Kalt úti, kalt inni og Óli Senior á afmæli í dag.
Já, það kom okkur sem sagt skemmtilega á óvart að lestin til Kaupmannahafnar var ekki farin. Hún beið eftir okkur, það er eins gott að lesa smá letrið á farseðlunum. Þar stóð nefnilega að maður á að láta vita ef seinkun er á lestum, þá munu starfsmenn reyna að láta aðrar lestar bíða eða ráðleggja fólki hvað best er að gera. Við vorum sem sagt ótrúlega heppin, eins og reyndar alltaf.
En hvað um það, við þutum inní lestina í klefa nr. 82 fundum sætin okkar sem voru nr. 35 og 36 og rákum unga konu úr sínu sæti. Hún var ekkert nema almennilegheitin og færði sig. Þórður setti töskurnar upp í hillu, en svo sagði hann (Þórður hinn sjóndapri). Úps Sigga, ég gerði vitleysu við eigum að vera í sætum nr. 66 og 67. Töskurnar voru því teknar niður og við fórum til baka að sætum 66 og 67, þar var önnur ung kona rekin úr sætinu sínu og töskur settar uppí hillu. Við hlömmum okkur niður og ég segi: Erum við örugglega í réttu sætunum Þórður minn? Hann lítur einu sinni enn á miðana og segir svo, æææiii.... við eigum að vera í sætum númer 35 og 36. Er nokkuð undarlegt að maður geti ruglast á þessu með 6 alveg nákvæmlega eins miða, nema hvað það stendur ekki alveg það sama á þeim!!
Við vorum samt mjög heppin vegna þess að við vorum í 1. farrýmis klefa, en áttum pantað á öðru farrými. Það voru hinar konurnar líka og voru þess vegna ekki hissa þótt við bæðum þær að víkja úr sætum. Þetta voru mistök hjá þeim sem seldi okkur miðana, en við vorum líka í vagni nr. 82 á leiðinni til Hamborgar, það var samt 2. klassi.
Við komum til Kaupmannahafnar um klukkan 22:30 og hringdum þá í Óla Örn. Kærustuparið var þá að fara að sofa eftir langan og erfiðan dag, þau vöknuðu nefnilega klukkan 03 um nóttina og fóru í flug um 07 um morguninn. Þau ætluðu því að gista hjá Lóu vinkonu Karenar og koma til okkar daginn eftir.
Við hringdum aftur á móti í Viðar Svavars sem hafði hringt í Þórð fyrr um daginn. Við fórum heim með töskurnar og svo hittum við þau á veitingarstað í Nýhöfninni. Viðar átti einmitt 50 ára afmæli þann 17. febrúar, en ekki fyrr en klukkan 12:00 að íslenskum tíma. Við fórum svo með þeim á Skippers krána og vorum þar með þeim ásamt Einari Skúla, Óla Palla, Hervari og Gumma manninum hennar Elvu. Andrea Jóns (á rás 2) var líka smástund með okkur svo og bræður Óla Palla. Þeir sögðu okkur að Atli væri líka í Kaupmannahöfn, en það átti að koma okkur á óvart. Þetta var mjög skemmtilegt kvöld. Viðar fékk rós frá Einari vini sínum, sem hélt stutta afmælisræðu, sem hann mælti til Fjólu. Ræðan verður ekki skráð hér, en við munum hana samt líklega öll sem heyrðum hana! Við vorum svo með Viðari og Fjólu fram undir morgun, ég held satt að segja að við höfum aldrei vakað svona lengi hér í Kaupmannahöfn.
Fjóla og Viðar fundu líka fyrir því að gott er að lesa á staðfestingu pöntunar áður en lagt er af stað. Þau lentu í því að þegar þau lásu á E-miðum sínum daginn sem þau héldu að þau ættu pantað heim, sáu þau að þau áttu ekki flug heim fyrr en daginn eftir. Það var sem betur fer hægt að breyta því fyrir þau.
Óli og Karen komu svo til okkar rétt eftir hádegi á laugardeginum og áttum við saman góðan dag í rólegheitum heima. Svo fórum við á REEF N´BEEF og fengum þar dásamlega góðan og fallegan mat. Kíkið á bloggið hans Óla til að sjá myndir af réttunum. Atli borðaði auðvitað með okkur og einnig Svabbi og Þórey. Svo fór unga fólkið á tónleika með Wolfmother en við ellismellirnir heim.
Atli og Nóri vinur hans komu svo til okkar í lambalæri á sunnudeginum, en þeir áttu kvöldflug heim. Það var æðislega gaman að fá þau öll í heimsókn hingað, þetta var bara svo ferlega stutt stopp.
Við slepptum alveg að borða bollur á Bolludaginn og saltkjöt og baunir borðuðum við ekki heldur á Sprengidaginn. En við borðuðum aftur á móti saltfisk með hömsum á Sprengidaginn, nammi nammi namm.
Nú er ansi mikill snjór hér og skítkalt, bæði úti og inni. Við rétt náum 20° hér inni þegar best lætur. Þórði varð að orði í dag: Ég held að þeir kyndi hvorki undir né yfir okkur, skemmtilegt!! Nú kemur sér vel að eiga ullarsokka sem mamma prónaði og vera í síðum frá Þóru. Við kveikjum líka á ótlal kertum til að reyna að auka hitann.
Óli Örn Hlöðversson frændi minn á afmæli í dag. Hjartanlegar hamingjuóskir Óli minn.
Þetta er orðið allt of langt hjá mér og ég er ekki enn búin að setja inn myndirnar. Kanski geri ég það á morgun :)
Hafið það gott um helgina.
En hvað um það, við þutum inní lestina í klefa nr. 82 fundum sætin okkar sem voru nr. 35 og 36 og rákum unga konu úr sínu sæti. Hún var ekkert nema almennilegheitin og færði sig. Þórður setti töskurnar upp í hillu, en svo sagði hann (Þórður hinn sjóndapri). Úps Sigga, ég gerði vitleysu við eigum að vera í sætum nr. 66 og 67. Töskurnar voru því teknar niður og við fórum til baka að sætum 66 og 67, þar var önnur ung kona rekin úr sætinu sínu og töskur settar uppí hillu. Við hlömmum okkur niður og ég segi: Erum við örugglega í réttu sætunum Þórður minn? Hann lítur einu sinni enn á miðana og segir svo, æææiii.... við eigum að vera í sætum númer 35 og 36. Er nokkuð undarlegt að maður geti ruglast á þessu með 6 alveg nákvæmlega eins miða, nema hvað það stendur ekki alveg það sama á þeim!!
Við vorum samt mjög heppin vegna þess að við vorum í 1. farrýmis klefa, en áttum pantað á öðru farrými. Það voru hinar konurnar líka og voru þess vegna ekki hissa þótt við bæðum þær að víkja úr sætum. Þetta voru mistök hjá þeim sem seldi okkur miðana, en við vorum líka í vagni nr. 82 á leiðinni til Hamborgar, það var samt 2. klassi.
Við komum til Kaupmannahafnar um klukkan 22:30 og hringdum þá í Óla Örn. Kærustuparið var þá að fara að sofa eftir langan og erfiðan dag, þau vöknuðu nefnilega klukkan 03 um nóttina og fóru í flug um 07 um morguninn. Þau ætluðu því að gista hjá Lóu vinkonu Karenar og koma til okkar daginn eftir.
Við hringdum aftur á móti í Viðar Svavars sem hafði hringt í Þórð fyrr um daginn. Við fórum heim með töskurnar og svo hittum við þau á veitingarstað í Nýhöfninni. Viðar átti einmitt 50 ára afmæli þann 17. febrúar, en ekki fyrr en klukkan 12:00 að íslenskum tíma. Við fórum svo með þeim á Skippers krána og vorum þar með þeim ásamt Einari Skúla, Óla Palla, Hervari og Gumma manninum hennar Elvu. Andrea Jóns (á rás 2) var líka smástund með okkur svo og bræður Óla Palla. Þeir sögðu okkur að Atli væri líka í Kaupmannahöfn, en það átti að koma okkur á óvart. Þetta var mjög skemmtilegt kvöld. Viðar fékk rós frá Einari vini sínum, sem hélt stutta afmælisræðu, sem hann mælti til Fjólu. Ræðan verður ekki skráð hér, en við munum hana samt líklega öll sem heyrðum hana! Við vorum svo með Viðari og Fjólu fram undir morgun, ég held satt að segja að við höfum aldrei vakað svona lengi hér í Kaupmannahöfn.
Fjóla og Viðar fundu líka fyrir því að gott er að lesa á staðfestingu pöntunar áður en lagt er af stað. Þau lentu í því að þegar þau lásu á E-miðum sínum daginn sem þau héldu að þau ættu pantað heim, sáu þau að þau áttu ekki flug heim fyrr en daginn eftir. Það var sem betur fer hægt að breyta því fyrir þau.
Óli og Karen komu svo til okkar rétt eftir hádegi á laugardeginum og áttum við saman góðan dag í rólegheitum heima. Svo fórum við á REEF N´BEEF og fengum þar dásamlega góðan og fallegan mat. Kíkið á bloggið hans Óla til að sjá myndir af réttunum. Atli borðaði auðvitað með okkur og einnig Svabbi og Þórey. Svo fór unga fólkið á tónleika með Wolfmother en við ellismellirnir heim.
Atli og Nóri vinur hans komu svo til okkar í lambalæri á sunnudeginum, en þeir áttu kvöldflug heim. Það var æðislega gaman að fá þau öll í heimsókn hingað, þetta var bara svo ferlega stutt stopp.
Við slepptum alveg að borða bollur á Bolludaginn og saltkjöt og baunir borðuðum við ekki heldur á Sprengidaginn. En við borðuðum aftur á móti saltfisk með hömsum á Sprengidaginn, nammi nammi namm.
Nú er ansi mikill snjór hér og skítkalt, bæði úti og inni. Við rétt náum 20° hér inni þegar best lætur. Þórði varð að orði í dag: Ég held að þeir kyndi hvorki undir né yfir okkur, skemmtilegt!! Nú kemur sér vel að eiga ullarsokka sem mamma prónaði og vera í síðum frá Þóru. Við kveikjum líka á ótlal kertum til að reyna að auka hitann.
Óli Örn Hlöðversson frændi minn á afmæli í dag. Hjartanlegar hamingjuóskir Óli minn.
Þetta er orðið allt of langt hjá mér og ég er ekki enn búin að setja inn myndirnar. Kanski geri ég það á morgun :)
Hafið það gott um helgina.
3 Comments:
Það er alltaf gaman að fá heimsókn, þótt hún sé stutt :-) Allt er betra en ekkert....
Skemmtileg saga hjá þér Mamma, ég bíð "spennt" eftir myndunum....
góða snjó og kulda helgi, kveðja úr rigningu eða úða....
Helga og lítill snáði sem var með 38,5 gráður og lasinn í kvöld, vonandi bara tönnslur að druslast út!!!
By Nafnlaus, at 23/2/07 23:01
Já vonandi er hitinn vegna tanntöku Helga mín. Það er greinilega mjög stutt í þær :)
Gangi ykkur vel að selja á markaðinum í dag. Þurfið þið að vera úti?
Hér inni kólnar enn, en það fer örugglega að hlýna úti og þá inni í leiðinni.
By Frú Sigríður, at 24/2/07 09:27
Úff og þið kraftgallalaus þetta er agalegt!!
Vonandi fer að hlýna hjá ykkur bráðlega.
By Karen, at 24/2/07 11:44
Skrifa ummæli
<< Home