Sigríður Kristín Óladóttir

29.4.03

Núna veit ég hvað ég gerði vitlaust í sambandi við myndina, en það er komið í lag eins og þið sjáið.

Það hefur lítið gengið hjá mér að undanförnu, það er eins og vanti í mig allan kraft, ég er líklega bara í hleðslu!!

Ég er marg búin að reyna að skrifa skilaboð til Siggu G í spjallgluggann neðst í blogginu hennar, en það hefur ekki tekist hjá mér. Það kemur alltaf einhver melding sem byrjar svona: you need a minimum of a name and...
En ég ætlaði m.a. að hæla henni fyrir frábært Power Point námskeiðiðið og fleira. Það er nú meiri dugnaðurinn í ykkur og fín verkefnin. Ég gleymdi að segja frá því að ég fékk tengdasoninn til að taka upp smásýnikennslu í eldhúsinu mínu í páskafríinu. Þar erum við Nína aðalleikarar og við erum búin að skemmta okkur vel við að horfa á upptökuna. Ég á eftir að senda Salvöru spóluna.

Það var gerð skoðanakönnun hér á Skaganum nýlega þar sem kannað var viðhorf foreldra til vetrarfrís í grunnskólunum. Hvað haldið þið að hafi komið út úr þeirri könnun? Meira um það á morgun eða hinn.

Mér finnst fínt hjá þér Alex að geta klárað hlaupið eins og þú varst í hnénu, til hamingju með árangurinn. Valli er búinn að vera á fullu að undirbúa fyrir málningu í nýja húsinu hennar mömmu. Mikið væri gaman að skella sér að horfa á Íslandsmeistaramótið í línudans á laugardaginn. Fer núna í áframhaldandi hleðslu, góða nótt.

26.4.03

Ég sé báðar myndirnar en sjáið þið mynd af þeim?

Takk fyrir að segja mér þetta Hildur. Gæti verið að myndin sjáist ekki af því að hún er png. en ekki jpg. eða gif.? Sáuð þið byrjunina á blogginu krakkar, Helga, Óli og Alex? Takk fyrir að ...

Helga það væri gaman að vita hvort þið sjáið hana hjá ykkur í Detmold.

Nú prófa ég aftur, hókus pókus...

25.4.03

Ég er að velta fyrir mér hvort það geti verið að ég ein sjái myndina af barnabörnunum á blogginu. Sjáið þið hana? Ég er búin að skrifa tvisvar til control blogger út af auglýsingarborðanum, en hef ekki fengið nein svör. Ég held að ég sé ekkert að standa í þessu lengur og hef þennan borða áfram, hann truflar mig ekkert.

Annars er þetta búið að vera erfiður dagur í dag. Stella vinkona var jörðuð héðan frá Akraneskirkju í dag og Helga og fjölskylda fór aftur út til Þýskalands.

21.4.03

Ég ætla að setja inn mynd sem tekin var af barnabörnunum eftir páskaleikinn í gær.



20.4.03

Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag...... hann Óli Örn er 25 ára í dag. Já og Jón Val. frændi líka hann er 26 ára í dag. Til hamingju með daginn Óli Örn og Nonni . Páskadagur runninn upp og páskafríið er alveg að vera búið. Tíminn líður allt of hratt.

Við fórum í skemmtilegan leik í morgun, þegar öll fjölskyldan fór að leita að páskakörfum. Vegna vætu færðum við leikinn inn í hús, en ætlunin var að vera úti. Leikurinn er fólginn í leit að körfum sem voru vandlega faldar og eru fullar af páskaeggjum og kanínum. Körfurnar voru útbúnar í gærkvöldi og voru merktar með nafni allra á heimilinu. Í hverri körfu voru líklega 20 - 30 egg sem Helga og Alex komu með frá Þýskalandi. Það gékk vel hjá öllum nema Atla að finna körfurnar, hann var farinn að halda að hann ætti enga körfu, en karfan hans fannst auðvitað að lokum.

Við skelltum okkur svo í göngutúr áðan, sumir fóru í skógræktina og aðrir fóru niður í bæ. Veðrið var mjög gott, logn og smá regnúði.

16.4.03

Núna er ég að sýna Alex tengdasyni bloggið mitt og hvernig þetta virkar allt. Hann er mjög hrifinn af þessu og stefnir á að byrja að blogga.

Eitthvað fór þetta úrskeiðis hjá okkur Fanný á laugardaginn þegar við vorum að breyta í settings til þess að losna við auglýsingarnar. Það sem gerðist var að þegar ég skrifaði í bloggið og skoðaði svo skrifin, var ég á auglýsingalausa blogginu en þetta fór ekki inná síðuna sem þið eruð að lesa núna.
Hvað ætli ég þurfi að gera til þess að laga þetta? Veit þetta einhver?

Kanske ætti ég að kenna línudans á vefnum!!! Þið kæru samnemendur væruð nemendurnir mínir. Það væri upplagt að taka eitt og eitt spor þegar þið hvílið ykkur á tölvunni og réttið úr ykkur. Hvað segið þið um það?

Nína dótturdóttir mín á afmæli í dag. Hún er 8 ára gömul og það er meiriháttar gaman að hafa þau hérna núna. Óli Örn verður 25 ára þann 20 og þau ætla að halda uppá afmælið saman á föstudaginn langa.

14.4.03

Þetta er aldeilis búið að vera fjör, staðbunda lotan búin og næg verkefni framundan. Einhvernveginn varð ekkert úr því að tala við Salvöru um námskeiðið og skipulagninguna. Við vorum að tala um að gott hefði verið að fá meiri kennslu á verkfærin í byrjun námslotunnar til þess að geta betur einbeitt sér að innihaldinu og verkefnunum.
Ég var ánægð með það að geta kennt tengdasyninum hvernig á að gera Pop up hnappa í Fireworks í morgun. Annars langar mig svo mikið til þess að vera að mestu leyti í fríi frá náminu í páskafríinu vegna þess að Helga og fjölskylda eru hér á landi, en við Alex tengdasonur eigum líklega eftir að skoða þetta svolítið saman. Mig langar líka til þess að fá hann til að kenna mér að taka myndir á stafrænu myndavélina hans. Það væri fínt ef ég læri það um páskana.

Við fjölskyldan hittumst í fermingarveislunni hjá Stefáni frænda í gær. Þetta var skemmtileg veisla og þess vegna fannst manni hún vera nýbyrjuð þegar veislugestir fóru að fara heim. Maturinn var líka mjög góður og ístertan frábær.



9.4.03

Ég er bara alveg hætt að blogga. Merkilegt hvað maður getur dottið úr öllu stuði í þessu. Það verður gaman að hittast í staðbundnu lotunni og fá tilsögn í forritunum og læra um verkefnamiðaða margmiðlun. Ég er búin að kóða krakkan og koma vefleiðangrinum út. Svo á eftir að laga útlitið á afrakstrinum.

Frábært framtak hjá nöfnunum varandi partýið og hjá Kristínu S. að lána húsið sitt. Ég hlakka til að mæta.

6.4.03

Það er greinilega ekki alltaf að marka bloggsíðuna. Það sem var út um allt á miðvikudaginn er nú komið í lag.

Ég hef varla snert tölvuna síðan á miðvikudag en núna get ég setið við hana töluverðan tíma í einu. Ég bjóst ekki við því að liggja svona mikið og var einmitt að hugsa hve gott það hefði verið ef tölvan væri úr efni sem væri sveigjanlegt, samanbrjótanlegt og beygjanlegt og því hægt að hafa hana með sér í rúmið!!

Ég vonast til að kóða krakkana í dag eða á morgun.

2.4.03

Þetta fór út um víðan völl hehehe. Skoða og laga seinna.

Ég fer á eftir til R.víkur og ég á nú ekki von á öðru en að allt gangi vel. Síðasti kennsludagur fyrir páskafrí var því í gær hjá mér. Óli ætlar að keyra mig, það er nefnilega frí í skólanum hjá honum í dag. Hann fer reyndar uppí FVA á eftir til að kynna Uppeldis- og menntunarbrautina og svo leggjum við í hann. Ég ætla að gera eina tilraun við "eldra efni" en læt næstu tilraunir bíða þar til síðar. Það er afar ólíklegt að þetta takist í fyrstu hjá mér, en sjáum hvað gerist!!!