Sigríður Kristín Óladóttir

13.7.06

Alex stoltur faðir með nýfæddan son sinn.

Helga strax eftir fæðingu að gefa Baltastar í fyrsta skiptið

Baltasar nýfæddur og sefur vært

Baltastar

Baltasar Alexandersson Eck

Lítill prins fæddur!

Til hamngju elsku Helga, Alex og Nína.

Já ég má til með að setja inn nokkrar línur í tilefni dagsins. Fæddur er lítill draumadrengur Alexandersson Eck :)
Hann fæddist um klukkan 11 í morgun þann 13. júlí 2006, hann er 55 cm og rúmar 14 merkur. Fæðingin gekk mjög vel og móður og litla prinsinum heilsast vel.
Við hlökkum til að sjá myndir af litla prinsinum.

Þórður, Þóra, Atli, Óli og fjölskylda, amma Lilla og Valli og fjölskylda biðja kærlega að heilsa ykkur með hjartanlegum hamingjuóskum.

Annars er allt gott að frétta, við leggjum af stað með Norrænu til Danmerkur þann 10. ágúst. Við erum búin að fá þessa fínu íbúð í Kaupmannahöfn, þannig að allt er þetta að smella hjá okkur. Nú er draumurinn að fá sér GPS Navigator áður en lagt verður af stað, en þessi tæki virðast vera mjög dýr hér á landi.

Sumarmótið hjá Harmonikuunnendum Vesturlands byrjar á morgun, vonandi rignir ekki eins mikið og spáin hljóðaði uppá í hádeginu. Ef svo verður þá tjaldar frú Sigríður ekki að þessu sinni, en við sjáum til.