Sigríður Kristín Óladóttir

20.12.05

Jólafrí

Í dag eftir litlujólin og hangikjetsát starfsmanna kemst maður í langþráð jólafrí. Það verður alveg frábært að komast í frí. Núna finnst mér jólafríið svo langt af því að það eru bara virkir dagar fram að jólum, einnig þegar maður hugsar til hinna sem ekki vinna í skólum eða eru nemendur, þá er fríið ansi stutt, bara eins og helgi + mánudagurinn.

Ég hef ekki getað bloggað heima, það er ótrúlega pirrandi og þar kemur ástæðan fyrir því hve sjaldan ég blogga núorðið. Ég stefni á að kíkja til Reykjavíkur á morgun, ég skal kíkja á pósthúsið fyrir þig Óli!!

Ég gleymdi líka að segja ykkur, Þóra og Óli að Halla frænka ykkar ætlar að hafa opið hús á Þorláksmessu eins og í fyrra frá klukkan 18:00 - 22:00. Kíkið endilega ef þið getið, ég veit ekki með okkur hvort við skellum okkur við sjáum til.

5 Comments:

  • Frábært! (bæði með pósthúsið og Höllu frænku). Ég hugs að ég kíki í smá stund og taki jafnvel Karen með mér. Sé ég þig þá á morgun? Ætlaru að kíkja í heimsókn á mig eða á ég að hitta þig einhversstaðar?

    By Blogger Rokkarinn, at 20/12/05 11:31  

  • Hæ má ég vera með í umræðunni? Ég bið að heilsa Höllu og family þeir sem kíkja þangað.

    Velkomin í jólafrí mamma, það verður nú gaman að koma og borða lakkrískurlkökur hjá þér í janúar, ertu annars ekki búin að gera þær? Kannski þú skellir í eins og eina uppskrift, við eigum ekki lakkrískurl hér skiluru. Fékk smá smakk hjá Ingu í morgun, skrapp í kaffi til Recklinghausen og mmmm en yndislegar smákökur. Hún lét senda sér kurlið.

    Gangi ykkur vel í jólaösinni, ykkar Helga... ps við ætlum að vera í Brussel um áramótin, svaka flott á því finnst ykkur ekki???

    By Blogger Helga, at 20/12/05 12:30  

  • Hæ ég var að koma heim, sem sagt komin í jólafrí, jibbý!!!

    Ég er búin að baka 4 smáköku-tegundir og læt það duga, lakkrístoppana, sörur, spesíur og súkkulaðibitakökur. Óli ég sé til með að hitta þig á morgun, ég hringi í þig :)

    Helga hvað eruð þið lengi að keyra frá Brussel til Amsterdam?

    By Blogger Frú Sigríður, at 20/12/05 16:03  

  • Við erum tvo tíma, kannski förum við stöllur í lest, ætla aðeins að ´sjá til með færð og svona.

    í raun alveg sama hvort við förum héðan heimanað frá okkur til Amsterdam eða frá Brussel, látum borgina virka á okkur yfir áramótin....

    Vantar ykkur eitthvað frá Belgíu?

    By Blogger Helga, at 20/12/05 20:01  

  • Hey, Sigga, þessi hlekkur er ágætur fyrir Danmerkurfara...
    http://www.danmork.is/

    Kveðja, Óli Seníor

    By Anonymous Nafnlaus, at 3/1/06 17:20  

Skrifa ummæli

<< Home