Sigríður Kristín Óladóttir

29.4.04

Ég var að koma úr bænum við Jóhanna erum búnar að vera á fullu í lokaverkefninu okkar og þetta gengur bara vel. En eitt er víst að við skemmtum okkur frábærlega við þetta og hlæjum eins og smástelpur þegar við lesum textann. Við ákváðum að takmarka okkur svolítið og verkefnið verður um Fegurð og snyrtingu áður fyrr.

Við notuðum orðalag og stafsetningu eins og gert var fyrir 40 árum þegar við slóum inn textann, þess vegna er Zetan fullgild hjá okkur og þéringnar líka. Þóra, þetta er það sem ég las fyrir þig uppí rúmi þegar ég svaf hjá þér í febrúar manstu. Dagleg reglubundin fegrun og .... Þér megið ekki stynja og segja: Já, en ég hef engan tíma o. s. frv.

Óli setti ljósmyndasöguna mína út á Vefinn, í stað þess að fara með USB minniskubbinn minn til Salvarar á morgun. Hér er slóðin að ljósmyndasögunni minni sem er Heimsókn til Englands í mars í fyrra þegar við mæðgur hittumst.

Jæja er að fara á dansæfingu, mótið er á laugardaginn. Góða nótt.

24.4.04

Ég var að lesa bloggið hjá krökkunum og Helga var að tala um hve mikið íslenskar konur vinna úti miðað við þýskar húsmæður. Hún var líka að hafa áhyggjur af því hve vel hún hefur fallið inn í hlutverk þýskra húsmæðra og finnst hún stundum vera komin of mikið í þjónshlutverkið. En ég var að segja henni að ég er afskaplega stolt af henni og mér finnst svo gaman hvað hún er myndarlega húsmóðir. Hún hefur alltaf verið það, en ef til vill hefur hún líka aðlagast þýsku samfélagi óvenjumikið.
Ég held að það verði auðvelt að snúa þessu við þegar þau flytja heim, ég tek hana bara í stutta kennslustund.

Það var gaman að heyra í Gunnþórunni í gærkvöldi.
Ég er búin að vera í 2 tíma að drekka kaffi og lesa Mbl seinustu daga, þeir eru góðir þessir frídagar.

Nú ætla ég að taka upp úr nokkrum kössum sem eru farnir að pirra mig, þrífa smá, vekja svo Atla og biðja hann um að hengja upp gardínurnar sem ég var að fá fyrir baðgluggann (rimlagardínur) og snúrurnar sem ég keypti í gær. Þetta eru innisnúrur sem eiga að fara í þvottahúsið hjá mér í fína húsinu mínu. Svo væri næs ef ég tek törn í náminu þegar þessu er lokið. Mér er alveg sama um þennan fótboltaleik Man. Un og Liverp. sem er í dag, enda er ég ekki með Sýn.

Óli segir stundum Æ fíl só spesjal, en ég (mamma rokk) segi Æ fíl só gúd í nýja húsinu og lífið er dásamlegt.

22.4.04

Gleðilegt sumar elskurnar.

Já það er alveg satt hjá ykkur, ég er ekki að standa mig vel í blogginu. Ég gleymdi meira að segja að blogga þann 20. apríl á afmælisdaginn þinn Óli minn, en við hittumst þó í hádeginu. Þú fæddist einmitt á sumardaginn fyrsta. Ég var í staðbundinni lotu í Kennó þann dag og fór svo beint á dansæfingu þegar ég kom heim. Við erum á fullu að æfa fyrir íslandsmótið í sem verður 1. mai. Mér líður mjög vel í nýja húsinu og er langt komin með að koma mér fyrir.

Ég var að klára að klippa stuttmyndina mína sem heitir Góður Fróður og fjallar um lífsleiknistefnu okkar í Brekkubæjarskóla. Ég er afskaplega stolt af afurðinni, myndin verður líklega látin rúlla á sýningunni í Kirkjuhvoli 4. - 11. mai. Ole Volden hjálpaði mér að klippa og það var alveg ómetanlegt, hann er algjör snilli. Ég er sem sagt að vinna upp syndir í náminu og er að klára verkefni sem við eigum að vera búin að skila en ég fékk frest út af flutningunum og tölvuóstandi, þannig að þið skuluð ekki vera hissa þó ég hafi ekki bloggað mikið að undanförnu. Nú á ég bara eftir að koma þessu öllu út á Netið, klára fræðilegu greinagerðina og Mediator margmiðlunarverkefnið sem á að skila um miðjan mai.

Sýningin á Kirkjuhvoli á að heita "Sitt lítið af hverju" Þar verða verk nemenda úr list- og verkgreinum sýnd og auk þess verður sýning á verkum sem unnin hafa verðið í Kómeníusar verkefninu. Við getum því miður ekki sýnt afurð eða verk sem unninu eru í heimilisfræði vegna þess að þau eru öll borðuð.

Ég fer að standa mig betur í blogginu ég lofa.

10.4.04

Þetta gengur ekki lengur hjá mér. Nú er ég orðin "tengd" og engin afsökun lengur. Vissulega hefur allur minn tími farið í að koma húsinu í stand og þetta er að verða meiriháttar hjá mér. Þóra kom á miðvikudaginn og var rosalega dugleg að hjálpa mér. Í gærkvöldi kom Hrönn Egg og leiðbeindi mér með upphengingu á myndum, var sem sagt listrænn ráðunautur minn. Það er ekki dónalegt að hafa listamann í því djobbi. Óli kemur á eftir og núna ætla ég að halda áfram að vinna.
Meira seinna.