Sigríður Kristín Óladóttir

16.4.03

Núna er ég að sýna Alex tengdasyni bloggið mitt og hvernig þetta virkar allt. Hann er mjög hrifinn af þessu og stefnir á að byrja að blogga.

Eitthvað fór þetta úrskeiðis hjá okkur Fanný á laugardaginn þegar við vorum að breyta í settings til þess að losna við auglýsingarnar. Það sem gerðist var að þegar ég skrifaði í bloggið og skoðaði svo skrifin, var ég á auglýsingalausa blogginu en þetta fór ekki inná síðuna sem þið eruð að lesa núna.
Hvað ætli ég þurfi að gera til þess að laga þetta? Veit þetta einhver?

Kanske ætti ég að kenna línudans á vefnum!!! Þið kæru samnemendur væruð nemendurnir mínir. Það væri upplagt að taka eitt og eitt spor þegar þið hvílið ykkur á tölvunni og réttið úr ykkur. Hvað segið þið um það?

Nína dótturdóttir mín á afmæli í dag. Hún er 8 ára gömul og það er meiriháttar gaman að hafa þau hérna núna. Óli Örn verður 25 ára þann 20 og þau ætla að halda uppá afmælið saman á föstudaginn langa.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home