Sigríður Kristín Óladóttir

23.8.05

Hver er sinnar gæfusmiður

Helga veltir þessum málshætti fyrir sér þegar hún bloggaði á mánudaginn. Kíkið endilega á bloggið hjá Helgu og lesið vangaveltur hennar um trúmál og fleira.

Mín trú er sú að helstu línur og flestir stórviðburðir í lífinu sé allt fyrirfram ákveðið, en við höfum áhrif á hvernig við vinnum úr hlutunum. Að vera jákvæður og taka því sem að okkur er rétt eða á okkur er lagt, er vissulega stundum erfitt. Ég held að merking þessa málsháttar sé í raun hvernig okkur tekst að höndla það sem að okkur er rétt og vinna vel úr.

Ég hef svo sem lent í ýmsu, en ég er alveg ótrúlega heppin í lífinu og mottóið er Lífið er dásamlegt stendur svo sannarlega fyrir sínu.

Það var ótrúlegt að heimsækja hana Hönnu skólasystur mína sem var haldið sofandi í 7 vikur og var alveg við dauðans dyr. Hún fékk þær fréttir þegar hún var vakin eftir svefninn að búið var að taka af henni báða fætur, rétt fyrir neðan hné. Hún er aljör hetja og kraftaverkakona. Mér dettur ekki annað í hug en að hún eigi sínar erfiðu stundir, enda sagði hún að hún okkur það. Hún er þakklát fyrir að vera á lífi og að hafa hendurnar nokkurn veginn í lagi. Það má því segja með sanni að mikið er á suma lagt.
Húmorinn er á sínum stað hjá henni, m.a. sagði hún mér draum sem hana dreymdi. Þar var hún hlaupandi með Daníel í fanginu (barnabarn hennar). Hún sagði það má með sanni segja að ég hafi farið á "stúfana"

Landsmót línudansara var alveg frábært,þar var sko mikið dansað. ´
Skólinn er byrjaður, reyndar ekki kennslan. Ég bíð spennt og jákvæð eftir stundaskránni minni, sem var í algjöru messi og snarvitlaus tímalega séð. Nú er ég að fara á námskeið til að læra á stimpilklukku sem við eigum víst að fara að nota hér í skólanum, eitthvað sem enginn skilur í. Læt ykkur vita um framvindu mála.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home