ég að borða fjórðu máltíðina þann dag, geri aðrir betur.
Það er aldrei að vita nema ég kíki aðeins á stúdentagarðana á Eggertsgötu áður en farið verður í afmælið, ég sé til. Teljið svo flugurnar ha ha ha.

1.3.06

Hlynur Björn 7 ára í dag!!

Hann á afmæli í dag,
hann á afmæli í dag.
Hann á afmæli hann Hlynur
hann á afmæli í dag.

Til hamingju með afmælið elsku Hlynur Björn Ólason.

Hlynur baby Posted by Picasa