Sigríður Kristín Óladóttir

12.2.07

Þýskalandsferð á morgun!

Á morgun förum við til Helgu og fjölskyldu, mikið hlakka ég til. Annars er allt gott að frétta af okkur. Við vorum bara í rólegheitum um helgina og það er aldeilis munur að þurfa ekkert að læra um helgi. Bogga hélt uppá afmælið sitt á laugardeginum og var mjög ánægð með daginn, því miður komumst við ekki. Það munaði litlu að við hefðum skellt okkur yfir helgina, en því miður gilti punktatilboð Icelandair aðeins ef flogið var frá Íslandi til Danmerkur, en ekki ef flogið var héðan og heim. Svona eru þeir þar á bæ!!

Ég heyrði aðeins í Valla bróður í vikunni og þau eru í lúxus og 30 stiga hita á Jamaika, gott hjá þeim að skella sér í þessa ferð og stytta aðeins veturinn. Mamma sagði mér í gær að Hlöbbi væri sá eini af okkur systkinunum sem væri á landinu, Maggi er á einhverri læknaráðstefnu í USA. Við biðjum bara að heilsa í bili. Hafið það sem allra best.

2 Comments:

  • Góða skemmtun í Þýskalandi og ég hlakka til að sjá ykkur um helgina :)

    By Blogger Karen, at 13/2/07 11:52  

  • Hæ hæ
    Góða skemmtun í þýskalandi :)
    B.kv. Þóra

    By Anonymous Nafnlaus, at 13/2/07 16:24  

Skrifa ummæli

<< Home