Tölvuvandræði og afmæli á Ströndum
Hvað ætli sé að tölvunni minni? Getur einhver sagt mér af hverju ég get ekki komið blogginu út á Netið þegar ég hef skrifað e-ð, hún strækar endalaust.
Afmælisveisla Þórðar heppnaðist mjög vel á föstudagskvöldið. Krakkar mínir, fólkið hans hafði orð á að þið væruð alveg sérstaklega skemmtileg :).
Við fórum svo til Hólmavíkur á laugardaginn í 50 ára afmæli Rönku á Hrófá. Fínt afmæli, enginn eltingarleikur við hænurnar sem fóru víst næstum því í sjóinn þegar Siggi var fimmtugur í fyrra. Litlu munaði þó að hrútarnir færu í sjóinn þegar Danni bróðir Rönku tók smá trylling með afmælisbarnið á torfærutrölli sínu, með tilheyrandi hávaða og sprengingum. Við gistum ásamt Lofti og fjölskyldu í Strandaseli en foreldrar Þórðar og Mæja og börn gistu í Orkuseli.
Afmælisveisla Þórðar heppnaðist mjög vel á föstudagskvöldið. Krakkar mínir, fólkið hans hafði orð á að þið væruð alveg sérstaklega skemmtileg :).
Við fórum svo til Hólmavíkur á laugardaginn í 50 ára afmæli Rönku á Hrófá. Fínt afmæli, enginn eltingarleikur við hænurnar sem fóru víst næstum því í sjóinn þegar Siggi var fimmtugur í fyrra. Litlu munaði þó að hrútarnir færu í sjóinn þegar Danni bróðir Rönku tók smá trylling með afmælisbarnið á torfærutrölli sínu, með tilheyrandi hávaða og sprengingum. Við gistum ásamt Lofti og fjölskyldu í Strandaseli en foreldrar Þórðar og Mæja og börn gistu í Orkuseli.
2 Comments:
Bíðið hvað er að gerast?
By Frú Sigríður, at 4/10/05 11:01
Þú getur deletað þessu ef þú logar þig inn á Blogger og ferð svo í view blog og í komments. Þá sérðu litla ruslafötu fyrir neðan kommentið og þá getur þú sagt remowe og delete. Gangi þér vel.Eyddu þessu þá í leiðinni.
By Helga, at 4/10/05 11:12
Skrifa ummæli
<< Home