Sigríður Kristín Óladóttir

28.1.03

Hér kemur svo tæknisagan mín.

Ég hef afar litla reynslu af tölvum, hef aðallega notað tölvu til að senda tölvupóst og skrifa uppskriftir fyrir nemendur mína. Þetta hef ég gert síðan 1998 eftir nám í öldungadeild (Rit 103)þar sem ég lærði m.a. fingrasetninguna (þessi á líka við mig :Kemst þótt hægt fari). Einnig færði ég bókhald í tölvu í 3 ár, en ég læt vera að segja hver staða fyrirtækisins er í dag. Í vetur byrjaði ég að nota MSN sem ég nota mikið til að “tala” við dóttur mína sem býr í Þýskalandi. Ég á ekki “auga” til að nota við MSN en ég hef heyrt að það sé gaman að eiga eitt slíkt. Yngri dóttir mín er að vinna í Englandi og ég á von á að við munum líka nota MSN og að sjálfsögðu tölvupóst.
Ég gerði líka nokkrar glærur í Power Point og var það frumraun mín við á því sviði.

Á heimilinu eru fjórar tölvur, strákarnir mínir eiga báðir tölvu, ég á eina sem er á seinasta snúningi og þarfnast uppfærslu og fjórða tölvan er notuð sem server. Við erum með ADSL tengingu síðan í september 2002. Ég hef notað Netið í vetur til upplýsingaöflunar í tenslum við námið og einnig svolítið í kennslunni og svo nota ég heimilisbanka. Ég hef aldrei keypt neitt á netinu nema farseðla og aldrei hlaðið niður dóti þaðan. Aftur á móti nota strákarnir tölvuna til daglegra samskipta, upplýsingöflunar og einnig til að hlaða niður ýmsu og kaupa varning s.s. myndir, bækur og módel.
Tveir prentarar eru til hjá okkur og einn skanni sem erfitt er að nota við tölvuna mína og ég kann ekkert á hann. Við eigum ekki stafræna myndavél en ein slík er í skólanum þar sem ég starfa og ég stefni að því að læra á hana.
Þrjú sjónvörp eru til, einn DVD spilari og tvö myndbandstæki.
Við erum með heimilissíma og eigum öll GSM síma, minn eignaðist ég árið 2000.
Ég læt þetta duga í kvöld og hverf inní draumalandið.


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home