Sigríður Kristín Óladóttir

16.11.06

Mortens aften!

Ég ætlaði alltaf að segja ykkur aðeins frá Mortens aften eða Mortens degi. Helga er búin að segja aðeins frá venjum í Þýskalandi í sambandi við St. Martin. Hann hét sem sagt, Saint Martin frá Tours og fæddist í kringum 316. Helgidagurinn sem kenndur er við hann St. Martin er þann 11. nóvember. Þessi merki maður stofnaði fyrsta klaustrið í Frakklandi og er að ég held verndarengill Frakklands. Fólkinu þótti mjög vænt um hann m.a. af trúarlegum ástæðum og vildi gera hann að biskup. Hann var ekki parhrifinn af þessum áformum og faldi sig, hann vildi ekki verða biskup. Hann valdi nú ekki besta staðinn til þess að fela sig, því hann faldi sig í gæsastíu. Gæsirnar voru ekkert hrifnar af þessum óboðna gesti og upphófst þetta líka gasalega gæsagarg, eins og gæsum er einum lagið. Martin fannst því og var gerður að biskup, eiginlega þvert gegn vilja sínum. Þegar hann var orðinn biskup, ákvað hann að hefna sín á gæsunum og sagði að þann 11. nóvember ár hvert ættu allir að slátra gæs og borða hana með bestu list. Þetta skrifa ég alveg án ábyrgðar, ég las þetta einhvers staðar á Netinu :)
Nú er það svo að gæsir eru stórar og dýrar, þess vegna borða flestir hér í Danmörku endur á Mortens aften sem er 10. nóvember eða kvöldið áður.

Við Þórður elduðum andabringur á laugardeginum. Við fengum uppskriftina hans Magga bróður. Það er bara eitt orð yfir þessa máltíð, hún var aljört sælgæti. Sósan var guðdómlega góð og stóð alveg undir nafni sínu sem dulúðug appelsínu -og kanil sósa.
Andabringurnar voru bornar fram með brúnuðum kartöflum, rauðkáli og sósunni góðu. Ég ætla að setja inn myndir sem Helga sagði mér að taka af bringunum góðu og ég gegndi því auðvitað eins og hlýðin móðir :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home