Sigríður Kristín Óladóttir

19.1.07

Brjálað veður víða og 19.janúar!

Bara nokkrar línur núna. Eins og allir vita hefur verið vitlaust veður í Englandi og Þýskalandi og fleiri löndum. Hérna er þetta líka fína veður í dag var sól öðru hverju og um 8 stiga hiti. Við höfum ekki séð vonda veðrið sem gekk yfir Danmörku um daginn, það var mest á Jótlandi. Ég held að staðsetningin sé alveg frábær hjá okkur og það er gott að hafa þrefalt gler!!

Í dag hefði Atli Þór Helgason orðið 57 ára, en hann dó fyrir tæpum 27 árum. Skrifa meira seinna.
Bestu kveðjur héðan

2 Comments:

  • Til hamingju með Atla, mamma.

    Heppin voru þið að lenda ekki í þessu óveðri. Þetta var svakalegt!
    Kv. Þóra

    By Anonymous Nafnlaus, at 20/1/07 09:18  

  • Já það er gott að þið lenntuð ekki illa í óveðrinu. Þakplötur fuku af nágrannahúsum og fjölmörg tré féllu og ullu skaða. 46 hafa látið lífið og ótrúlega mikill skaði hefur orðið á byggingum og samgönguleiðum, lestarteinum, vegum og fleiru. Við vorum heppin.

    Mér varð einmitt hugsað til Atla þann 19.

    Við heyrumst á eftir
    kveðja Helga

    By Blogger Helga, at 20/1/07 13:28  

Skrifa ummæli

<< Home