Sigríður Kristín Óladóttir

26.7.05

Sol og blida

Nu er vedrid alveg meirihattar gott her i K.hofn, sol og blida. Vid erum alltaf ad sja betur og betur hvad vid erum vel stadsett. Buin ad fara einn hring i sightseeing um borgina og holdum afram sidar.
Allar hopp ferdir uppseldar hja Tjaereborg og theirri kedju sem henta okkur, en thad er allt i lagi, vid forum til Svithjodar med Helgu, Alex og Ninu. Kikjum ef til vill i Tivoli a eftir. Forum nu i ad skoda baeklinga sem vid tokum adan og kaupa smavegis i isskapinn.
Bestu kvedjur hedan ur Køben.

25.7.05

Komin til Kaupmannahafnar

Hallo krakkar
Vid erum nu komin til kongsins Kaupmannahafnar. Her er rigning en heitt og gott vedur. Ibudin er rett hja Hovedbanegarden og er uppi a 4.haed. Vid eigum nu ekki eftir ad vera mjog mikid thar (thad gera stigarnir!!)
Nu aetlum vid ad redda frelsi fyrir Thord af thvi ad thad gleymdist adur en lagt var i hann. Vonandi kom Alex ad saekja Ninu til Amsterdam, hana var buid ad dreyma ad pabbi hennar hafi ekki maett a flugvollinn. Hun var voda god heima hja okkur og svaf m.a. 4 naetur i tjaldi.

Vid forum nu ad skoda meira af K.hofn, kikjum seinna hingad og latum vita af okkur.

16.7.05

Í útilegu

Við erum núna í tjaldútilegu í Fannahlíð. Nína vildi koma með okkur og ætlar að vera aðra nótt. Hún hefði getað farið til Þóru í dag, Atli er að fara í bæinn, en henni finnst sport í að vera með okkur í tjaldinu. Hún kynntist frænku sinni, Stínu sem er 8 ára og er barnabarn Stínu og Helga Jens. Þær voru góðar saman og voru úti að leika sér og spila í tjaldinu, en vildu ekki dansa. Þær sögðust ekki fíla tónlistina, úps. Við skemmtum okkur vel í gær, þrátt fyrir rigningu og bleytu. Þórður var mikið til í sjoppunni og Nína var dugleg að hjálpa honum, en við dönsuðum þó nokkra dansa. Við skelltum okkur niður á Skaga til að sækja hornin sem við bökuðum í vikunni (192 stk) og vöfflujárn. En í dag verða tónleikar klukkan 15,00 og svo verður selt kaffi. Þegar við erum búin að ganga frá eftir tónleikana ætlum við heim til að elda kvöldmat og svo förum við aftur inneftir. Þetta er fínt, aðeins 10 mín keyrsla uppí Fannahlíð.

Annars er allt gott að frétta, harmonikulandsmótið á Neskaupstað var alveg frábært. Við keyrðum hringinn og rúmlega það, sáum í þeirri ferð að við þurfum að fara fljótlega aftur og skoða ýmsa staði miklu betur. Fórum af stað á þriðjudegi og komum heim á sunnudagskvöld, ókum tæplega 1700 kílómetra.
Svo er ættarmótið um næstu helgi og önnur tjaldútilega í Miðfirði.

Ingibjörg vinkona frá Þingeyri og Hólmgeir maður hennar komu á fimmtudaginn og gistu eina nótt. Við skelltum okkur á Mörkina og hlustuðum á Óla og Villa og skemmtum okkur gegt vel. Þeir voru dúndurgóðir strákarnir. En allt um það, það var svakagaman að fá þau í heimsókn og Hómgeir skellti sér í pottinn með Nínu og kunni hún vel að meta það.

5.7.05

Lagt af stað í ferðalag!!!

Jæja þá er að fara að pakka og leggja í hann. Við ætlum á Akureyri í dag, gistum þar hjá Mæju og Kela sem eru með íbúð þar. Ég hlakka til að hitta Systu sem ætlar að nudda mig í kvöld, ég verð eins og nýslegin túskyldingur á eftir, umm!!!. Hún er búin að læra nudd, útskrifaðist nú í vor.
Svo er ferðinni heitið á Egilsstaði, þangað förum við í rólegheitum á miðvikudaginn, kanski gistum við hjá Höllu og Dómhildi sem eru í bústað á Einarsstöðum. Síðan förum við á Neskaupstað, á landsmót harmonikuunnenda. Ég ætti ef til vill að hafa með mér fartölvuna og blogga öðru hverju, sjáum til. Svo verður Nína komin þegar við komum suður aftur, það verður svei mér gaman.Nú er bara að fara að taka sig til, heyrumst.

1.7.05

Hvítar rósir

Radda og Baldur komu áðan með 10 hvítar rósir til mín. Þau ætluðu að fara til mömmu með þær í tilefni dagsins, hún var auðvitað ekki heima, þannig að þau ákváðu að færa mér rósirnar í staðinn. Helga mín, þú segir henni frá þessu.
Maður bíður spenntur eftir fréttum frá Óla á Hróarskeldugleðinni.

Fæðingardagur pabba.

Ég fór í dag með blómin í kirkjugarðinn fyrir mömmu, en í dag hefði pabbi orðið 80 ára ef hann væri á lífi. Hann dó mjög ungur, aðeins 50 ára gamall. Ég fór með 7 rósir, en einhver var búinn að leggja eina rós á leiðið, örugglega einhver frá Valla bróður.

Annars er allt gott að frétta, við skólasystur hittumst hjá Gunnþórunni í gær til að ræða hvort við getum gert eitthvað fyrir Hönnu og fjölskyldu. Okkur kom saman um að það er ekkert sem við getum gert að svo stöddu, við verðum að bíða þar til hún verður vakin, en það verður ekki reynt fyrr en í fyrsta lagi eftir viku. Þá verður hún búin að sofa í 5 vikur.
Við ætlum að hafa fjölskyldu-grillveisluna hér á Skaganum, í skógræktinni í ágúst. Við ákveðum einhvern dag þegar gott er veður, jafnvel ákveðið samdægurs.
Einnig ætlum við í okkar árlegu sumarbústaðaferð í haust, þá verður horfið aftur til fortíðar í bústaðinn hennar Höllu sem er án rafmagns þannig að við munum ekki hafa allan lúxusinn sem við erum vanar. Gott mál það.

Valli bróðir hringdi áðan og bauð okkur Þórði að kíkja til þeirra Dóru og Gauja og Dóru í kvöld. Þau eru í bústað uppi í Andakílsá. Við sjáum til í kvöld hvað við gerum.