Sigríður Kristín Óladóttir

20.12.05

Jólafrí

Í dag eftir litlujólin og hangikjetsát starfsmanna kemst maður í langþráð jólafrí. Það verður alveg frábært að komast í frí. Núna finnst mér jólafríið svo langt af því að það eru bara virkir dagar fram að jólum, einnig þegar maður hugsar til hinna sem ekki vinna í skólum eða eru nemendur, þá er fríið ansi stutt, bara eins og helgi + mánudagurinn.

Ég hef ekki getað bloggað heima, það er ótrúlega pirrandi og þar kemur ástæðan fyrir því hve sjaldan ég blogga núorðið. Ég stefni á að kíkja til Reykjavíkur á morgun, ég skal kíkja á pósthúsið fyrir þig Óli!!

Ég gleymdi líka að segja ykkur, Þóra og Óli að Halla frænka ykkar ætlar að hafa opið hús á Þorláksmessu eins og í fyrra frá klukkan 18:00 - 22:00. Kíkið endilega ef þið getið, ég veit ekki með okkur hvort við skellum okkur við sjáum til.

13.12.05

Námslaun og fleira

Já gleðifréttirnar 1. des voru þær að ég fæ námslaun næsta skólaár. Ég er ákveðin í að fara til Danmerkur í nám, en er þó ekki búin að ákveða hvað ég fer í. En eitt er víst að þetta kom skemmtilega á óvart, ég bjóst ekki við að fá orlof svona fljótt. Þórður kemur með mér, þannig að þetta verður vonandi ferlega gaman.Það er endalaust verið að skemmta sér. Reykjavíkurferðin þegar við Þórður og Valli og Dóra fórum á Kabarett var mjög skemmtileg. Við Valli sváfum að vísu bæði nokkuð vel á sýningunni og við höfðum að orði eftir sýninguna að þeir í Íslensku Óperunni mættu nú alveg fara að endunýja sætin til að betra sé að sofa í þeim!!!

Við fórum svo á pöbbarölt á eftir, en enduðum á Kringlukránni. Þar spilaði hljómsveit Geirmundar Valtýssonar, en það sem vakti furðu okkar var að fylgjast með körlum á aldrinum 50 - 70 sem voru æstir í konuleit. Svei mér þá, þeir voru farnir að hlaupa hring eftir hring, líklega er þetta notað og nýtt markaður.Við fórum á jólahlaðborð með fyrirtækinu sem Þórður vinnur hjá þ.e.a.s. Viðari og Magga múrurum þann 2. des. Þetta var mjög grand hjá þeim, fyrst var okkur boðið heim til Fjólu og Viðars í fordrykk, ólívur o.fl. Svo á Breiðina, þar var veitt vín með matnum og grand eða koníak á eftir. Maturinn, sem var frá Galíto var fínn, sérstaklega forréttirnir, en þeir hefðu mátt skreyta salinn aðeins meira og hafa einhver skemmtiatriði eða söng. Rangheiður Gröndal átti að syngja en hætt var við það af einhverjum ástæðum og ekkert sett á í staðinn. Gallinn við kvöldið var sá að við vorum eiginlega stóluð út klukkan rúmlega 23:00. Við fórum aftur heim til Fjólu og Viðars og vorum þar fram eftir nóttu. Takk fyrir okkur.Við skólasystur hittumst svo hjá Höllu í strætinu 3. des föndruðum og töfruðum fram jólahlaðborð þar sem allar komu með einn rétt.Og útlagarnir komu svo hingað í jólaglögg og hlaðborð síðasta föstudag. Allir komu með einn rétt og þetta heppnaðist líka vonum framar. Það var ekki skipulagt hvað hver átti að koma með, en útkoman var alveg frábær forréttir, aðalréttur og eftirréttir(ferlega eru mörg r í þessu orði).Óli og Karen komu svo á laugardaginn, fóru í pottinn og á jólahlaðborð og gistu eina nótt hjá okkur.Helga er búin baka smákökur og gera laufabrauð, hún slær mér aljörlega við í jólaundirbúningnum, það er svo mikill kraftur í henni.

2.12.05

Koss á kinn!

Segið svo að kennarastarfið sé ekki gefandi. Í fyrradag var ég meðal annars að kenna 3.bekk. Krakkarnir voru að baka súkkulaðismákökur og þeim gekk mjög vel. Í lok tímans sagði einn lítill: Frú Sigríður, get ég nokkuð fengið uppskriftina. Ég sagði já já, ég er búin að ljósrita þær fyrir ykkur. Þá sagði hann : Hvað kostar uppskriftin? Ég sagði hún kostar ekkert, skólinn gefur ykkur hana. Þá kom hann til mín og sagði: Ég held að ég verði að smella á þig einum, þú ert svo góður kennari og svo smellti hann einum kossi á kinnina á mér. Krúttaralegt ekki satt?

Í gær fékk ég svo ótrúlegar gleðifréttir!!!!!