Sigríður Kristín Óladóttir

31.1.03

Jæja loksins tókst þetta hjá mér eftir símtal við Aknet og án nokkurra breytinga af minni hálfu.

29.1.03

Ég ætla að skoða drauminn núna og athuga með tenginguna. Ætli þetta gangi hjá öllum nema mér í fyrstu tilraun?

28.1.03

Hér kemur svo tæknisagan mín.

Ég hef afar litla reynslu af tölvum, hef aðallega notað tölvu til að senda tölvupóst og skrifa uppskriftir fyrir nemendur mína. Þetta hef ég gert síðan 1998 eftir nám í öldungadeild (Rit 103)þar sem ég lærði m.a. fingrasetninguna (þessi á líka við mig :Kemst þótt hægt fari). Einnig færði ég bókhald í tölvu í 3 ár, en ég læt vera að segja hver staða fyrirtækisins er í dag. Í vetur byrjaði ég að nota MSN sem ég nota mikið til að “tala” við dóttur mína sem býr í Þýskalandi. Ég á ekki “auga” til að nota við MSN en ég hef heyrt að það sé gaman að eiga eitt slíkt. Yngri dóttir mín er að vinna í Englandi og ég á von á að við munum líka nota MSN og að sjálfsögðu tölvupóst.
Ég gerði líka nokkrar glærur í Power Point og var það frumraun mín við á því sviði.

Á heimilinu eru fjórar tölvur, strákarnir mínir eiga báðir tölvu, ég á eina sem er á seinasta snúningi og þarfnast uppfærslu og fjórða tölvan er notuð sem server. Við erum með ADSL tengingu síðan í september 2002. Ég hef notað Netið í vetur til upplýsingaöflunar í tenslum við námið og einnig svolítið í kennslunni og svo nota ég heimilisbanka. Ég hef aldrei keypt neitt á netinu nema farseðla og aldrei hlaðið niður dóti þaðan. Aftur á móti nota strákarnir tölvuna til daglegra samskipta, upplýsingöflunar og einnig til að hlaða niður ýmsu og kaupa varning s.s. myndir, bækur og módel.
Tveir prentarar eru til hjá okkur og einn skanni sem erfitt er að nota við tölvuna mína og ég kann ekkert á hann. Við eigum ekki stafræna myndavél en ein slík er í skólanum þar sem ég starfa og ég stefni að því að læra á hana.
Þrjú sjónvörp eru til, einn DVD spilari og tvö myndbandstæki.
Við erum með heimilissíma og eigum öll GSM síma, minn eignaðist ég árið 2000.
Ég læt þetta duga í kvöld og hverf inní draumalandið.


Ég reyndi aftur í kvöld við tenginguna og það tókst næstum því, en ekki alveg. Ég verð að reyna aftur á morgun.

Hér er heimasíðan mín.

26.1.03

Hér kemur stutt kynning á mér.
Ég heiti Sigríður Kristín Óladóttir fædd 22. mars 1951 og bý á Akranesi.

Ég gékk í Barnaskólann á Akranesi sem nú heitir Brekkubæjarskóli og svo í Gagnfræðaskólann sem í dag er Fjölbrautaskóli Vesturlands og lauk þaðan landsprófi 1967.
Var í Kvennaskólanum á Blönduósi veturinn ’68 - 1969.
Ég útskrifaðist úr Húsmæðrakennaraskóla Íslands 1973.
Starfaði á Sjúkrahúsi Akraness í nokkur ár, sem ræstingarstjóri um tíma og síðar sem matráðskona.
Núna kenni ég við Brekkubæjarskóla, sem er grunnskóli hér í bæ. Ég kenni heimilisfræði í 3. - 10.bekk og er búin að kenna þar í 16 ár.

Fjölskylda:
Ég er tvígift, fyrri maður minn Atli Þór Helgason úrsmiður dó 1980. Með honum á ég þrjú börn Helgu f.1974, Óla Örn f. 1978 og Þóru f. 1980. Seinni maður minn er Agnar Guðmundsson húsgagnasmíðameistari, við skildum árið 2002 með honum á ég Atla Þór f. 1984.
Ég hef verið afar heppin með börnin mín get ekki líst því hvílíkur fjársjóður þau eru.
Svo á ég tvö barnabörn Nínu, 7 ára og Hlyn Björn sem er 3ja ára. Þau eru líka algjörar perlur.

Áhugamál:
Fjölskyldan er eitt af áhugamálum mínum og svo hef ég mjög gaman af því að ferðast. Önnur áhugamál eru útivera, sérstaklega gönguferðir, söngur og síðast en ekki síst línudans.

Í dag bý ég með sonum mínum, kenni allt of mikið og stunda nám í Tölvu- og upplýsingatækni í Kennaraháskóla Íslands. Námið fór ég í til að víkka sjóndeildarhringinn og einnig til að athuga hvort ég búi enn yfir hæfileikanum til að læra. Satt að segja efast ég stundum og velti því fyrir mér hvort það sé þjálfunarleysi, of mikill svefn (mér var haldið sofandi í nokkrar vikur 1999) eða einfaldlega ellikerling.
Ég hlakka til að takast á við námið, mér finnst ég kunna afskaplega lítið á tölvur, en það á vonandi eftir að breytast í vetur.

25.1.03

Er að athuga með auglýsingarnar, það kemur ef til vill í ljós seinna.

Þetta gékk hjá mér, húrra! Næst ætla ég að reyna breyta útlitinu aðeins og svo held ég áfram.

Sæl
Þetta er bara prufa. Ég er ekki viss um að þetta virki hjá mér en sjáum til. Ég á enn eftir að kaupa aðgang þannig að ég losni við auglýsingarnar. Ef þetta verður í lagi þá er það næst á dagskrá svo er að byrja að setja inn kynninguna á mér, tæknisögu og framtíðarsýn. Bless í bili.

15.1.03

nnnnn