Sigríður Kristín Óladóttir

16.12.06

Gestir að heiman!

Við erum að fá gest á eftir, Ragnheiður mágkona Þórðar er að koma til okkar og ætlar að gista eina nótt. Hún er að sækja sonardóttur sína sem býr í Svíþjóð, því hún verður hjá þeim og pabba sínum um jólin. Þórður skrapp út á flugvöll til að taka á móti henni og ég er að læra!!! Eða ætlaði að gera það :)

Halla og Palli eru líka hér í Kaupmannahöfn og við ætlum að hittast á morgun, það er alltaf gaman að hitta vini og ættingja að heiman.

Við keyptum okkur ódýran prentara á miðvikudaginn og erum búin að tengja hann og prófa hann. Við erum alltaf svo... montin þegar okkur tekst að finna út úr svona tölvumálum.

Á miðvikudaginn hittumst við gamli bekkurinn úr Kiss, eða sá hluti sem hefur haldið hópinn alls 10 manns. Okkur var boðið í kvöldmat heim til Wei Ju sem er frá Taiwan. Þetta var mjög skemmtilegt kvöld, við borðuðum mat sem húsmóðirin eldaði og einnig fengum við að smakka tvo rétti frá Pakistan og eftirrétt sem pólski nemandinn gerði. Þetta var mjög gott allt saman og gaman að kynnast matarmenningu annarra þjóða. Á miðvikudaginn eftir prófið er okkur svo boðið í julefrokost til Tacio sem er frá Brasilíu, spennandi ekki satt?

Annars allt gott héðan, núna hefur kólnað úti. Það er ekki nema 6° hiti og rigningarúði. Nú styttist í að við komum heim, ekki nema nokkrir dagar og það verður aldeilis gaman. Bið að heilsa í bili. Kveðjur frá K.höfn.

12.12.06

Hlynur Björn töffari!

 
Hann er flottur í nýju náttfötunum, pilturinn. Posted by Picasa

11.12.06

Jólahlaðborð og utanlandsferð!

Sælt veri fólkið! Nú eru bara 10 dagar þangað til við komum heim í jólafrí, gaman gaman!!
Það er alltaf nóg að gera hjá okkur, ég skil ekkert í þessu. Í dag er liðin vika síðan Hlöbbi bróðir og Kristín og Óli senior og Kristine voru hjá okkur skemmtilega kvöldstund, takk fyrir síðast!
Nú erum við líka búin að prófa danskt jólahlaðborð, það gerðum við á föstudagskvöldið. Ég verð að segja að við urðum fyrir svolitlum vonbrigðum með það, það er ef til vill af því að við erum svo góðu vön, hvað haldið þið?

Á laugardagsmorguninn skelltum við okkur svo í lestarferð til Svíþjóðar. Við fórum til Málmeyjar og skoðum m.a. jólamarkað í miðborginni. Veðrið var alveg frábært og gaman að skreppa þetta til að skoða aðeins lífið og menninguna í Svíþjóð. Við erum um 45 mínútur aðra leiðina með lest og þetta er ekki svo dýrt. Við borguðum helmingi minna fyrir lestarmiðana fram og til baka en við borguðum fyrir að keyra yfir Eyrarsundsbrúna, sem þýðir bara það, að það er dýrt að aka yfir brúna. Það er vissulega hægt að kaupa kort sem er miklu ódýrara, en við höfum ekki kynnt okkur það.

Þórður kom á móti mér í skólann í dag og við fórum á pósthúsið til að sækja pakka sem við fengum frá Helgu og fjölsk. Pakkinn innihélt allskonar góðgæti, dýrindis heimabakaðar smákökur, flott kort frá Nínu, stollen, konfektmola og sápur sem ilma yndislega. Kærar þakkir fyrir okkur Helga og fjölskylda!!
Svo fórum við á Baresso kaffihús og fengum okkur dásamlega gott kaffi, það var fínt að fara aðeins inn úr rokinu og rigningunni sem er hér núna. Mér dettur samt ekki í hug að kvarta, við erum búin að hafa svo gott veður í haust eða það sem af er vetri. Smávegis rok og rigning gerir nú ekki mikið til, við klæðum okkur bara eftir veðri.

Ég talaði aðeins við Atla (sem er lasinn) og Þóru á Skype áðan og Atli eða þau eru búin að hengja upp jólaseríurnar heima, þetta er dugnaðarfólk sem ég á.

Bara eitt í lokin, lífið er dásamlegt ekki satt?

5.12.06

Nína í náttkjólnum!

 
Nína komin í jólastuð, ljósum skreytt. Posted by Picasa

Balthasar í nýju náttfötunum!

 
Hann er aldeilis fínn í nýju náttfötunum. Posted by Picasa

3.12.06

1. sunnudagur í Aðventu!

Ég hef ekki verið dugleg að blogga að undanförnu, en svona er þetta bara!
Mæja systir Þórðar og Keli fóru heim á mánudaginn eftir velheppnaða helgarferð hingað. Það var gaman að fá þau í heimsókn hingað. Þau voru heppin með veður og ánægð með Adina hótelið,fannst það alveg meiriháttar. Já veðrið hér er aldeilis búið að vera gott, alveg methiti frá því að mælingar hófust. Meðalhitinn fyrir september, október og nóvember er yfir 12°, sem þykir ekki svo slæmt heima á Íslandi í júlí!!! Hugsið ykkur bara.
Þau buðu okkur út að borða á laugardagskvöldinu, við fórum á stað sem heitir Rio Grande og er rétt hjá Ráðhústorginu, frábær staður og frábær matur.

Aðventukransarnir eru eitt af augljósustu merkjum þess að aðventan er gengin í garð. Nú er fyrsti sunnudagur í aðventu og þá kveikjum við á fyrsta kertinu. Fyrsta kertið er Spádómakertið, það minnir á fyrirheit spámannanna um komu frelsarans.
Við Þórður eigum eftir að fara út og kaupa okkur krans, við gerum það á eftir.

Á föstudagskvöldið bauð Hlöbbi bróðir okkur út að borða með þeim skötuhjúum og Óla og Kristine. Við fórum á veitingarstað á Grábræðratorgi, fínn staður og matur og gaman að vera með þeim. Takk fyrir okkur!! Þau koma svo til okkar á mánudagskvöldið.
Ekki meira að sinni, endum aðventukveðjur héðan.

1.12.06

Level 3!

Lokadagur í level 3, var í dag, það er mikið búið að vera að gera í skólanum síðustu 3 vikur, og..... ég náði!!!!!

Þórður er ótrúlega stoltur, hann er búinn að sjá hvað ég hef haft mikið fyrir þessu. Nú erum við að fara að hitta Hlöbba og Kristínu og Óla og Kristine.

Meira seinna elskurnar!! Bless