Sigríður Kristín Óladóttir

18.11.05

Leikhúsferðir

Lífið gengur sinn vanagang og það er svo sannarlega alltaf nóg að gera. Það afsakar ekki hversu léleg ég er að blogga, ég ætti ef til vill að stefna á að skrifa nokkrar línur einu sinni í mánuði, væri það ekki fínt?

Við Þórður sáum leikritið eða réttar sagt óperettuna "Gest" síðasta föstudagskvöld. Það var ein sýnig á Skaganum í tilefni Vökudaga. Þessi óperetta er eftir Skagamennina Gaut Gunnlaugsson og Gunnar Kristmannsson sem eru fæddir 1970. Við skemmtum okkur konunglega, verst var þó hvað var fátt í Bíóhöllinni.

Skólaysturnar komu svo til mín á laugardaginn og gaf ég þeim m.a. lax sem Valli veiddi, flakaði og gaf mér, mjög þægilegt!!. Auk þess var uppskriftin frá þeim heiðurshjónum Valla og Dóru og þótti hún mjög góð, stelpurnar voru sem sagt mjög hrifnar. Hanna hetjan okkar kom líka á Skagann og það var gaman að sjá hve dugleg hún er að ganga, þrátt fyrir sársauka þar sem enn grefur í stúfunum og auk þess finnur hún mikið til í beinunum og á eftir að gera það í a.m.k. ár í viðbót.

Í kvöld förum við svo á leikritið Ég er mín eigin kona sem sýnt er í Iðnó. Við förum með starfsfólki úr Brekkubæjarskóla, það fara reyndar ekki mjög margir. Á dagskrá er að borða léttan kvöldverð á Hressó fyrir leikritið og fara svo á pöbbarölt á eftir.

Um næstu helgi förum við svo á Kabarett með Valla og Dóru þannig að leikhúslífið er í góðum gír þessar vikurnar.

1 Comments:

  • Frábært hjá ykkur. Þið eruð svo dugleg að vera á flakki og skemmta ykkur í lífinu. Það væri nú gaman að fara með ykkuur en það bíður betri tíma.

    gó í blogginu svo mamma....

    By Blogger Helga, at 19/11/05 21:15  

Skrifa ummæli

<< Home