Sigríður Kristín Óladóttir

16.7.05

Í útilegu

Við erum núna í tjaldútilegu í Fannahlíð. Nína vildi koma með okkur og ætlar að vera aðra nótt. Hún hefði getað farið til Þóru í dag, Atli er að fara í bæinn, en henni finnst sport í að vera með okkur í tjaldinu. Hún kynntist frænku sinni, Stínu sem er 8 ára og er barnabarn Stínu og Helga Jens. Þær voru góðar saman og voru úti að leika sér og spila í tjaldinu, en vildu ekki dansa. Þær sögðust ekki fíla tónlistina, úps. Við skemmtum okkur vel í gær, þrátt fyrir rigningu og bleytu. Þórður var mikið til í sjoppunni og Nína var dugleg að hjálpa honum, en við dönsuðum þó nokkra dansa. Við skelltum okkur niður á Skaga til að sækja hornin sem við bökuðum í vikunni (192 stk) og vöfflujárn. En í dag verða tónleikar klukkan 15,00 og svo verður selt kaffi. Þegar við erum búin að ganga frá eftir tónleikana ætlum við heim til að elda kvöldmat og svo förum við aftur inneftir. Þetta er fínt, aðeins 10 mín keyrsla uppí Fannahlíð.

Annars er allt gott að frétta, harmonikulandsmótið á Neskaupstað var alveg frábært. Við keyrðum hringinn og rúmlega það, sáum í þeirri ferð að við þurfum að fara fljótlega aftur og skoða ýmsa staði miklu betur. Fórum af stað á þriðjudegi og komum heim á sunnudagskvöld, ókum tæplega 1700 kílómetra.
Svo er ættarmótið um næstu helgi og önnur tjaldútilega í Miðfirði.

Ingibjörg vinkona frá Þingeyri og Hólmgeir maður hennar komu á fimmtudaginn og gistu eina nótt. Við skelltum okkur á Mörkina og hlustuðum á Óla og Villa og skemmtum okkur gegt vel. Þeir voru dúndurgóðir strákarnir. En allt um það, það var svakagaman að fá þau í heimsókn og Hómgeir skellti sér í pottinn með Nínu og kunni hún vel að meta það.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home