Sigríður Kristín Óladóttir

25.1.06

Valið byrjað

Núna er ég að kenna 10. bekk þau byrja klukkan 14:10 og eru til klukkan 16:50. Krakkarnir eru að borða þessa stundina og ég nota því tækifærið til að skrifa nokkur orð. Mér sýnist að þetta verði ekki alveg eins ljúft eins og fyrir áramót, en það er þó aldrei að vita. Hæfileikakeppni grunnskólanna ásamt hátónsbarkakeppninni verður á morgun og rennslið verður í kvöld, þá verða 7. bekkingum boðið að horfa á.
Við Þórður skiptum um dansskóla, við fórum í prufutíma í gærkvöldi hjá Heiðari Ástvaldss. Þetta gerðum við aðallega vegna þess að á miðvikudögum þegar valið er í heimilisfræði verð ég oftast til klukkan 18:00 í skólanum + eða - einhverjar mínútur. Þá hentar miðvikudagstíminn okkur illa. Hjá Heiðari erum við nánast í einkatímum, það eru aðeins 3 pör. Þau eru reyndar komin lengra en við, en við náum þeim líklega. Gunna og Valur komu okkur í þennan tíma, fínt mál
Ég er enn að skoða skóla og er ekki með neitt fast í hendi ennþá, en þetta kemur.

Við skólasystur hittumst í Mosfellsdalnum á laugardaginn og var það alveg frábær dagur. Brekkan við Minna-Mosfell var algjört gler og enginn okkar skólasystra komst upp hana á bíl. Tvær stoppuðu í miðri brekku, en Valur bjargvættur kom og sótti okkur allar. Síðar um daginn fékk hann einhvern til að setja sand í brekkuna og sótti bílana fyrir stelpurnar. Ég fór með stærtó heim, þetta er algjör lúxus og verðið er aðeins 250 krónur.

Þorrablaut hjá starfsfólki Brekkubæjarskóla verður á föstudaginn og það verður örugglega stuð að vanda. Ég er byrjuð í skólanum og mér líst voða vel á þennan kúrs. Ekki meira núna, bið að heilsa.

11.1.06

Gleðilegt ár!

Jæja loksins komst ég inn á blogger.com. Bara nokkur orð til að sjá hvort þetta gengur núna. Nonni frændi og Atli voru langt fram á nótt þann 2. janúar að hreinsa til og laga tölvuna mína. Þetta gerðu þeir eftir að mamma og bræður mínir og fjölskyldur fóru eftir fjölskyldu samkomuna hér í Jörundarholtinu. Það gekk svo sem ekki vel að komast úr bænum vegna bílslyssins sem var á Kjalarnesinu. Takk strákar mínir, en öll skjölin mín eru horfin, og það er ekki gott.
Við Þórður fórum til R.víkur í dansskólann í kvöld og svei mér þá, mér sýndist við mæta Óla mínum klukkan 23:07 rétt við göngin. Óli, ertu virkilega eineygður ennþá?
Helga og Nína farnar út, en mikið var gaman að fá þær í heimsókn.
Takk Óli Seníor, þetta er frábær hlekkur.
Þetta er gott svona í fyrsta sinn á árinu, ég bið að heilsa ykkur í bili.