Sigríður Kristín Óladóttir

3.12.06

1. sunnudagur í Aðventu!

Ég hef ekki verið dugleg að blogga að undanförnu, en svona er þetta bara!
Mæja systir Þórðar og Keli fóru heim á mánudaginn eftir velheppnaða helgarferð hingað. Það var gaman að fá þau í heimsókn hingað. Þau voru heppin með veður og ánægð með Adina hótelið,fannst það alveg meiriháttar. Já veðrið hér er aldeilis búið að vera gott, alveg methiti frá því að mælingar hófust. Meðalhitinn fyrir september, október og nóvember er yfir 12°, sem þykir ekki svo slæmt heima á Íslandi í júlí!!! Hugsið ykkur bara.
Þau buðu okkur út að borða á laugardagskvöldinu, við fórum á stað sem heitir Rio Grande og er rétt hjá Ráðhústorginu, frábær staður og frábær matur.

Aðventukransarnir eru eitt af augljósustu merkjum þess að aðventan er gengin í garð. Nú er fyrsti sunnudagur í aðventu og þá kveikjum við á fyrsta kertinu. Fyrsta kertið er Spádómakertið, það minnir á fyrirheit spámannanna um komu frelsarans.
Við Þórður eigum eftir að fara út og kaupa okkur krans, við gerum það á eftir.

Á föstudagskvöldið bauð Hlöbbi bróðir okkur út að borða með þeim skötuhjúum og Óla og Kristine. Við fórum á veitingarstað á Grábræðratorgi, fínn staður og matur og gaman að vera með þeim. Takk fyrir okkur!! Þau koma svo til okkar á mánudagskvöldið.
Ekki meira að sinni, endum aðventukveðjur héðan.

3 Comments:

  • glædelig advent

    venlig hilsen
    HA

    By Anonymous Nafnlaus, at 3/12/06 15:04  

  • http://balthasar.barnaland.is/album/img/49479/20061204215540_7.jpg

    jólabarnið í ár...

    By Anonymous Nafnlaus, at 4/12/06 22:13  

  • Ég er búin að setja mynd af honum, hann er algjör dúlla í nýju náttfötunum. Helga værir þú ekki til í að taka mynd af Nínu í náttkjólnum og senda mér?

    Óli, viltu taka mynd af Hlyni Birni í nýju náttfötunum sínum og senda mér?

    Þá set ég mynd af þeim hér á bloggið mitt :)

    By Blogger Frú Sigríður, at 5/12/06 12:02  

Skrifa ummæli

<< Home