Sigríður Kristín Óladóttir

10.5.05

Helga 31 árs í dag.

Til hamingju með afmælið elsku Helga mín, manni finnst ótrúlegt að 31 ár sé liðið frá þessum gleðidegi. Þegar ég lít núna á klukkuna sé ég að klukkan á tölvunni er 7 mínútur yfir átta og það var einmitt klukkan 20,07 sem þú komst í heiminn. Þetta var búið að vera erfiður dagur og ég var svo svöng að Ingibjörg á Skarði (sem var viðstödd fæðinguna)fór og sótti fyrir mig brauð með saltaðri rúllupylsu, ég held að þetta hafi verið besta brauð sem ég hef nokkurn tímann smakkað, svei mér þá.

Annars er allt gott að frétta héðan, það er alltaf nóg að gera sem betur fer. Helgarnar eru þétt pakkaðar hjá okkur Þórði í alls konar gleði, ef það er ekki afmæli þá er það eitthvað annað. Við vorum í áttræðisafmæli og 350 ára afmæli 30 apríl og um síðustu helgi fór ég að hitta skólasysturnar svo var afmælisboð hjá systur Þórðar á sunnudaginn, hún var 35 ára þann 8. mai. Þórður er svo gott sem búinn að tæma íbúðina sína, það er lítið eftir nema svolítið í bílskúrnum.

Næsta helgi fer í að klára rest á Stekkjarholti 15, kanski kíkir maður á Papana á sunnudeginum, það er aldrei að vita. Helgina á eftir ætlum við hluti af gamla barnaskólabekknum mínum og mökum að fara austur að Eyrarbakka og fagna 40 ára fermingaræfmæli, hugsa sér, og ég sem er enn svo ung!!!

Ég verð að fara að taka mig á í blogginu, en núna ætla ég niður í skóla og klára að undirbúa morgundaginn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home