Sigríður Kristín Óladóttir

23.8.05

Hver er sinnar gæfusmiður

Helga veltir þessum málshætti fyrir sér þegar hún bloggaði á mánudaginn. Kíkið endilega á bloggið hjá Helgu og lesið vangaveltur hennar um trúmál og fleira.

Mín trú er sú að helstu línur og flestir stórviðburðir í lífinu sé allt fyrirfram ákveðið, en við höfum áhrif á hvernig við vinnum úr hlutunum. Að vera jákvæður og taka því sem að okkur er rétt eða á okkur er lagt, er vissulega stundum erfitt. Ég held að merking þessa málsháttar sé í raun hvernig okkur tekst að höndla það sem að okkur er rétt og vinna vel úr.

Ég hef svo sem lent í ýmsu, en ég er alveg ótrúlega heppin í lífinu og mottóið er Lífið er dásamlegt stendur svo sannarlega fyrir sínu.

Það var ótrúlegt að heimsækja hana Hönnu skólasystur mína sem var haldið sofandi í 7 vikur og var alveg við dauðans dyr. Hún fékk þær fréttir þegar hún var vakin eftir svefninn að búið var að taka af henni báða fætur, rétt fyrir neðan hné. Hún er aljör hetja og kraftaverkakona. Mér dettur ekki annað í hug en að hún eigi sínar erfiðu stundir, enda sagði hún að hún okkur það. Hún er þakklát fyrir að vera á lífi og að hafa hendurnar nokkurn veginn í lagi. Það má því segja með sanni að mikið er á suma lagt.
Húmorinn er á sínum stað hjá henni, m.a. sagði hún mér draum sem hana dreymdi. Þar var hún hlaupandi með Daníel í fanginu (barnabarn hennar). Hún sagði það má með sanni segja að ég hafi farið á "stúfana"

Landsmót línudansara var alveg frábært,þar var sko mikið dansað. ´
Skólinn er byrjaður, reyndar ekki kennslan. Ég bíð spennt og jákvæð eftir stundaskránni minni, sem var í algjöru messi og snarvitlaus tímalega séð. Nú er ég að fara á námskeið til að læra á stimpilklukku sem við eigum víst að fara að nota hér í skólanum, eitthvað sem enginn skilur í. Læt ykkur vita um framvindu mála.

11.8.05

Þjófar í Svíþjóð

Helga og fjölskylda voru aldeilis óheppin í Svíþjóð í gærkvöldi. Kíkið endilega á bloggið hennar Helgu og skoðið lýsingu hennar á þessum leiðinda atburði. Þetta er bara eins og í sakamálareyfara Arnalds, ó mæ g.
En ég segi bara, verum þakklát fyrir að þjófarnir réðust ekki á Helgu þar sem hún reyndi að stöðva þá, hvað veit maður hvaða vopn þeir hafa. Líklega voru þetta eiturlyfjaneytendur, jafnvel vopnaðir hnífum eða sprautum, úff.

Við skólasystur hittumst heima hjá Höllu í gær til að ræða hvað við getum gert fyrir hetjuna okkar, hana Hönnu. Ég fer að heimsækja hana i dag og ég verð að segja að ég kvíði svolítið fyrir því, en ég segi bara einu sinni enn: ég er alltaf að sjá betur og betur hvað ég var heppin þegar ég lenti í hremmingunum forðum daga.

Landsmót línudansara hefst hér á Akranesi á morgun, við byrjum strax í kvöld að undirbúa það eða hjálpa til. Allur undirbúningur og vinna er löngu afstaðin og allt klárt. Sigga Alfreðs og þau sem eru í landsmótsstjórn hafa staðið sig frábærlega.

Við Þórður skelltum okkur í pottinn í gærkvöldi, geggjað gott, maður var eiginlega búinn að gleyma hvað þetta er æðislegt.

8.8.05

Komin heim

Hvernig er þetta aftur, úti er gott en heima er best. Er þetta ekki svona?
Við erum sem sagt komin heim eftir velheppnaða 3ja landa sýn. Við skruppum einn dag til Hamborgar, og fengum svakalega gott veður þar. Annars vorum við tæpa viku í Kaupmannahöfn og tæpa viku í Svíþjóð. Við komumst alls ekki yfir allt sem við ætluðum að gera þannig að við verðum að fara aftur til að bæta úr því. Sumarhúsið á Ranch Fornamaala var lítið og sætt og þar vorum við í einangrun eins og ég hef minnst á, en það gerði ekki mikið til. Við fórum einn dag til Nybro og skoðuðum þar glerblástur, glersafn og verslun. Maður fékk hálfgert áfall þegar sá staurblindi ætlaði að skoða aftan á einn stóran disk, og rak við það hausinn í hilluna fyrir ofan diskinn. Allt fór af stað i næstu 3 hillum fyrir ofan hann og hávaðinn var þvílíkur að mér datt ekki annað í hug en að hann (sá staublindi)yrði kyrrsettur og settur í glerblástursnám til að vinna fyrir skaðanum. Alex hrökk í kút og hélt um höfuðið til að hlífa því, en heppnin var með Þórði í þetta sinn. Næst þegar ég skoðaði dýra glermuni, fór hann ekki inn i búðina, bara af öryggisástæðum.

Við spiluðum mikið í bústaðnum, við spiluðum kana, Wisard og 6 nimt. Líklega settum við met í kanasögnum og ég á eftir að fara yfir bókhaldið. Við skráðum mjög nákvæmlega hver sagði í hvert sinn. Dæmi um algenga skráningu er Akf, Þkf og Sks sem merkir Alex sagði kana og féll, Þórður kani féll og Sigga kani stóð. Enda hafði einhver á orði að ég væri orðin algjör ástandspía, þar sem ég var alltaf í könunum.

Ekki meira núna.

1.8.05

Sumarhus i Sverige

Bara til ad lata ykkur vita ad vid erum komin i sumarhusid med Helgu Alex og Ninu. Tetta er dasamlegt, en vid erum vissulega horfin aftur i veidimannasamfelagid. Vid skruppum til Karlskrona til ad kaupa kol og klosettpappir a medan Alex og Nina veida i matinn. Sumarbustadurinn er a dasamlegum stad, en vid erum sambandslaus vid umheimin, sem sagt an sjonvarps, utvarps og sima. Okkur lidur alveg svaka vel fyrir utan nokkur bit sem herja a mig og Ninu. Bidjum ad heilsa ollum.