Sigríður Kristín Óladóttir

11.12.06

Jólahlaðborð og utanlandsferð!

Sælt veri fólkið! Nú eru bara 10 dagar þangað til við komum heim í jólafrí, gaman gaman!!
Það er alltaf nóg að gera hjá okkur, ég skil ekkert í þessu. Í dag er liðin vika síðan Hlöbbi bróðir og Kristín og Óli senior og Kristine voru hjá okkur skemmtilega kvöldstund, takk fyrir síðast!
Nú erum við líka búin að prófa danskt jólahlaðborð, það gerðum við á föstudagskvöldið. Ég verð að segja að við urðum fyrir svolitlum vonbrigðum með það, það er ef til vill af því að við erum svo góðu vön, hvað haldið þið?

Á laugardagsmorguninn skelltum við okkur svo í lestarferð til Svíþjóðar. Við fórum til Málmeyjar og skoðum m.a. jólamarkað í miðborginni. Veðrið var alveg frábært og gaman að skreppa þetta til að skoða aðeins lífið og menninguna í Svíþjóð. Við erum um 45 mínútur aðra leiðina með lest og þetta er ekki svo dýrt. Við borguðum helmingi minna fyrir lestarmiðana fram og til baka en við borguðum fyrir að keyra yfir Eyrarsundsbrúna, sem þýðir bara það, að það er dýrt að aka yfir brúna. Það er vissulega hægt að kaupa kort sem er miklu ódýrara, en við höfum ekki kynnt okkur það.

Þórður kom á móti mér í skólann í dag og við fórum á pósthúsið til að sækja pakka sem við fengum frá Helgu og fjölsk. Pakkinn innihélt allskonar góðgæti, dýrindis heimabakaðar smákökur, flott kort frá Nínu, stollen, konfektmola og sápur sem ilma yndislega. Kærar þakkir fyrir okkur Helga og fjölskylda!!
Svo fórum við á Baresso kaffihús og fengum okkur dásamlega gott kaffi, það var fínt að fara aðeins inn úr rokinu og rigningunni sem er hér núna. Mér dettur samt ekki í hug að kvarta, við erum búin að hafa svo gott veður í haust eða það sem af er vetri. Smávegis rok og rigning gerir nú ekki mikið til, við klæðum okkur bara eftir veðri.

Ég talaði aðeins við Atla (sem er lasinn) og Þóru á Skype áðan og Atli eða þau eru búin að hengja upp jólaseríurnar heima, þetta er dugnaðarfólk sem ég á.

Bara eitt í lokin, lífið er dásamlegt ekki satt?

2 Comments:

  • Greinilega alltaf gaman hjá ykkur elsku fólk. En jeee hvað ég var hissa með hvað það er þá ódýrt í lest. Hér er einmitt hlutfallslega dýrt í lest, svosem engar brýr en samt dýrt. Þannig að þið farið bara með lest. Já Malmö er ansi hugguleg er það ekki, á eftir að koma þangað! Það jafnast nú samt ekkert á við þýska jólamarkaði er ÞAÐ?

    En leiðinlegt með Atla, vonandi jafnar hann sig fljótt. En þau dugleg að rífa upp seríurnar, bara frekar snemma í ár???

    Notið gotterísins...
    Kv. Helga

    By Anonymous Nafnlaus, at 11/12/06 22:11  

  • hæ ég veit ekki siman hjá ykkur og þarf að ná í ykkur einnig er ég búin að tína emalinu ykkar veit ekki hvað er að mér bless Ragnheiður

    By Anonymous Nafnlaus, at 12/12/06 19:48  

Skrifa ummæli

<< Home