Sigríður Kristín Óladóttir

10.5.06

Afmælisdagur Helgu

Hún á afmæli í dag,
hún á afmæli í dag.
Hún á afmæli hún Helga,
hún á afmæli í dag.

Hjartanlegar hamingjuóskir í tilefni dagsins Helga mín.

Eins og þið sjáið, þ.e.a.s. þeir sem enn nenna að kíkja á bloggið mitt, þá er ég hætt að blogga. Bæði það að ég hef verið að drukkna í vinnu og námi og hin ástæðan er sú að ég fékk tilmæli um að fjarlægja "comment" af blogginu mínu sem eitthvert barna minna hafði sett inn fyrir nálægt 2 árum. Þessi comment eru reyndar löngu farin út,en svona er þetta. Fólk er oft viðkvæmt, það sannast ef til vill hér að sannleikanum er hver sárreiðastur.Það mætti halda að ekki væri málfrelsi í landinu. Hafið þið skoðun á þessu?