Sigríður Kristín Óladóttir

20.4.07

Frændurnir og afmælisbörn dagsins Óli Örn og Nonni


Þarna eru þeir í essinu sínu!!
Posted by Picasa

Afmæli og stórafmæli!!!



Frændurnir Óli Örn og Nonni eiga afmæli í dag. Óli Örn er 29 ára, en Nonni er 30 ára. Til hamingju strákar mínir. Óli er með syni sínum og kærustu á Benidorm, vonandi verður dagurinn sólríkur og skemmtilegur hjá afmælisbörnunum og fjölskyldum þeirra.

Vinkona mín Ragnheiður Ragnarsdóttir á líka stórafmæli í dag, hún er 50 ára. Hún er að heiman, skellti sér til Amsterdam með Óla sínum. Til hamingju með daginn Ragnheiður mín.
Posted by Picasa

19.4.07

Gleðilegt sumar!

Gleðilegt sumar kæru vinir.

Takk fyrir síðast Valli, Dóra og mamma. Ég setti hér nokkrar myndir sem teknar voru þegar þið voruð hér. Við höfum haft veislumat tvo daga í vikunni, á mánudaginn suðum við þennan líka fína fisk og á þriðjudaginn höfðum við smurt brauð með graflax, ekki dónalegt þetta.

Hér er sumardagurinn fyrsti ekki haldinn hátíðlegur eins og heima. Þórður stuepige, var meira að segja í þvottum í morgun sem oftast er ekki í frásögur færandi. Þegar hann var búinn að setja í vélarnar og ætlaði að borga til þess að setja þær af stað, fann hann ekki kortið (sem notað er til að borga með og koma vélunum af stað). Vélarnar eru í kjallara á nr. 33 en við búum í nr. 37 . Hann hljóp því út, upp, niður, inn og upp í íbúðina til þess að ná í kortið. En nei, hann fann bara alls ekki kortið góða, það var bara ekki á sínum stað. Þá var sest niður og spáð aðeins í hlutina og úps... kortið var í þvottahúsinu og í þvottavélinni!!!!! Þá var hann búinn að setja kortið í vasann á skyrtunni sinni og ákvað að setja skyrtuna í þvott en mundi ekkert eftir kortinu. En þetta bjargaðist allt.

Ég var í munnlegu prófi í morgun og í skriflegu í gær, gekk bara vel báða dagana og náði prófunum. Annars hefur þessi vika verið strembin í skólanum, þessi próf í gær og í dag og svo 3ja tíma kynning á PD3 prófinum sem verður í mai. Við höfum þess vegna verið í skólanum alla daga vikunnar og verðum líka á morgun. Annars allt gott, en nú er lítilsháttar rigning eftir sólina að undanförnu, það er bara gott fyrir gróðurinn hér.

Balthasar litli er með eyrnabólgu í báðum eyrum, vonandi batnar honum af lyfjunum sem hann fékk heima. Bestu kveðjur.

Á bryggjunni við enda Nýhafnarinnar.

Posted by Picasa

Valli í röðinn að ná í drykki.

Posted by Picasa

Í Svíþjóð, úps mamma þó!!!

Posted by Picasa

Komin til Svíþjóðar á laugardeginum, auðvitað í sól og blíðu

Posted by Picasa

Valli og Dóra hjá okkur með litlu syndina ljúfu

Posted by Picasa

Á Kongens Nytorv með Óla og Kristine

Posted by Picasa

Brauð og meððí í móttökunni á DBI Byen

Posted by Picasa

16.4.07

Afmælisbarn dagsins!!!

Hún á afmæli í dag,
hún á afmæli í dag.
Hún á afmæli hún Nína
hún á afmæli í dag.

Nína er 12 ára í dag. Elsku Nína, við sendum þér okkar bestu afmæliskveðjur frá Kaupmannahöfn. Við vonum að dagurinn verði góður, það er verst að við getum ekki knúsað þig. Við gerum það þegar við komum heim í staðinn. Knús og klemmur frá ömmu Siggu og Þórði.
Posted by Picasa

15.4.07

Stórkostlega helgi!!

Það er óhætt að segja að veðrið hafi leikið við mömmu, Valla og Dóru þessa daga sem þau hafa verið hér í Kaupmannahöfn. Við byrjuðum á að hitta þau á hótelinu þeirra á fimmtudagskvöldið, við buðum þeim uppá vatn, bjór, brauð og álegg sem við höfðum meðferðis í bakpokanum. Þetta borðuðum við kinnroðalaust í setustofu hótelsins rétt við móttökuna!!!
Hér hefur verið sól og nálægt 20 stiga hita síðan þau komu. Það er alveg ótrúlegt hvað mamma hefur verið dugleg að ganga hér. Hún byrjaði föstudaginn á því að ganga frá hótelinu (DGI Byen), Strikið og alla leið í Nýhöfnina og niður bryggjuna þar til að sjá Óperubygginguna. Valli sagði að hann hafi þurft að sita á sætinu hjá henni eða láta hana draga sig, því ferðin var svo mikil á henni. Þið þekki hann Valla!!! Óli Örn seniror og Kristine voru líka með á föstudaginn. Í gær fórum við svo í lestarferð til Málmeyjar og fórum svo að borða fínan mat í boði Valla og Dóru á Rio Bravo þegar við komum hingað um kvöldið. Veðrið var frábært og ferðin yfir sundið alveg stórkostleg. Mamma gekk þar líka eins og herforingi m.a. á torgið sitt, Lilla torg og öll hin torgin og göngugötur þeirra Svía. Í dag fóru þau í Tívolí og svo ókum við Strandveginn til Helsingör og enduðum á að borða á hótelinu þeirra í boði mömmu.
Þau fara svo heim á morgun þannig að ég er búin að kveðja þau, en Þórður ætlar að hitta þau i fyrramálið.
Takk fyrir samveruna hér, elsku mamma Valli og Dóra. Ég set inn myndir seinna, Valli þú sendir mér nú einhverjar myndir við tækifæri.
Bestu kveðjur.

8.4.07

Gleðilega páska!

Gleðilega páska kæru vinir. Nú erum við komin heim eftir mjög skemmtilega ferð til Skagen. Við fórum af stað á Skertorsdag og gistum á ágætishóteli í Hirtshals. Við vöknuðum klukkan 07 á Langfredag (ég má til með að setja dönsku nöfnin á þessum hátíðsdögum af því að mér finnst þau ferlega flott) og fórum í skoðunarferð til Frederikshavn og Skagen. Við fórum á nyrsta odda Danmerkur og skoðuðum nokkra markverða staði. Þar má nefna Pálmaströndina í Frederikshavn, Den Tilsandede Kirke og Råberg Mile þar sem sandurinn var svo fínn að hann minnti helst á hveiti.
Við skoðuðum líka Sjávarsafnið (Nordsø Museet) í Hirtshals og Fyr Bunkermuseum sem eru minjar frá síðari heimsstyrjöldinni, m.a. neðanjarðarbyrgi.
Á Skagen voru allar búðir opnaðar á Föstudaginn langa, rétt eins og um virkan dag væri að ræða en ekki í Frederikshavn. Líklega er þetta vegna þess að ferðamannastraumurinn lá til Skagen. Í sölubúðinni á Grenen sáum við fullt af myndum eftir málarann Krøyer, m.a. af Marie konunni hans en ég var einmitt að lesa litla bók um hana sem er ein af þremur bókum sem kemur á næsta prófi í skólanum.

Þegar við komum heim úr ferðinni ákváðum við að fara út að borða og á kráarrölt. Og viti menn, haldið þið að við höfum ekki hitt Íslendina á einni kránni. Þar á meðal var Skagamaðurinn Kristinn Hafsteins gamall skólabróðir minn og tvenn íslensk hjón. Við áttum saman skemmtilega kvöldstund áður en haldið var heim á hótel.

Núna var ég að heyra í Ragheiði Ragnars, en þau heiðurshjón koma til okkar á eftir. Það verður gaman að hitta þau hér í Kaupmannahöfn.

Ég set ef til vill inn myndir frá skoðunarferð okkar síðar. Hafið það sem best.

5.4.07

Afmælisbarn dagsins!

Ég skelli hér mynd af afmælisbarninu.
Það er ótrúlegt að hún sé orðin 80 ára.
Myndin var tekin þegar hún var hér í
Danmörku í október á síðasta ári.







Posted by Picasa

Til hamingju með daginn!

Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag.........
Já, ótrúlegt en satt en hún mamma, Gíslína Magnúsdóttir er 80 ára í dag. Elsku mamma, til hamingju með daginn.
Við vonum að þetta verði góður dagur og skemmtilegur dagur. Við knúsum þig þegar þú kemur hingað út með Valla og Dóru eftir nákvæmlega 1 viku.

Annars er allt gott að frétta af okkur. Við ætlum að leggja í smá ferðalag á eftir. Við ætlum að skoða Skagen, nyrst á Jótlandi. Við munum gista tvær nætur á Skaga Hótel í Hirtshals.
Við Skagamennirnir sendum okkar bestu kveðjur á Skagann!!!

1.4.07

Páskafrí og vorveður!!

Jæja nú er komið páskafrí hjá skólafólki, það er alveg dásamlegt. Ég þarf reyndar að læra svolítið í páskafríinu, en það er allt í lagi. Ég ætla að hafa vit á því að læra eitthvað á hverjum degi, hvað sem verður úr því en ég er nú samt aðeins byrjuð.
Veðrið hér þessa síðustu daga hefur verið alveg meiriháttar. Sól og blíða og stuttermabols-skyrtuveður. Í gær löbbuðum við niður í bæ og keyptum okkur lax í kvöldmatinn.
Við heyrðum tónlist og ræðuhöld við Cristiansborg og kíktum þangað. Þar var heldur betur mannfjöldi því þarna var á annan tug þúsunda fólks tóku þátt í friðsamlegum mótmælaaðgerðum til stuðnings íbúum fríríkisins Kristjaníu. Íbúar þar samþykktu tilboð danska ríkisins um að Kristjanía gangist undir sömu lög og önnur sveitarfélög gegn því að íbúarnir fái þróunarstyrki.
Fólkið krafðist þess einnig, að nýrri félagsmiðstöð í anda Ungdomshussins, sem rifið var nýlega, verði komið á fót.
Við vorum sammála um það, að aldrei áður höfum við séð þvílíkt samansafn furðufugla samankomið á einum stað, en það var vissulega gaman að sjá þetta lið.

Við komum við í Nýhöfninni á heimleiðinni, þar var þvílíkur fjöldi að hvergi var hægt að fá sæti á þessum lengsta bar heimsins. Ég minnist þess ekki að hafa séð svona marga sitja á bryggjunni sjálfri áður. Þar sat fólkið með bjórkippurnar sínar og sötraði bjórinn í blíðunni alveg við veitingastaðina. Við fengum okkur aftur á móti ís, því nú er búið að opna ísbúðina á horninu.

Nú er Helga flutt heim með börnin, en Alex kemst ekki fyrr en seinnipartinn í apríl. Þau munu búa á Jörundarholtinu þar til þau eru búin að byggja húsið sitt. Þannig að þegar við komum heim í lok júlí verðum við 7 í heimili, spennandi ekki satt?
Bestu kveðjur úr blíðunni í Kaupmannahöfn.