Sigríður Kristín Óladóttir

25.2.05

Coesfeld

Ferðin gekk mjög vel í gær. Flugið var alveg á áætlun og Helga kom 1/2 tíma eftir að við vorum komin út með töskuna, svo var brunað af stað til Þýskalands. Við stoppuðum í sjoppu og það fengum við okkur eina pylsu sem líktist kálfabjúga bæði hvað varðar stærð og bragð. Við vorum komin hingað til Coesfeld um klukkan 16:00 þannig að við vorum aðeins um 2 tíma á leiðinni. Þar tóku feðginin á móti okkur með nýbakaða kirsuberjatertu og kaffi, mjög gott hjá þeim.

Nína er ennþá lasin og í morgun fór Alex með hana í rannsókn til Münster vegna flogaveikinnar. Það kom í ljós að hún er alveg hætt að fá flog, fint það.

Úti er snjór og afar fallegt veður. Óli, ég fór í bakaríið í morgun og keypti m.a. Kürbiskernbrötchen, ég varð að segja það. Konan í bakaríinu svaraði þessu með mjög langri setningu sem ég skildi ekki. Ég varð þá að segja að ég skildi ekki þýsku, sem kom afgreiðslustúlkunni vissulega á óvart eftir fullkomna þýsku í byrjun. Sorry
Jesús hann tengdasonur minn er alveg....... Allt í einu fór hann að skrifa hér inná bloggið hjá mér niðri í stofu og ég hélt að ég væri alveg búin að tapa mér, úps...
En konan í bakaríinu var bara að spyrja hvort ég þyrfti stóran eða lítin poka.

Annars er allt voða skemmtilegt og við Helga og Atli erum að fara til Münster á eftir. Helga fer í skólann og við kíkjum á bæinn. Ekki meira í dag.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home